Vera - 01.08.2000, Qupperneq 47

Vera - 01.08.2000, Qupperneq 47
Hjálpa alnæmissjáílcmn börnnm f Rnmenfn í lok nóvember í fyrra var sagt frá því í útvarpi að munaðarlaus, alnæmissjúk börn í Rúmeníu þyrftu á aðstoð að halda og væru föt og leikföng vel þegin. Nokkrir tugir íslendinga brugðust við neyðarkallinu og sendu pakka til Rúmeníu. í mars var haldinn fundur með því fólki sem hafði sent gjafir eða póstkort til barnanna og ákveðið að stofna félagið Vinir Nicolae Balcescu stofnunarinnar. Félagið stofnaði síðan lokaðan bankareikning til að hægt væri að leggja inn peninga til að aðstoða og gleðja börnin á Victor Babes sjúkrahúsinu í Búkarest. Kristinn Snæland leigubílstjóri átti frumkvæðið að því að kalla fólkið saman og var hann kosinn í Vina- nefnd sem stýrir starfmu, ásamt sex öðrum. Ein þeirra er Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona.Vera ræddi við þau um þetta mikilsverða framtak. „Viðtalið sem við heyrðum í útvarpinu var við El- ísabetu Alm, sænskan lektor í Norræna húsinu, sem sagði frá góðgerðafélagi í Rúmeníu sem Martha Banu- lescu stærðfræðiprófessor stofnaði og stýrir. Félagið hefur það markmið að hjálpa og gleðja HIV jákvæð og alnæmissjúk börn sem hafa verið yftrgefm af for- eldrum sínum og dvelja á sjúkrastofnunum," segja Kristinn og Ragnheiður. Þau voru bæði stödd í bílum sínum þegar þau heyrðu viðtalið við Elísabetu og brugðust skjótt við. Kristinn renndi vestur í Norræna hús og talaði við El- ísabetu en Ragnheiður hringdi og ræddi við hana. Bæði fengu þau nöfn og heimilisföng barna og tíndu til ýmsar gjafir sem þau sendu til barnanna. Eftir jólin komu þakkarkort frá börnunum þar sem þau nefndu ýmislegt sem þau vanhagaði um, einnig kom bréf frá Mörthu og beiðni um t.d. ritföng, ljósritunarpappír o.fl. Þar sagði hún að einn þáttur í starfsemi félags hennar væri að bjóða börnunum í ferðalög til að létta þeim lífið. Til þess að auðvelda það ætlar hún að kaupa átta manna bíl því börnin mega ekki ferðast með rútum eða almenningsvögnum. Síðast þegar fréttist vantaði aðeins um 1000 dollara upp á að það takist. Börnin mega heldur ekki gista á hótelum svo Martha stefnir að því að kaupa lítið hús í Karpatafjöll- unum þar sem jrau gætu dvalið sér til heilsubótar. Vinafélagið safnar peningum „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að hafa samband við fólkið sem hafði brugðist við hjálparbeiðninni var m.a. sú að það er svo dýrt að senda peninga til Rúm- eníu og því betra að sameinast um það,“ segir Kristinn sem fékk upplýsingar um fólkið hjá Mörthu og sendi á 37 heimilisföng hér á landi. Hluti hópsins stofnaði Vinafélagið og hefur Kristinn sent nokkur fréttabréf til þeirra sem áhuga hafa. Félagið hefur einnig komið sér upp heimasíðu, www.rixple.is/vinir. Fyrsta verkefni Vina Balcescu var að stofna lokaðan bankareikning og er miðað við að safna 1000 dollurum í senn, eða um 75.000 krónum. Hafa fyrstu 1000 dollararnir þegar safnast og verið sendir út. Bankareikningurinn er: 0116-05-62550. Sem dæmi um hvað hægt er að gera fyrir þessa peninga segja þau að Martha hafi farið með 45 börn í fjögurra daga ferð í sumarbústað fyrir 1200 dollara og greiddi fyrir mat, gistingu og rútuferðir. Þau minnast einnig á frábært framtak ungra brúðhjóna sem giftu sig í sumar og sögðu í boðskorti að þau óskuðu eftir því að lagt yrði inn á þennan bankareikn- ing fremur en að þau fengju gjafir. Sannkallað hug- sjónafólk. „Þó að við leggjum nú áherslu á bankareikninginn þykir börnunum mjög vænt um að fá pakka og per- sónuleg bréf eða kort,“ segir Ragnheiður og sýnir bréf sem hún fékk þar sem stendur m.a. We need your lett- ers and your love to us, og Please come to visit us one day. „Það er svo mikilvægt fyrir þau að vita að til sé fólk sem er annt um þau. Mörg þeirra voru yftrgefm sem kornabörn og hafa aldrei komið inn á venjuleg heim- ili, muna bara eftir sér á sjúkrastofnunum." Annar mikilsverður áfangi fyrirVini Balcescu er til- boð frá hraðflutningaþjónustunni DHL sem bauð þeim 70% afslátt á sendingum til Rúmeníu. „Þegar krakkarnir mínir voru búin að tína saman dót til að senda fyrir jólin varð pakkinn fjögur kíló og það kost- aði tæpar 5000 krónur að senda hann í pósti. Þetta til- boð DHL er því mjög mikils virði," segir Ragnheiður. Varningur af ýmsu tagi er vel þeginn af börnunum í Búkarest sem flest eru á aldrinum 10 til 12 ára. Vítamín, myndbands- og segulbandsspólur er eitt af því sem vantar sárlega og til að stytta börnunum stundir er kærkomið að fá alls kyns föndurdót, liti og leikföng. Sendingar til barnanna skal senda til Mörthu Banulescu. Heimilsfangið er: Prof. Dr. Martha Banulescu, Iancului street 33 bloc 105A, scara B, apt. 71, Bucharest 73376, Romania. Netfang hennar er: banu@pcnet.ro og heimasíða: www.aede.org/ romaid.html 4 7 VER A •

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.