Vera - 01.08.2000, Page 18
Tinna B. Arnardóttir
Námse ni um ja nrétti
Ásdis Olsen hefur á undanförnum mánuð-
um unnið að gerð námsefnis sem ætlað
er til jafnréttisfræðslu barna og unglinga á
grunnskólastigi. Ásdís er grunnskólakennari
að mennt en hún lærði einnig hagnýta
fjölmiðlun í Háskóla islands og hélt svo til
E3andaríkjanna þar sem hún lauk MA-gráðu
i fjölmiðlafræðum. Þar lagði hún sérstaka
áherslu á miðlun fræðslu- og áróðurs og
fjallar lokaritgerð hennar um skemmti-
mennt (eduteinment) sem ætti að koma
að góðu gagni i ritun námsefnis
Teiknimyndasaga fyrir 10 til 12 ára
Heftið fyrir miðstigið er sett upp í teiknimyndasögu stíl en það er
Böðvar Leós sem myndskreytti. Sagan er sögð af veru sem varð til
á tilraunarstofu í málningarverksmiðju þar sem var verið að reyna
að búa til sjálfmálandi málningu. Verunni var sturtað niður um
klósettið og eftir langt ferðalag um rör og leiðslur kemst hún upp
um vask í skólastofu. Þar kemst hún að því að hún getur gægst inn
í líf barnanna með því að gerast laumufarþegi innan í þeim, séð
og heyrt það sama og þau og fundið það sama. Veran ferðast svo
frá barni til barns og kemst að því að þau koma frá ólíkum að-
stæðum, eitt á samkynhneigða foreldra, annað er í hjólastól o.s.frv.
og öll hafa þau mismunandi hæfileika. Bókin er skrifuð með fjöl-
greindarkenninguna í huga sem leitast við að undirstrika marg-
breytileika einstaklingsins á sem jákvæðastan hátt.
Hver voru tildrögin?
„Jafnréttismálin voru á minni könnu þegar ég var ritstjóri hjá
Námsgagnastofnun og þá setti ég í gang vinnu við jafnréttishand-
bók fyrir kennara og skóla. Til að tryggja framgang verksins, fag-
mennsku og almenna sátt fengum við til liðs við okkur stóran hóp
sérfræðinga í skóla- og jafnréttismálum sem jafnframt voru full-
trúar helstu hlutaðeigandi stofnana og hópa. Höfundar verksins
komu svo úr þeim hópi, þau Stefanía Traustadóttir sérfræðingur á
Skrifstofu jafnréttismála og Hafsteinn Karlsson skólastjóri. Hand-
bókin verður aðgengileg og fjölbreytt með ýmsum fróðleik,
ábendingum og hugmyndum en þar að auki verða í bókinni hag-
nýt tæki í formi sjálfskannana og gátlista. Eg hef mikla trú á svo-
leiðis tækjum því hegðun okkar og hugsun er svo ómeðvituð.
Aldagamlar hugmyndir um kynin eru innbyggðar í menninguna
og málfarið. Það er sama hversu fróð, jafnréttissinnuð eða velvilj-
uð við erum, við höfum ólíkar væntingar og viðhorf til kynjanna
og lendum því óviljandi í því að mismuna kynjunum. Ég hef feng-
ið að fylgjast með vinnslu jafnréttishandbókarinnar eftir að ég lét
af ritstjórn hjá Námsgagnastofnun og sýnist mér útkoman ætla að
verða frábær."
Hvcrnig kemur þú síðan að gcrð jafnréttisnámsefnis?
„Ég kem þannig að þessu að ég þekki efni handbókarinnar og tek
svo þátt í hugmyndavinnu á vegum Námsgagnastofnunar í sam-
bandi við jafnréttisnámsefni í lífsleikni. Ákveðið var að gera tvö
hefti og huga að jafnrétti almennt á miðstiginu (10-12 ára) en að
stöðu kynjanna á unglingastiginu (13—15 ára). Ég og Karl Ágúst
Ulfsson tókum að okkur að skrifa bæði þessi hefti.
Úrklippubók fyrir 13 til 15 ára
Bókin fyrir unglingastigið verður einhvers konar úrklippubók
unglings, það er að segja allt efni lítur út fyrir að vera klippt eða
rifið út úr blöðum, tímaritum eða bókum og límt inn á síðurnar.
Allt eru þetta hlutir sem snerta jafnrétti kynjanna en eru þó hver
úr sinni áttinni, til dæmis viðtal úr glanstímariti, blaðsíður úr
ævintýrabók, slitrur úr teiknimyndasögu, frétt úr dagblaði o.s.frv.
Ekki er um raunverulegar úrklippur að ræða heldur eru þær allar
færðar í stílinn, bæði til að gera bókina skemmtilegri og boðskap
hennar skýrari.
Persónurnar sem koma við sögu eru allar þekktar úr barna- og
unglingamenningu en ýmist settar í nýtt og óvænt samhengi eða
sögunum um þær breytt svo þær fái nýja merkingu. Þessu er ým-
18 • VERA