Vera - 01.08.2000, Síða 57

Vera - 01.08.2000, Síða 57
Bréf frá Kaupmannahöfn Þegar heimsmynd mín hrundi Áður en ég lenti í þeim aðstæðum að heimsmynd mín hrundi hélt ég mig víð- sýna og hæfilega fordómafulla. Nú hefur hins vegar komið á daginn að ég hafði þrönga og fordómafulla sýn á heiminn. Þetta byrjaði allt saman þegar ég gekk til liðs við fjölmennan danskan kór í Kaup- mannahöfn (ég legg áherslu á danskan því nokkrir íslenskir kórar eru hér starf- andi). Undirleikari og meðstjórnandi kórsins er feitlagin kona með undarlega stuttklippt hár, litað til hálfs og með hálf afkáralegan fatasmekk svo ekki sé minnst á brjóstahaldaraleysið. Eg stimplaði hana lesbíu á staðnum, ekki það ég liafi nokkuð á móti lesbíum nema síður væri. Með betri vinkonum mínum er í þeirra hópi og á ekkert skylt við fyrrnefnda lýsingu heldur er hún mjög myndarleg, flott klippt og smart í tauinu. Þessa mynd hafði ég sennilega frá tíðum komum mínum á bar Tuttugu og tvo og háværum yfirlýsingum frá karlmönnum í gegnum tíðina. Þegar æfmgum fór að fjölga tók ég eftir fleiri konum sem áttu við þessa lýsingu. Allar áttu þessar konur það sameiginlegt að vera fremur ófríðar við fyrstu sýn og með sérstakan fatasmekk. Eins og áður raðaði ég þeim í sama hóp kvenna án þess að velta því mikið fyrir mér. I nokkra mánuði gerðist fátt sem varð til þess að breyta þessum skoðunum mín- um sem höfðu alveg án umhugsunar sest að í höfðinu á mér. Eg kynntist pí- anóleikaranum og urðum við ágætis kunningjar án þess að ég væri mikið að velta fyrir mér kynhegðun hennar. Und- anfarnar vikur hef ég hins vegar þurft að skipta um skoðun smátt og smátt. Fyrst var það þegar ein þessara kvenna fór að tala um manninn sinn. Síðan kom önnur með börnin sín tvö á tónleika. Nú er ekki svo að skilja að ég viti ekki að lesbíur geta átt börn eins og aðrir en þarna var bara margt sem benti til hins gagnstæða. I gær- kvöldi gerðist svo sá atburður að ég gat ekki annað en horfst í augu við sjálfa mig og játað að ég er jafn fordómafull og næsti maður og eflaust verri, ef eitthvað er. Þetta var síðasta kóræfmgin sem reynd- ist svo vera gjafa- og ræðukvöld til heiðurs margnefndum undirleikara. I einni af þess- um gjafaræðum fékk hún margar litlar gjafir með tilheyrandi ræðuhöldum: „Hér er síðasti sígarettupakkinn sem ég kaupi handa þér og bók til að lesa meðan þú reykir," og þar fram eftir götunum. Svo var ein handa syninum á meðan hún reykti og las og önnur handa, já — hverjum örðum en eiginmanninum. Ja, þá sagði ég við sjálfa mig að heimsmynd mín væri í mol- um. Það sem ég hef reynt að tileinka mér, að kynnast fólki fyrst og dæma svo hefur greinilega ekki staðist nema að litlu leyti. Þetta er sennilega fylgifiskur þess að vera búsett í stórborg, þó lítil sé. Hér eru allar stéttir og manngerðir og þjóðir saman komnar og allar fjölmennar og ekkert er hægt að vita fyrir víst, sem betur fer. Sem betur fer, segi ég líka, kynntist ég þessari konu og það hef ég gert. Þetta er hlý og yndisleg kona en samt bjó þessi litli for- dómur um sig einhvers staðar í hugskot- inu. Þessi litla reynsla hefur vonandi kennt mér ýmislegt sem ég mun fara eftir. Hrika- lega er ég dómhörð og til hvers? Það breytti hvort eð er engu og hvað kemur það mér líka við hver sefur hjá liverjum og hvernig? Ekki er ég að auglýsa hvaða stell- ingar ég og minn rnaður noturn í rúminu og hvers vegna ætti það að skipta máli hvernig aðrir gera það? Eg skrifa þessi orð til ykkar heima á Fróni því við búum í svo ótrúlega vernd- uðu umhverfi, umhverfi sem verndar ekki bara rétt einstaklingsins heldur elur og verndar fordóma sem við vitum ekki einu sinni að við höfum. Eg vona um leið að þið kíkið í ykkar eigið hugskot og hreinsið út, því öll þurfum við á áminningu að halda eins og ég komst svo óþægilega að. Med venlig hilsen Eria Karlsdóttir Viltu kaupa hlutabréf í Veru? Konur hafa tekið höndum saman og stofnað einkahlutafélag um útgáfu Veru. Er öllu áhugafólki um blaðið boðið að kaupa hlut í félaginu, að lágmarki 5.000 krónur. Oft er sagt að umræða um jafn- réttismál nú á tímum sé í lægð en einnig má líta á tímana sem við lifum sem uppskerutíma eftir baráttu og umræðu undanfarinna ára. Stofnendur útgáfufélagsins telja að Vera eigi að vera í takt við það sem er að gerast og tjá þann fjölbreytileika sem ríkir í jafnréttisumræðunni. Vera hefur endurspeglað hug- myndir kvenna og baráttumál í 18 ár og er brýnt að sú umræða falli ekki niður nú á aldahvörfum. Dætur okkar, synir og barnabörn þurfa að eiga blað eins og Veru! Ef þú vilt eignast hlut í Veru geturðu lagt inn á reikning félagsins í Landsbankanum: 0101-26-73134, eða haft samband í síma 552 2188, 552 6310 eða veraSvortex.is. vera •

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.