Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 33

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 33
Gott að karlar hætti að fórna sér fyrir vinnuna Það er létt yfir taeim Guðlaugi Þór Þórðarsyni borgarfuiltrúa, Ólafi Adolfssyni lyfjafræðingi og Sig- urði Magnúsi Jónssyni ráðgjafa eftir vikulega æfingu fótboltafé- lagsins Ufsans á gervigrasvellin- um í Laugardal. „Ég hugsa að það sé alveg rétt að það sé meiri virðing borin fyrir þörfum kvenna á vinnustöðum," segir Sigurður. „Ég man nú samt ekki eftir neinum karlmanni kvarta undan þvf að hafa ekki nógan sveigjan- leika á vinnustað," segir Guð- laugur. „]á, en þær þurfa meiri tíma til að fara í klippingu," segir Ólafur alvarlegur en orsakar þó hlátrasköll hjá félögunum. „En í dag kippir sér enginn upp við það þótt karlar séu heima hjá veikum börnum, enda báðir for- eldrar útivinnandi," segir Guð- laugur. Hann segir niðurstöður könnunarinnar benda til þess að konur hafi jákvæðari sjálfsmynd en karlarnir. „Annars var ég um daginn á ráðstefnu f Bandaríkjun- um sem töskuberi og maki. Þar fór ég á fyrirlestur hjá fyrirlesar- anum Tom Peters sem sagði við okkur strákana að við gætum bara gefist strax upp. Konurnar væru hæfari, samviskusamari og duglegri en við og að þær væru komnar til að klára þetta." Það örlar fyrir vantrausti í svip félaganna um stund. „Konur eru að koma sér áfram víða og ég held að það sé bara gott að karlarnir hætti að fórna sér alveg fyrir vinnuna. Þetta kemur öllum vel," segir Sigurður. „Annars held ég að þetta sé að þróast allt miklu meira f átt að einstaklingnum. Þannig að það sé eiginlega tfmaskekkja að alhæfa um kynin. Einstaklingar eru bara mismunandi," segir Guðlaugur. „En hvað er þetta með að konur séu almennt ánægðari með heilsufar?" spyr Ólafur hneykslaður á svip. „Voru þátttak- endur í könnuninni bara mið- aldra þykkir karlar? bætir hann við en það er snarlega borið til baka. „Þetta er bara algjör della," klykkir hann svo út með. Félag- arnir segja að á æfingum Ufsans sé áherslan á fótbolta og húmor- inn. „Ef einhver spyrði mig að því á æfingu hvernig mér liði myndi ég segja-. Hvern djöfulinn varðar þig um hvernig mér líður!" segir Guðlaugur og hinir taka hlæjandi undir það. „Annars er Siggi rosa- lega næmur á þetta," segir Ólafur „svona rétt áður en hann sparkar mann niður." V mismunun vegna aldurs alltaf verið. En mér finnst mjög áhuga- vert að hugsa um af hverju þessi mismunun er. Hluti af skýring- unni gæti verið að tækniþróun hefur verið svo ör síðustu ár að margir telja að þeir sem eru eldri hafi misst af þeirri þróun. Gísli: Já, í bandarísku forseta- kosningunum var talað um staf- ræna bilið (Digital Divide) sem raunverulegt vandamál í þessu sambandi. Ásgerður En getur þetta staf- ræna bil ekki líka verið tilbúinn þröskuldur? Helena Allar kannanir benda samt til þess að þetta sé raun- veruleiki. Ásgerður En það er ekkert nýtt að fólk þurfi að bæta við þekkingu sína í störfum og engin ástæða til þess að fimmtugur maður eða kona geti ekki orðið jafn tölvulæs og hver annar. Ég held að í mörg- um tilfellum sé bara gengið út frá því sem vísu að fólk geti ekki komið sér inn í málin. Marjmís: Hérna er líka komin spurningin um hvaða stefnu fyrir- tækin hafa í þessum málum. Hvernig rækta þau starfsfólk sitt - og hvað með endurmenntun? Jófianna Ég held að það skipti líka máli á hvaða sviði eldri starfsmenn eru að leita fyrir sér. Á sumum stöðum skiptir aldurinn engu máli. Það sem skiptir máli er hvað starfsmaðurinn hefur að bjóða. Einstaklingurinn þarf nátt- úrulega alltaf að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það þýðir ekkert að hugsa að það sé tekið sérstakt til- lit til manns bara af því að maður er kominn á ákveðinn aldur. Gísli. Ég held að á þessu hraða uppbyggingatímabili, t.d. í tölvuvæðingunni, hafi verið sterk tilhneiging til að ofmeta það sem ungt fólk hefur fram að bjóða og vanmeta það sem þau eldri geta. Ég held að reynsla eldri starfs- manna sé oft alveg ómetanleg á vinnustöðum, til dæmis ef upp kemur einhver krísa. Ásgerður Ég vil líka benda á að það hafa verið gerðar stórar 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.