Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 30

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 30
I - segir Elsa S. Þorkelsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Skrifstofu jafnréttismála Um leið og ný jafnréttislög voru samþykkt frá Alþingi sl. vor var samþykkt að flytja stofnunina sem á að framfylgja þeim út á land. Stofnunin heitir lafnrétt- isstofa og tekur við starfi Skrif- stofu jafnréttismála. Elsa S. Þorkelsdóttir var framkvæmda- stjóri Skrifstofu jafnréttismála og lafnréttisráðs í 14 ár. Hún segir það mikil vonbrigði að loksins þegar lög eru sett um að sjálfstæð stofnun skuli sinna jafnréttismálum, stofnun sem hún hefur trú á að geti blómstrað, sé jafnframt sam- þykkt að hún skuli staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Hún er ósátt við hvað málið fékk litla umræðu í þinginu og veltir fyrir sér af hverju þing- konur beittu sér ekki af meiri hörku fyrir því að málið færi á annan veg. Vera ræddi við Elsu um starf hennar og þróun jafnréttisum- ræðunnar á opinberum vett- vangi undanfarna áratugi. Viðtal: Elísabet Þorgeirsdóttir Om^kleg gagnrýni CI bd var fyrst beðin að segja örlítið frá sjálfri sér og hvað hún gerði áður en hún kom til starfa fyrir Jafnréttisráð. Hún er fædd 1953 og segist hafa verið einn vetur í MR en ekki verið ákeðin í hvað hún vildi læra og fór til útlanda. „Þetta var á miðju hippatímabilinu og ég bjó um tíma í Danmörku, Bandaríkjun- um og Frakklandi. Eg var tvo vetur við frönskunám í Strassborg og langaði að læra þar stjórnmálafræði en varð að ná mér í stúdentspróf fyrst. Þar bjargaði Öldunga- deild Menntaskólans við Hamrahlíð mér, eins og fleiri konum á þessum árum. Ég var þar við nám á árunum 1975 til 1978. Þetta var fyrsta öldungadeildin við menntaskóla og þar var mikið af konum sem voru komnar aftur til náms eftir að hafa sinnt barnauppeldi. Ég tók námskeið í lögfræði sem Gunnar Eydal, núverandi skrifstofu- stjóri Reykjavíkurborgar, kenndi og hann kveikti svo mikinn lögfræðiáhuga hjá mér að ég ákvað að innrita mig í lagadeild Há- skóla Islands að loknu stúdentsprófi, í stað þess að fara aftur til Strassborgar eins og ég hafði ætlað mér. Ég hef hins vegar haft tækifæri til að koma þangað sem starfs- maður Skrifstofu jafnréttismála á fundi á vegum Evrópuráðsins, en mér þykir alltaf vænt um þá borg,“ segir Elsa. Vorið 1984 útskrifaðist hún úr lögfræð- inni og eignaðist son um svipað leyti. Vet- urinn eftir vann hún við kennslu en gerð- ist svo lögfræðingur Barnaverndarráðs Is- lands og vann þar í rúmt ár, eða þangað til hún var beðin að leysa Elínu Flygenring af sem framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs árið 1986. Hún eignaðist síðan tvær dætur, 1992 og 1995, með manni sínum, Má Guðmundssyni hagfræðingi. Þegar Elsa er spurð um áhuga á málefnum kvenna á yngri árum segist hún ætíð hafa haft áhuga 30 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.