Vera


Vera - 01.06.2001, Side 3

Vera - 01.06.2001, Side 3
Leiðari Kynþáttafordómar byggjast á fáfræði Sjálfsmynd einstakiingsins má ekki byggjast á virðingar- leysi fyrir öðrum. Þessi setning hefur oft verið notuð í umræðum um hópa sem takast á, um konur og karla, hvíta og svarta, fátæka og ríka, og hún kom fram í ræðu á ráðstefnunni Þjóðhátíð hverra? sem haldin var í ReykjavíkurAkademíunni 16. júní sl. Það var Ana lsorena Atlason frá Filippseyjum sem varaði okkur íslendinga við því að falla í þá gryfju að byggja sjálfsmynd okkar á því að gera lítið úr fólki af öðrum uppruna. „Það var svolítið sjokk að koma til íslands og verða vör við þessa sterku þjóðerniskennd íslendinga. Ég er ekki viss um að íslendingar geri sér grein fyrir því hversu sterkt útlendingar skynja þessa þjóðerniskennd. Flestir útlendingar, innflytjendur og ferðafólk, eru þó feimnir við að minnast á þetta við íslendinga," sagði Ana og lagði áherslu á miklvægi þess að vinna markvisst gegn kynþáttahyggju með því að kynnast hugmyndafræði sem vinnurgegn henni (anti-racism). Að sögn Önu byggist sú hugmyndafræði á því að ekki séu nein vísindaleg rök fyrir tilvist mismunandi kyn- þátta, líffræðin hafi bara búið til einn kynþátt - mann- kynið. Því sé mikilvægt að líta á manneskjuna sem ein- stakling en dæma hana ekki út frá húðlit eða öðrum einkennum sem eignuð hafa verið ákveðnum hópum. Sú skoðun að hegðun og persónuleiki ákvarðist af útliti eða þjóðerni er röng og byggist á fáfræði og kynþátta- fordómum. Hver manneskja á rétt á viðurkenningu í samfélagi manna, sagði Ana. Um þessar mundir eru að hellast yfir okkur vanda- mál og umhugsunarefni sem eiga rætur að rekja í þeirri staðreynd að útlendingum hefur fjölgað mjög hér á landi á fáum árum. Innflutningur fólksins hefur nær ein- göngu verið á forsendum atvinnulífsins sem hefur vant- að starfsfólk en samfélagið hefur verið seinna til að huga að ýmsum öðrum þáttum. Fólkið er hins vegar ekki komið til landsins eingöngu til að þræla og búa í verbúðum. Það hefur ótal margt fram að færa og á rétt á því að tekið sé á móti því eins og öðrum í samfélaginu. „Fjölbreytni auðgar" var heiti á samtökum sem voru stofnuð fyrir nokkrum árum í þeim tilgangi að efla tengsl og skilning milli innflytjenda og innfæddra. Við gerum þau orð að yfirskrift umfjöllunarefnis okkar að þessu sinni. Lögreglan í Reykjavík fyrir vönduð vinnu- brögð við rannsókn vegna kæru nokkurra nektar- dansara ó hendur nektarstaðnurn Bóhem. Kæran snýr að því að staðurinn hafi þvingað dansarana til að stunda vændi en einnig að launagreiðslum og skilum ó opinberum qjöldum. fyrir að upplýsa það í viðtali við DV að sem læknir hafi hann oft þurft að sinna fólki sem tengist vændi og eiturlyfjanotkun ó nektardans- stöðum. Telur hann að grípa þurfi til aðgerða hið fyrsta og segist hafa komið sjónarmiðum sínum ó framfæri við félagsmólaróðuneytið sem hafi tekið slælega og af kæruleysi ó mólefnum nektarstaða. Akureyri og Mosfellsbær sem hafa bæst í hóp sveitarfélaga sem banna starfsemi nektardans- staða í nýju deiliskipulagi. en þeim hefur fjölgað verulega undanfarið. Virðast vera komin upp „gengi" sem nó sér í stúlkur til að nauðga. Slíkar misþyrmingar eiga sér stað í kjölfar þeirrar ófengis- og vímuefnaneyslu sem fylgir skemmtanalifinu hér ó landi, að sögn Guðrúnar Agn- arsdóttur yfirlæknis Neyðarmóttöku vegna nauð- gana. Kastljós RÚV fyrir drottningarviðtalið sem tekið var við Asgeir Þór Davíðsson, eiganda Maxim's og Gold Finger, og tvær íslenskar nektardansmeyjar 7. júní sl. Það njóta ekki margir þeirra forréttinda að fó að mæta í Kastljós ón andmælenda og ón þess að fó gagnrýnar spurningar fró þóttarstjómendum. Borgarstjórn Reykjavíkur fyrir að þora ekki að stytta opnunartíma skemmtistaða í miðbæn- um nema til hólf sex af hræðslu við unga kjósendur og að lengja afgreiðslutímann ó fimmtudögum fró eitt til tvö. Skilaboðin sem berast ungu fólki hvaðan æva eru að það sé smart að djamma og best að gera það sem lengst og byrja sem yngst. Gætu borg- aryfirvöld ekki sent einhver önnur skilboð?

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.