Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 31
Af hverju er gott ekki nóg?
Helena: í könnuninni kemur fram að
konur eru almennt ánægðari en karlarnir.
Aðrar kannanir styðja einnig þá niður-
stöðu og benda til þess að konur leggi á-
herslu á aðra þætti í vinnuumhverfi sínu
heldur en karlar.
)óhanna: En finnst ykkur ekki skrýtið
að karlar séu miklu stoltari af starfinu
þegar þeir eru miklu óánægðari með líf-
ið? Mín reynsla er sú að karlmaður myndi
aldrei viðurkenna að hann væri ekki stolt-
ur af starfinu sínu.
Helena: Hvað segja karlmennirnir við
þessu?
Gtsli: Já, mér finnst skrýtið að karl-
menn séu stoltari af starfinu en á sama
tírma leggi þeir minni metnað í starfið en
konur. Maður hefði einmitt haldið að
maður myndi leggja mestan metnað í þau
störf sem maður er stoltur af.
Daníel. Þegar ég var í sálfræðinámi
gerðum við rannsókn um ánægju með
námið hjá nemendum. Meðal annars
spurðum við um meðaleinkunn og það
kom í Ijós að konur höfðu hærri meðal-
Daníel: Mér finnst líka áhugavert í
sambandi við þessa punkta að munur er
á því hvernig kynin bregðast við streitu og
álagi. Konur eru t.d. líklegri til að sýna
kvíða undir álagi og mun fleiri konur leita
sér aðstoðar vegna kvfðaraskana en karlar
sem eru frekar líklegir til að bæla tilfinn-
ingar sfnar niður.
Ásgerður: En svo ég vitni aftur í félaga
minn, þá var viðhorfið hjá honum að
vinnan væri hreinlega síðasta vígið. Það
er að vera stoltur af stöðunni sinni og fá
góð laun. Ef það færi væri karlmennskan
úr sögunni.
Magnús: Konur eru líka almennt opn-
ari en karlar og fljótari að taka á vanda-
málum en þeir. Þær tjá sig ef þeim líður
illa og taka á því, velta sér jafnvel svolítið
upp úr tilfinningunum. Þær spá í hvort
þeim líði vel á vinnustað eða í sínu sam-
bandi á meðan karlarnir halda bara á-
fram, jafnvel þangað til þeir eru komnir út
í öngstræti.
Gísli: lafnvel þótt það sé oft sýnilegra
hjá konum þegar þær eru stressaðar,
kannski af því að þær tala meira um það,
þá reyna karlmenn yfirleitt að halda and-
litinu - vera svalir - og svo brýst óánægj-
an kannski út í einhverju sem hefði verið
betra að tappa af smám saman eins og
konurnar gera.
Þarf ekki að vera innistæða?
Ásgerður Mér finnst þetta mjög at-
hyglisvert. Það er stundum sagt að konur
þurfi að leggja helmingi harðar að sér til
að ná sambærilegum árangri og karlmenn
í starfi. Ég hef tekið eftir því í gegnum tíð-
ina þar sem ég hef verið að vinna að ung-
ir strákar labba oft inn kokhraustir með
sitt verslunarskólapróf og krefjast þess að
fá kannski 350 þúsund á mánuði án þess
að blikna. Og þegar maður spyr þá hvaða
menntun eða reynsla búi að baki þessum
kröfum þá er það algjört aukaatriði. Það
er bara sjálfstraustið sem gildir. Ég sé
það vissulega sem kost að hafa sjálfs-
traust - en þarf ekki að vera einhver inni-
stæða?
Helena: Strákar hafa þessa tilhneig-
ingu eins og einnig má sjá á tölum um
nýstofnuð fyrirtæki. Hinn dæmigerði
frumkvöðull hefur yfirleitt ekki mikla
menntun en hefur þor og áræði og er
nánast alltaf karlmaður. Það er algjör
undantekning að konur sem hafa ekki
mikið á bak við sig ákveði að skella sér í
atvinnurekstur.
Ásgerður En svo kemur kannski kona
að sækja um starfið á eftir unga strákn-
um. Hún er með tvær mastersgráður en
er samt hógværðin uppmáluð. Hún veit
hvað hún getur og kann og er að sækja
um starf þar sem hún telur að þekking
hennar nýtist. Þetta er allt annað viðhorf.
Daníel. Eruð þið að segja að starfs-
frami karlmanna sé hraðari innan fyrir-
tækja en þeir eiga skilið, að þeir komist
kannski lengra en þeir geta? Það gæti
skýrt það að þeir væru ósáttir í vinnunni,
því það versta sem starfsmaður getur lent
í er að vera í aðstæðum sem hann ræður
ekki við. Þú þarft alltaf að reyna að verja
vígið sem stendur á brauðfótum.
Hafa konur meiri sveigjanleika?
Daníel En ef við Iftum aðeins á hug-
takið starfsánægja. Einn af þeim ákvörð-
einkunn en karlar. Þrátt fyrir það voru
þær miklu óánægðari með sína einkunn
en strákarnir. Ég fór að velta fyrir mér
hvað það væri í fari kvenna sem gerði
það að verkum að þær séu óánægðar
þrátt fyrir að þær stæðu sig vel. Er það
einhver fullkomnunarárátta? Er gott
aldrei nóg? Eða er sjálfsmynd kvenna
miklu lakari en karla, eða eru karlar með
yfirhafna sjálfsmynd sem á sér enga stoð
í raunveruleikanum?
Magnús Geir Þórðarson
Asgerður Jóhannsdóttir
Daníel Þór Olafsson
smFjmm
ó