Vera - 01.08.2000, Qupperneq 32

Vera - 01.08.2000, Qupperneq 32
Elsa meðal íslenskra þátttakenda í jafnréttisriðstefnu Norðurlanda og Eystrasaltslanda sem haldin var íValmiera í Lettalandi 1997. Myndin er tekin í Kaupmannahöfn. 1992 og 1999 en þá bárust nefndinni yfir 20 mál. I nýju lögunum er heimildin til að fara með mál fyrir dómstóla því miður skert. Mér finnst það áhyggjuefni og tel að það hefði verið verðugt verkefni fyrir kvennahreyfinguna og íslenskar þingkonur að berjast fyrir því að svo yrði ekki. Það er einnig umhugsunarefni að okkur hefur benda á staðreyndir um launamun kynj- anna og slá á þá umræðu að hann stafi bara af því að konurnar hafi minni menntun, styttri starfsaldur eða fleira í þeim dúr. Könnunin sýndi fram á hvar launamunur- inn liggur, t.d. í yfirvinnugreiðslum til karla, og hvaða hópar sættu mestu launa- misrétti en það voru háskólamenntaðar tæknistofnunar að jafnréttismálum sé af- rakstur þessa. I framhaldi af þessu var því ákvæði komið inn í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 1989 til 1993 að hver ráðherra væri ábyrgur fyr- ir jafnréttismálum innan síns málasviðs en áður hafði öllu sem snertir jafnréttismál verið beint til félagsmálaráðherra. Ég tel að í nýju lögunum er hcimildin til að fara með mál fyrir dómstóla því miður skert. Mér finnst það áhyggjuefni og tel að það hefði verið verðugt verkefni fyrir kvennahreyfinguna og íslenskar þingkonur að berjast fyrir því að svo yrði ekki. gengið betur að fá atvinnurekendur á al- mennum vinnumarkaói til að fara eftir áliti Kærunefndar heldur en fjármálaráðuneyt- ið. I því er fólgin ákveðin þversögn, þ.e. ríkið kostar nefnd til að taka mál fyrir og gefa um þau álit en telur sér síðan ekki skylt að fara eftir niðurstöðunni. Danir hafa nýlega stofnað kærunefnd og telja sér tví- mælalaust skylt að hlíta áliti hennar, annars mun danski jafnréttisráðherrann fylgja málinu eftir fyrir dómstólum en gert er ráð fyrir að það verði aðeins í undantekningar- tilfellum. Hér á landi vinna hlutirnir oft ekki saman og mér finnst að fólk eigi að vera meira vakandi um að úr því verði bætt. Mér finnst t.d. að launahreyfingin ætti að gera kröfu um það í kjarasamning- um að atvinnurekendur fari að niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála og ef það sé ekki gert fylgi viðkomandi stéttarfélag mál- inu eftir. Því miður er of oft litið á niður- stöðu Kærunefndar sem álit sem ekkert er gert með. Það eigum við ekki að lýða.“ fleiri stórum skrefum nefnir Elsa þátttöku í Norræna jafnlaunaverk- efninu 1989 sem Hildur Jónsdóttir, núver- andi jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, stýrði. Afrakstur þess verkefnis var m.a. viðamikil launakönnun um kynbundinn launamun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Jafnréttisráð 1995. „Þegar þessi nið- urstaða lá fyrir var í fyrsta sinn hægt að konur. Auðvitað hefðum við viljað að þessu hefði verið fylgt betur eftir. Jafnréttisráð óskaði t.d. ítrekað eftir því við fjármála- ráðuneytið að komið yrði á fræðslu til allra forstöðumanna ríkisstofnana sem þá voru að taka að sér að semja um laun við starfs- menn í tengslum við kjarasamningana 1997.Við vildum halda námskeið um það hvar launamisréttið verður til, fræða þá um skyldur atvinnurekenda samkvæmt jafn- réttislögum, fara yfir dóma o.s.frv. Ég sendi tvö bréf um þetta í fjármálaráðuneytið án þess að fá svar. Þarna finnst mér við hafa glatað mjög mikilvægu tækifæri. Við feng- um hins vegar inn í nýjustu framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum að halda eigi námskeið fyrir alla forstöðu- menn ríkisstofnana um framkvæmdaáætl- unina, jafnréttislögin o.fl. Félagsmálaráðu- neytið á að skipuleggja þessi námskeið." Þegar Elsa heldur áfram að rifja upp áfangasigrana nefnir hún tímabilið þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð félagsmálaráð- herra 1988 og talar um hana sem fyrsta kvennapólitíska ráðherrann í ríkisstjórn. „Mjög miklar breytingar urðu á starfsskil- yrðum okkar þegar hún varð ráðherra," segir Elsa. „Jóhanna ákvað að forstöðu- menn ríkisstofnana skyldu gera jafnréttis- áætlun varðandi starfsmannapólitík sinnar stofnunar. Þetta var merkilegt skref og margir forstöðumenn gerðu þetta, þó alls ekki allir. Ég tel t.d. að blómlegt starf Iðn- þessi framkvæmdaáætlun hafi verið mjög góð en okkur gekk hins vegar illa að fylgja henni eftir, sum ráðuneytin tóku þetta al- varlega, önnur ekki. Núgildandi fram- kvæmdaáætlun byggir á sömu hugmynda- fræði og í nýju jafnréttislögunum er fyrir- tækjum og stofnunum skylt að gera jafn- réttisáætlanir." Elsa segir að framkvæmdaáætlunin sem gildir frá 1998 til 2002 sé mjög merkileg en hún byggir að miklu leyti á Peking áætl- uninni frá 1995. Með aðild að kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna verða íslensk stjórnvöld reglulega að gefa skýrslu um starf sitt samkvæmt Peking áætluninni, auk þess að upplýsa um hvernig kvennasátt- mála Sameinuðu þjóðanna er framfylgt hér á landi. I sumar var svo enn ein áætlun samþykkt í NewYork, Peking +5. „Málin eru í fullum gangi á alþjóðleg- um vettvangi og það fleytir okkur mjög áfram að vinna eftir þeim verkefnum sem tilgreind eru í Peking áætluninni. Þó við ynnum aðeins að 80% þeirra þá myndum við ná verulegum árangri. Hins vegar má deila um það hvort fólk sé nægilega upp- lýst um hvað ríkisstjórnin hefur samþykkt, t.d. í framkvæmdaáætlun sinni í jafnréttis- málum. Mér finnst að þingkonur gætu veitt henni meira aðhald í þeim efnum. Jafnréttisráð vildi að framkvæmdaáætlunin yrði gefin út og henni dreift sem víðast, en af því varð ekki. Af þeim verkefnum sem 32 • VERA

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.