Vera - 01.08.2000, Síða 36
Ég tel að það hafi háð okkur að við höfum ekki haft sterka, lifandi,
kvennapólitíska rödd á íslandi sem er óháð stjórnmálaflokkum.
mannahöfn, eins og ráð var fyrir gert?
Þessir tveir atburðir hefðu getað blásið lífi
í íslenska kvennahreyíingu ef af þeim hefði
orðið,
„Akvæði um Jafnréttisþing kom inn í
lögin 1991, eftir tillögu frá Önnu Ólafs-
dóttur Björnsson þáverandi þingkonu
Kvennalistans, og slík þing voru haldin
1993 og 1996.Við reyndum að fá sérstaka
fjárveitingu til að halda þingið 1999 eða
2000 en tókst ekki. Þá skipti máli að 1999
var kosningaár og Jafnréttisráð fær umboð
sitt á milli þingkosninga. Umboðið rann
því út í maí 1999 og þegar nýtt Jafnréttis-
ráð kom saman um haustið var umræðan
um breytingar á jafnréttislögunum farin af
stað. Akvæðið um að Jafnréttisráð haldi
Jafnréttisþing var hins vegar fellt úr lögun-
um.
Að því er varðar Nordisk Forum árið
2000 þá var þar einungis um tillögu að
ræða sem ekki hefur fengið mikla umræðu
á Norðurlandaráðsþingi eða innan Nor-
rænu ráðherranefndarinnar. Ég held að
flestum finnist komið nóg. Þetta eru um-
fangsmikil og dýr þing. Nordisk forum
1988 var svar við tilmælum frá Kvennaráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna í Nairobi
1985 um svæðisbundnar ráðstefnur og
þing grasrótarhópa og Nordisk forum
1994 var til undirbúnings kvennaráðstefn-
unnar í Peking 1995. Peking +5, sem var í
NewYork í sumar, var annars eðlis og ekki
eins umsvifamikið og stóru kvennaráð-
stefnurnar. Kvennahreyfmgin var þrátt fyr-
ir það mjög áberandi á þinginu og fulltrú-
ar íslenskra kvennahreyfinga og frjálsra fé-
lagasamtaka áttu fulltrúa þar. Það er talað
um kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
2005, kvennaráðstefnu frekar en Peking
+10 svo kannski er tilefni til að kalla sam-
an norræna grasrótarhreyfmgu að nýju
fyrir þann tíma. Umræðan gæti svo sann-
arlega farið af stað og kannski yrði það til
að hleypa lífi í íslenska kvennahreyfmgu og
styrkja starfið fyrir norðan. Ég hef trú á að
Valgerður H. Bjarnadóttir nýráðin fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisstofu muni sinna
vel tengslum við grasrótina og óska henni
alls hins besta í starfi sínu.
AraTigur jafrirettisstarís í 14 ár
Tölulegar staðreyndir um árangur í jafnréttismálum þau ár sem Elsa S. Þorkelsdóttir
gegndi starfi jramkvæmdastjóra Skrifstofu jafnréttismála og jafnréttisráðs.
40
Hlutfall kvenna Hlutfall kvenna Hlutfall kvenna Hlutfall kvenna Hlutfall kvenna
í hópi skrifstofu- í opinberum í sveitastjórnum í ríkisstjórn á þingi
stjóra ráðuneyta nejndum
36 • VERA