Vera


Vera - 01.06.2001, Qupperneq 28

Vera - 01.06.2001, Qupperneq 28
Bára Magnúsdóttir Heimsþorp - samtök gegn kynbáttafordómum á Islandi rætt við Melkorku Óskarsdóttur formann Hver eru þau sem stofnuðu þessi samtök og hvernig bar það að? Við vorum nokkrir vinir að tala um hvað kynþáttafordómar hefðu aukist. Við fengum þá hug- mynd að stofna féiag og drifum bara í því að byrja að skipuleggja. Og svo veltum við fyrir okkur að fylkja liði f l.maí göngunni. Síðan hringdu f okkur krakkar, sem við rétt könnuðumst við, og voru í sömu pæling- um. Þannig að þetta voru tveir aðskildir hópar sem fengu þessa hugmynd á sama tíma. Við ákváðum að slá okkur saman og stofnuðum samtökin á Kakóbarn- um Geysi 12. maí síðastliðinn. Vinahópurinn minn tengist harðkjarnatónlistarsenunni. Sumir eru í hljómsveitum eða mæta á tónleika. Sjálf er ég ekki virk í senunni en kærastinn minn, Bóas Hallgrímsson, er í hljómsveitinni Vígspá. VERA jótar fordóma sína gagnvart harðkjarnasen- unni og viðurkennir að hún hélt að músikbransinn væri mjög afturhaldssamur. Þetta hardcore er svo öðruvísi. Þessar pælingar eru svo mikið þar. Yfirleitt er jákvæður boðskapur á tónleikum, Margir í harð- kjarnanum eru með sterka jafnréttiskennd og hafa ýmis jákvæð gildi í heiðri. Til dæmis er hópur innan hans sem kallar sig straight edge (sXe) og það er fólk sem drekkur ekki, reykir ekki og borðar heldur engar dýraafurðir. Hefur unga kynslóðin hugsjónir? Það eru kannski fáir sem koma sér að verki en það er greinilegt að það er fullt af fólki sem er með skoðanir. Eins og harðkjarna- senan sem ég bind miklar vonir við. Og það er heil- mikil umræða í gangi á Dordinglinum (www.dordingull.com/hardkjarni) um pólitík og for- dóma. Það er ekki nóg að lesa Moggann til að vita hvað er að gerast í samfélaginu. Höfðuð þið orðið vör við mikinn rasisma í kringum ykkur eða gerði Félag íslenskra þjóðernissinna úts- lagið? Ég fékk sjokk þegar ég fór í menntaskóla. Þar var hópur af fólki sem greinilega hafði mjög rasfskar skoðanir. Og svo voru það þessar kannanir sem sýna að ungt fólk sé svona fordómafullt sem vöktu okkur til umhugsunar. Stofnun Félags íslenskra þjóðernis- sinna var kannski dropinn sem fyllti mælinn. Við púkkum ekkert upp á þjóðernissinnana. Sú staðreynd að þeir skuli vera til segir sitt, en það er hins vegar erfitt að rökræða við fólk sem virðist byggja málflutning sinn á órökstuddum fullyrðingum fullum af neikvæðum tilfinningum. Hver er stefna ykkar? Markmið okkar er m.a. að hefja máls á þessu við- fangsefni, að vekja athygli fólks á fordómunum og hvað þeir geta gert einstaklingum og þjóðfélaginu. Við viljum fá fólk til að hugsa og við ætlum sérstak- lega að beina máli okkar að ungu fólki. Við viljum kanna réttarstöðu innflytjenda og gera eitthvað í henni. Vinna samtakanna verður aðallega bundin í málefnahópum. Þannig mun hópur af fólki skoða atvinnumál eða réttindamál og getur komið með hugmyndir um hvað sé hægt að gera. Við erum að sækja um styrki í verkefni til að fara inn f skólana og félagsmiðstöðvar og gera góða bæklinga og halda úti heimasíðu. Eins ætlum við að slá saman tónleikum og málþingum, gera þetta skemmtilegt. a Mynd: Þórdís Melkorka Oskarsdóftir er nýútskrifuð af mólabraut í Borg- arholtsskóla og ætlar í almenna bókmenntafræði í Hó- skóla íslands í haust. Hér er hún ósamt Bóasi á tailenska veitinghúsinu Banthai við Laugaveg. Nær 300 manns eru skráSir í samtökin Heimsþorp - samtök gegn kynþáttafordómum á íslandi. Þau eru opin fólki á öllum aldri. Netfangið er gegnrasisma@visir.is og fólk getur skrifað til að fá upplýsingar eða skrá sig í samtökin. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.