Vera - 01.06.2001, Qupperneq 6
Á að takmarka aftur
opnunartíma skemmtistaða?
Hrefna Ósk Benediktsdóttir
Já, mér finnst þetta einum of.
Gunnar Hersveinn
Já, ég er sammála borgarstjóra í því að
drukkið fólk eigi ekki að vera á
skemmtistöðum á laugardags- og
sunnudagsmorgnum þegar ferðafólk og
fjölskyldufólk fer í bæinn.
Kjartan Ásgeirsson
Nei, allavega ekki að skapa aftur þau
vandræði sem fylgja því þegar allir
skemmtistaðir loka í einu.
Valur Brynjar Antonsson
Nei, mér finnst að það eigi ekki að tak-
marka opnunartímann en auka frekar
löggæsluna.
Gunnhildur Ásta
Traustadóttir
Eg hef enga skoðun á því.
Sigurborg Friðgeirsdóttir
Já, alveg endilega.
Jón Ásbergsson
Já, það á að takmarka opnunartímann.
María Dagsdóttir
Já, alveg tvímælalaust.
Smælki
Hertari reglur um brjóstaaðgerðir
Skaðsemi silíkonaðgerða
hefur verið til umræðu á
Evrópuþinginu að undan-
förnu og nýverið var ákveð-
ið að reglur um slíkar að-
gerðir yrðu hertar. 422 þing-
menn Evrópuþingsins voru
fylgjandi hertari reglum, 70
á móti og 22 sátu hjá. Með
tilliti til mikillar aukningar á lýtaaðgerðum hjá ungu
fólki mælir þingið með banni við fegrunaraðgerðum
undir 18 ára aldri og lagasetningu sem stuðlar að
bættri heilsuvernd þeirra sem óska slíkra aðgerða
og auknu gæðaeftirliti. Evrópuþingið ályktar að þeir
sem hyggjast undirgangast lýtaaðgerð skuli hafa frí-
an aðgang að tæmandi upplýsingum um mögulegar
hættur og aukaverkanir sem geta fylgt í kjölfar að-
gerðanna og að aðrir valkostir sem í boði eru séu
kynntir. lafnframt er hvatt til þess að allir sem und-
irgangast silíkonaðgerð fái í hendur ítarlega lýsingu
á aðgerðinni og þeim varúðarráðstöfunum sem
fylgja ber eftir aðgerð. í ályktun þingsins eru öll að-
ildarríki skylduð til að skrásetja brjóstaaðgerðir sem
framkvæmdar eru í löndunum og að skýrt komi fram
að þær hafi áhættu í för með sér.
Minnkað magn tesfósterons hjó
nýbökuðum feðrum
Þegar ungir menn verða feður gætir áhrifamikilla
breytinga í hormónastarfsemi þeirra sem getur leitt
til þess að verstu karlrembur breytast í dúnmjúka
fyrirmyndardrengi. Þessi fullyrðing er niðurstaða
rannsókna kandadískra líffræðinga sem nýverið birt-
ist í fagtímaritinu Mayo Clinic Proceedings.
Vísindamennirnir tóku sýni úrverðandi feðrum
fyrir og eftir fæðingu barna sinna. í Ijós kom að karl-
hormónið testósteron minnkaði til muna hjá þeim.
Þess í stað hækkaði magn östradíols í líkama þeirra
en það hormón er talið í samhengi við móðurlegar
hvatir. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að ungir
nýbakaðir feður róast og kynþörf þeirra minnkar. Því
hefur stundum verið haldið fram að karlmenn fái
væg þunglyndiseinkenni sökum þess að þeir njóti
ekki óskiptrar athygli þarnsmóðurinnar þegar barnið
er nýkomið í heiminn. Nú þykir hins vegar sannað
að depurð feðra í kjölfar fæðingar barns sé í beinu
samhengi við skort á testósteronhormóninu. í um-
ræðunni í kringum þessar niðurstöður kanadísku
vísindamannanna hafa karlmennin David Beckham
fótboltastjarna og Guy
Ritchie leikstjóri og eig-
inmaður Madonnu verið
nefndir sem lifandi
sönnun. Þeir þykja hafa
tekið hamskiptum eftir
að hafa orðið feður.
6
David Beckham, dúnmjúkur
fyrirmyndardrengur?