Vera - 01.08.2000, Qupperneq 39
U M.
T Q N L I S L
fór að lokum að Clive Davies hjá Arista reddaði þeim um samning hjá
sér og er Patti Smith á samningi þar enn þann dag í dag samkvæmt
hennar nýjustu plötu sem kom út í vor ... en rennum yfir plötusöguna
þar á milli áður en við komum að henni: Radio Ethiopia kom út í októ-
ber 1976, ekki við eins miklar vinsældir og Horses, enda hljómsveitin
orðin slípaðri, ekki eins hrá, sem var aðalatriði í eyrum pönkaranna.
Annars hefur mér aldrei fundist tónlist Hljómsveitar Pattiar Smith sér-
staklega mikil pönktónlist, heldur kraftmikið rokk ættað frá 7. áratugn-
um, en með eldhug og hroka pönkaranna og svalan anda bítnikkanna.
Sem sagt blanda af þrem kynslóðum sem Patti Smith tengir saman, en
vinsældirnar spruttu líka af hennar eigin persónu og sérstakri sviðs-
framkomu, sem var svo mögnuð að hún datt af sviði í janúar '77 og
stórslasaði sig. Sagan segir að hún hafi við það fyllst guðsótta og talið
hönd Guðs hafa slegið sig niður vegna ögrandi texta og orða sem hún
hafð látið falla í sambandi við almættið og fleira heilagt í þjóðfélaginu.
Eigi veit ég það svo gjörla, en hún var að minnsta kosti frá allri vinnu í
endurhæfingu í marga mánuði. En aftur kom hún á svið og fagnaði eig-
in upprisu með því að skíra næstu plötu Easter (kom út í apríl '68 —
fyrir páska...). A henni er að finna vinsælasta lag Patti Smith Group,
Because the night, eftir Patti og Bruce Springsteen. Ari síðar kom út síð-
asta platan með Patti Smith Group: Wave, sem mér finnst engu síðri en
Horses. Wave er þó alltaf talin lakari í lærðum bókum, líklega vegna
þess að hún er létt (miðað við Patd Smith) og söluleg, sem er algjört
skammaryrði meðal alvarlegra rokktónlistarmanna. Meðal laga á Wave
eru: Byrds-lagið So you want to be (A rock'n'roll star), Dancing barefoot
(sem U2 flytur í bíómyndinni Threesome) og Frederick, ástarljóð Patti-
ar til MC5 gítarleikarans Freds Sonic Smith, sem hún giftist ári síðar,
dró sig í hlé með og eignaðist með 2 börn, Jackson og Jesse (í höfuð-
ið á Jesse Jackson? ... gæti eins verið).
Síðasta plata Patti Smith Group sagði ég, en ekki Pattiar einnar og sér.
Hún eldaði og ól upp í 9 ár en kom þá fram á sjónarsviðið með ágæta
plötu, Dream of life, þar sem hún m.a. syngur hvatningarlagið People
have the power, vögguvísu til barnanna sinna og minnist látins vinar
síns, Andys Warhol. Eiginmaðurinn Fred er til aðstoðar, og líka Daug-
herty trommari og Richard Sohl píanóleikari úr gömlu Grúppunni. Sá
síðast nefndi kembir ekki hærurnar og deyr úr hjartaslagi tveim árum
síðar (1990), 37 ára að aldri. 5. nóvember 1994 leggur annað hjarta-
slag annan mann að velli enn hjartfólgnari Patti Smith: Fred „Sonic"
Smith. Hún minnist hans á plötu sem ber þannig nafn að ekki virðist
sem hún hafi ætlað að ílengjast í rokkinu: Gone again kallast hún, Horf-
in aftur, og kom út sumarið 1996.1 Newsweek sögðu menn hana sterk-
ustu rokkplötu ársins. Gone again kemur sem sagt eftir annað langa
hléið (8 ár) í plötusögu Pattiar Smith, og svo virðist sem
báðar þessar „hlé“-skífur hennar séu uppsafnaðar
minningagreinar; sprottnar af dauðanum; en auk
Andys, Richards og Freds létust á milli þessara
tveggja platna vinur henn Robert Mapplethorpe og
Todd bróðir hennar (sama ár og Fred); líka er á Gone
again minningarlag um Kurt Cobain, Nirvana-
mann (About a boy). Þriðji frægi söngvarinn og
gítarleikarinn kemur við sögu á þessari skífu í einu
lagi: JefF heitinn Buckley, sem þá var sprelllifandi
(drukknaði '97). Það er þó langt í frá að Patti velti
sér upp úr sjálfsvorkunnsemi í sorginni, því að um
leið og hún syrgir á virðulegan hátt vegsamar hún
lífið og er ekki á því að gefast upp fyrir neikvæð-
um þáttum þess. Hún er í raun töluvert bjartsýn
baráttukona, þótt aldrei verði hún sökuð um að
hljóma sem gleðipinni, hvorki í tali né tónum.
En aðdáendur Pattiar geta glaðst yfir því að
svo virðist sem hin löngu plötuhlé hennar
séu að baki, því að síðan Gone again kom út
1996 hefur hún sent frá sér tvær breiðskífur:
Peace and noise ('97), þar sem m.a. er að fmna lagið
Last call, sem Michael Stipe syngur með henni, en liðsmenn hans sveit-
ar, REM, eru allir yfirlýstir aðdáendur Pattiar og fengu hana til að syngja
með sér á plötunni New adventures in hi-fi ('96) ... og Michael erkiað-
dáandi er aftur mættur til leiks (bakraddasöngs) á nýjustu plötu Pattiar
Smith, Gung Ho.
Gung ho! er (að mér skilst...) alþjóðleg útlenzka og er einfaldlega
stríðsöskur til að hvetja hermenn til (ó)dáða. I munni og huga Pattiar
Smith á þessari skífu allri, hvort sem litið er á texta eða myndir sem
fylgja, er hvatt til raunverulegra, jákvæðra dáða, án svigaforskeytisins, í
samskiptum manna, utan sem innan hers ... sem sagt friðaröskur! Text-
arnir á Gung Ho eru sérkennilag blanda: ástarljóð, pólitík, andstríðslög,
auk þess sem farið er í gegnum hernaðarsögu Bandaríkjamanna, ekki
sízt með myndunum sem prýða textabæklinginn og minna áVíetnam-
stríðið á allt annan hátt en venjan er. Patti Smith fór nefnilega í eigin
persónu til Saigon og tók myndir á Ho Chi Minh safninu, sem gefa
bæklingnum alveg ótrúlega friðsælt og virðulegt yfirbragð. A forsíð-
unni er líka friðsæl mynd, tekin í Astralíu í seinna stríðinu ('42): pabbi
söngkonunnar (held ég...), Grant Smith í herþjónustu - í hvíldar-
stöðu.
Tónlistin á Gung Ho er frábær, í stíl við umfjöllunarefni hverju
sinni, og í stíl við Patti Smith Group, enda tveir úr hennar gömlu
Grúppu þarna til staðar eins og á þrem síðustu plötum hennar: gítar-
leikarinn Lenny Kay og trommarinn Jay Dee Daugherty, en hann hefur
verið með Patti Smith á öllum stóru plötunum hennar frá upphafi. Þeir
Tony Shanahan, bassa- og hljómborðsleikari, og Oliver Ray gítarleik-
ari hafa líka verið með Patti á þrem síðustu plötunum og virðist þetta
því vera orðin hin nýja Patti Smith Group. Gestir eru á Gung Ho ekki af
verri endanum, t.d. hörpuleikarinn Skaila Kanga.Television-gítarleikar-
innTomVerlaine og áður nefndur Michael Stipe. Loks skilst mér að son-
ur Pattiar og Freds, Jackson Smith, sjái um sólógítarleik, nema í laginu
sem Tom Verlaine spilar. Gung Ho endar á titillaginu, sem er tæplega 12
mínútna löng frásögn af baráttu Víetnama, í tali og líka tónurn, því að
hljómborðsleikarinn (líklega) framleiðir óhugnanlega vel þyrluþytinn
sem ómaði yfir höfðurn (her)manna í Víetnam, bandarískra sem inn-
fæddra. En ekki er Patti á því að stríðið sé búið; réttlæti norðanmanna
er kannski ekki réttlæti þeirra fyrir sunnan; varð Ho Chi Minh bitur -
vondur..., vegna of langrar og erfiðrar baráttu? Hún virðist a.m.k.
heldur ákveðnari en John Lennon forðum og lýkur söguljóðinu á þess-
um orðum: One more revolution/One more turn of the wheel ... en
hvers konar bylting?...
Aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að ég (og fleiri...) heyrði fyrst
í Patti Smith og féll algjörlega fyrir töffaraskapnum sem var slíkur að
maður hefði haldið að erfitt væri að viðhalda honum. En það sérstaka
við Patti er að hún er sami svali töffarinn 54 ára eins og hún var 29 ára,
bæði hvað varðar orð og æði, tónlistarstíl... og útlit. (Haft er eftir hinni
frægu rokkaraljósmyndakonu Annie Leibovitz, að Patti Snrith sé eina
konan sem hún hefur myndað sem sé skítsama hvernig hún liti út -
hún beri ekki greiðu í hár sér fyrir myndatöku, hvað þá meira. Næst
Patti að þessu leyti mun vera Blondie sjálf, Debbie Harry). Þrátt fyrir
hléin löngu hefur Patti aldrei misst þráðinn, en segja má að Chrissie
Hynde í Pretenders hafl á vissan hátt viðhaldið minni mans um Patti.
Chrissie, f. 7.9/51 í Akron USA, á reyndar ýmislegt sameiginlegt með
Patti Smith, fyrir utan að vera undir hennar áhrifum tónlistarlega:
stundaði listnám við Kent State University, var rokkskríbent fyrir New
Musical Express, söng með hljómsveit Chris Spedding í París, og er
heldur eldri en meðalpönkari á pönk- og nýbylgjutímum í London.
Hins vegar grunar mig að þeim sem ekki hafa heyrt í Patti Smith fyrr
en í seinni tíð finnist hún lík Chrissie og tónlistin keimlík REM, en hér
með upplýsist að Patti er hænan í báðum tilvikum og er búin að verpa
mörgum eggjum víða um heim. T.d. kynntist ég í Finnlandi fyrir 5
árum kvennatríóinu Make It Lewis (frá Poori) sem er/var undir þvílík-
um áhrifum frá Patti (sem ég gerði mér ekki alveg eins mikla grein fyr-
ir þá), að Patti minnir mig stundum meira á söngkonuna (og bassaleik-
arann) í þeirri sveit en á sjálfa sig ... svona er lífið — allt í hring.
Þessa mynd af Patti Smilh fyrir Horses plötuna tók vinur hennar Robert Mapplethorpe árið 1975.