Vera - 01.08.2000, Qupperneq 52

Vera - 01.08.2000, Qupperneq 52
B B I E X E E M I N I£ T A f él a g 11 n g r Hólmfríður Anna Baldursdóttir Graðar gellur og traustir strákar - auglýsingabransinn krufinn Oftar en ekki fara auglýsingar fyrir brjóstið á fólki og ástæðurnar geta verið margvíslegar. Ein af þeim mörgu ástæðum eru tengsl auglýsinga við feðraveldið. Það getur vissulega verið erfitt að koma auga á þessi tengsl, enda eru þau oft meðvitað eða ómeðvitað falin. Samfélaginu í dag má líkja við umbúðasamfélag þar sem aug- lýsingabransinn ræður miklu um lit og lögun umbúðanna og þekkt er að sá bransi lætur ráð- ast af lögmálum karla. Lögmál karla í þessu samhengi eru þau að í auglýsingum eru karl- menn settir fram sem traustvekjandi og ráðandi aðilinn, en konurnar eru sætu stelpurnar sem horft er á og selt er út á kynþokka þeirra en ekki traust. Þetta kalla ég lögmál karla í auglýsinga- bransanum sem bæði karlmenn og konur við- halda. Þetta hefur verið í gangi í einhverjum mæli í lengri tíma en aldrei eins og nú. Mér hefur borist til eyrna að þó svo að það komi fram góðar hugmyndir á fundum auglýs- ingastofanna þá eru þær hugmyndir sem eigi að selja út á kynþokkann oftast samþykktar vegna þess að það sé ódýrast og um leið auðveldasta leiðin til að tryggja athygli! Þið ráðið hvort þið kaupið þetta eða ekki, en mér finnst þetta alla- vega mjög sorglegt ef um sannar staðreyndir er að ræða. Eru auglýsingarnar sem við sjáum út um allt bara metnaðarleysi eða hvað? Eg veit það eitt að það vantar allavega frumleikann og góðar hugmyndir. Gert er ráð fyrir að fólk sé einfalt (en ekki margfalt) og ég held að einstak- lingurinn kaupi ekki endalaust þessar kyn- þokka-og æskudýrkunarpælingar sem eru not- aðar til að ná athygli almennings í dag. Auglýs- ingar eins og Thule-auglýsingarnar vöktu hins- vegar mikla athygli og kostuðu örugglega ekki mikinn pening. Þetta voru bara tveir fyndnir, venjulegir karlar sem fóru ekki í taugarnar á neinum, og voru þar af leiðandi algjörlega full- komin hugmynd. Einu hugmyndirnar sem virð- ast vera í gangi í dag eru þær að fletta ferming- arbörnin fleiri og fleiri klæðum í auglýsingum og er það frekar örvæntingarfull leið til að ná í athygli. Dæmin sína meira en mörg orð og því skulum við láta myndirnar tala sínu máli. Það er stutt í klámið í mörgum auglýsingum og oft mega ekki margar pjötlur falla til að um klám sé að ræða. Það er traust fólk/karlmenn í sókninni hér. Við eigum að treysta þessum karlmönnum fyrir fjármunum okkar því þeir eru í grundvallaratriðum ákveðnir, þora að taka áhættur, hika ekki og hrinda verkefnum í framkvæmd. „Heimurinn bíður eftir þér, fullur af taekifærum". Sjónvarpsauglýsingin er ekki síður áhugaverð. FOR MEN ONLY Landsbankinn Betri banki 52 • VERA

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.