Vera


Vera - 01.06.2001, Síða 36

Vera - 01.06.2001, Síða 36
Helga Baldvinsdóttir og Hrafnhildur Georgsdótti Bríet €r ekki kominn lími til cið vciknci? Er ekki kominn tími til aó vakna? var titill greinar eftir okkur sem ekki fékkst birt í skólablaði MR 2001. Aðspurður sagði einn meÓlimur ritstjórnarinnar okkur aó þau hefóu fengiÓ Jorjór stelpur og tvo stróka til aó skrifa greinar þar sem grein stelpnanna ótti aÖ tala með feminisma en grein strókanna ó móti og þótti honum greinin okkar vera nónast eins og grein stelpnanna. Greinarnar i skólablaði MR sem áttu aS vera meS og á móti feminisma. Við lestur skólablaðsins kom ann- að í ljós. Greinin sem átti að tala með feminisma var í raun lýsing þriggja stelpna á því hvernig þeim tókst að „ala upp" bekkjarbræður sína. Þar segir: „Við höfum oftar en ekki þurft að beita líkamlegu jafnt sem andlegu ofbeldi. Við höfum sparkað í þá, tekið þá hálstaki, lamið þá, öskrað á þá og vanið þá við Grýlumar..." Erfitt er að sjá hvar feminismi á að passa inn í þessa grein sem fjallar ekki um jafnrétti heldur um konur sem ráð- andi kynið. Tilgangur okkar með greininni sem ekki var birt var að vekja fólk til umhugsunar um að bæða kynin eiga hagsmuna að gæta við upp- rætingu á ríkjandi kynhyggju. Þar stóð meðal annars: „Kynhyggja er þessi algenga skoðun að karlmennska og kven- leiki séu hluti af „eðli mannsins" og því meðfædd. Vissulega eru kynin ólík. Hinsvegar liggur félags- legi munur kynjanna aðeins í hugmyndum manna um kynhlut- verk, eða hvað sé karlmannlegt og hvað sé kvenlegt. Kynhlutverkin lýsa því almennu hugmyndunum sem ríkja um persónuleika og hegðun karla annars vegar og kvenna hinsvegar. Gerðar eru ná- kvæmar kröfur um hvernig skuli leika hlutverkin og teljast þau til lærðrar hegðunar sem samfélagið ætlast til að kynin fylgi. Staða karla er meira metin en staða kvenna og þessvegna lýsa kynhlut- verkin yfirráðum karlmannsins og undirokun konunnar og styðja um leið við óbreytt ástand." Áberandi kvenfyrirlitning Grein strákanna sem átti að tala á móti feminisma fjallaði alls ekki um feminisma heldur um karla sem ráðandi kynið. Þar nefna þeir atvikið þegar Ingibjörg Pálmadóttir hneig niður í beinni útsendingu til að sýna fram á og sanna að konur í ábyrgðarstöðum kikna alltaf und- ir álaginu. í greininni segir einnig: „Ekki þarf að aka lengi um götur bæjarins áður en einhver húsfrúin svínar svoleiðis á mann að betra væri að bifreiðin æki um öku- mannslaus. Óhugnanlegast við það er þó að þessi sama kona á eftir að verða vaidur að a.m.k. 10 hérumbilslysum til viðbótar í þess- ari einu bílferð milli fatabúða." Þeim er ef til vill ekki kunn sú staðreynd að það eru ungir karl- kyns ökumenn sem valda yfirgnæf- andi meirihluta allra umferðar- slysa hér á landi. Erfitt er aÖ sjó hvar feminismi ó aÓ passa inn í þessa grein sem fjallar ekki um jafnrétti heldur um konur sem róÓandi kyniÓ. Það vakti athygli okkar að í rit- stjórn sitja fjórar stelpur og einn strákur en þrátt fyrir það er kven- fyrirlitning áberandi í fjölmörgum greinum blaðsins og þvf Ijós raun- veruleg ástæða þess að greinin okkarvarekki birt. Hún passaði hreinlega ekki inn í blaðið þar sem hún er hvorki kvenrembu- né karl- rembugrein. 36

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.