Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 32

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 32
Viðhorfskönnun VR Helena Jónsdóttir Jóhanna Þróinsdóttir Gísli Marteinn Baldursson unarþáttum sem ráða miklu um hvort fólk upplifir starfsánægju er álag eða streita. Nú kemur fram í könnuninni að konur upplifa meiri sveigjanleika í vinn- unni, hafa t.d. meiri stjórn á vinnutíma sínum. Getur ekki verið að þessi þáttur skýri hærri starfsánægju hjá konum? Eru karlmenn kannski stressaðri í vinnunni? En svo þarf Ifka að skoða það að konur telja sig hafa meiri sveigjanleika í starfi en það er ekkert víst að þær hafi meiri sveigjanleika. Magnús Ég held að það sé allavega miklu algengara núna að t.d. barnaupp- eldi sé á ábyrgð beggja foreldra. Aftur á móti er svo stutt síðan þetta byrjaði að breytast að það er ennþá þannig að karl- maður sem fer heim að sinna veiku barni er álitinn hetja meðan það þykir sjálfsagt að konan geri það. Jóhanna Ég held að þróunin sé sú að bæði karlar og konur muni sækjast eftir sveigjanlegum vinnutíma. Ég held að mynstur minna.r kynslóðar - t.d. að vinna alla starfsævina hjá sama fyrirtæki - sé að breytast. Það sé eiginlega ekkert hægt að tala um kvenleg eða karlleg gildi f þvf sambandi. Helena Það getur líka verið að konur hafi önnur viðmið þegar þær eru að svara. Er kærastinn hluti af fjölskyldunni? Jóhanna Það þarf líka að taka mið af þvf að karlar hafa miklu fleiri flóttaleiðir heldur en konur. Þeir eru í vinnunni, fara svo heim og eiga frí og glápa á einhverja aðra berjast og fá afskaplega mikið út úr því. Císli. Það kemur mér samt á óvart að karlar skynji síður góðan starfsanda á vinnustöðum. Nú þekki ég til á nokkrum vinnustöðum og á flestum stöðum eru á- berandi karlaklúbbar sem fara saman f hádeginu að spila fótbolta. Var ekkert spurt um hvernig menn kunna við vinnu- félaga sína? Mér finnst miklu algengara að karlarnir haldi hópinn, fari í boltann og kannski á pöbb eftir vinnu. Magnús Þær vilja líka frekar vera með fjölskyldunni... Ásgerður Bíddu, er eiginmaðurinn eða kærastinn ekki fjölskyldan? Magnús |ú, en yfirleitt er það konan sem reynir að halda manninum heima.... Þetta eru konurnar ekki alveg tilbúnar að samþykkja. Helena. Er þetta ekki bara einhver mýta? Gísli En er þetta ekki rétt? Mér finnst það vera miklu algengara að karlar leiti út fyrir heimilið heldur en konur. Magnús |ú, ég sé þetta alls staðar í kringum mig. Mér finnst eins og konur séu heimakærari. Þær eru líka trygglynd- ari og eru í nánara sambandi við vinkon- ur sínar. )óhanna |ú, ég held að það sé rétt að konur hafi mun nánara samband sín á milli en karlar. Ástæðan er eftil vill sú að þær eru ekki jafn uppteknar af því að halda á lofti einhverri ímynd eins og karlarnir. Ég hef oft vorkennt körlum, sérstaklega af minni kynslóð, því mér finnst þeir eiga svo miklu færri leiðir til að leysa sín mál. Magnús: |á, en strákar eru f alls konar strákaklúbbum, í fótboltanum og fleiru. Á þeim samkundum er ekkert verið að ræða um tilfinningar, um líðan á vinnustað eða sambandið við konuna. Ég þykist vita að f saumaklúbbum bæjarins séu miklu op- inskárri umræður um tilfinningar og innri málefni heldur en hjá körlunum. Við vor- um svolítið að ræða þetta þegar við sett- um upp hádegisleikritið Rúm fyrir einn en þar lenda tveir karlmenn á „trúnó". Það sem er fyndið við það er að svona trúnaðarsamtöl hjá körlum virðast oft verða svo yfirborðsleg - þeir eru svo ó- vanir að opna sig. Gísli Þetta er eins og þrandarinn um karlinn sem elskaði konuna sína svo mikið að hann var að spá í að segja henni frá því. Er „stafræna biliö" óbrúanlegt? Hvað með stöðu eldri starfsmanna á vinnumarkaðnum? Magnús Það er rosaleg æskudýrkun í heiminum í dag. Ég held að mörgum eldri borgurum finnist lítið pláss fyrir þá í nútímanum. Helena Ég held að það geti verið mjög erfitt fyrir fólk sem er komið eitt- hvað yfir fimmtugt að fá vinnu, sérstak- lega ef það hefur ekki mikla menntun, og ekki síst fyrir konur. ióhanna En er það eitthvað óeðlilegt? Magnús Mér finnst það mjög sorglegt. Jóhanna Ég held að fólki hafi alltaf verið svolítið mismunað eftir aldri á vinnumarkaðnum, líka hérna áður fyrr. Ég veit þess t.d. dæmi að ein staða í lækna- deild var auglýst með þeim aldursfyrir- vörum að ákveðinn aðili gat ekki sótt um stöðuna. Helena Að ákveðnu leyti hefur þessi 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.