Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 46

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 46
áratugarins róttækur og villtur. Nekt og það að raka sig ekki undir höndunum! (Bonnie hlær dátt). Síðan er auðvitað fullt af ungum konum sem halda að nú sé bara allt í besta lagi. Þær gera sér enga grein fyrir því hversu auðveld- lega þær geta tapað aftur t.d. réttinum til fóstureyðinga eða réttindum sam- kynhneigðra. En ég óttast að þær muni reka sig á. Eitt af því sem gerist í kvennasögukúrsunum mínum er að nemendurnir verða meðvitaðri, þau hafa fullan skilning á þeim málefnum sem femínismi stendur fyrir en þau eru samt treg til að skilgreina sig sem femínista. Hér er ímyndin mikilvæg. Femínisti er kona sem er óaðlaðandi og helst lesbía. Þessi ímynd skelfir þau. Núna er gífurleg áhersla á hið út- litslega, að líta vel út, vera falleg og flott. Femínismi er hinsvegar tengdur því að vera „ósmart." Fólk heldur að femínismi snúist um það að nota ekki snyrtivörur og vilja ekki mála sig. En þessar ungu stelpur vilja vera sætar og falla í kramið hjá strákum. Það sem dregur ungar konur hinsvegar út á götu í mótmælagöngur eru mál sem snerta fóstureyðingar og takmarkanir barneigna. Þær eru kynferðislega virkar þannig að þessi mál snerta þær per- sónulega. Þær hafa hins vegar ekki rekið sig ennþá á óréttlæti í launamál- um, það gerist ekki fyrr en þær eru búnar að Ijúka námi og komnar út á vinnumarkaðinn. En líkamsímyndir eru stórmál, anorexía er til dæmis annað af tveimur vinsælustu ritgerðarefnun- um hjá mér, hitt er umskurn kvenna í Afríku. Stelpurnar eru mjög meðvitað- ar um að kynferðisleg nautn er eitt- hvað sem þær eiga rétt á en á sama tíma hatast þær út í líkama sinn. Þetta er algjör þversögn. Krakkar eru farin að lifa virku kynlífi mjög ung og „stefnu- mótanauðganir" eru stórt vandamál. Innan háskólans, sem er auðvitað lok- aður heimur og ekki endilega dæmi- gerður fyrir bandarískt samfélag, eru Það sem mér finnst sorglegast er að alls- staSar eru mjög klárar ungar stelpur sem leggja ekki í að taka kvennafræSikúrsa af því þær óttast að fólk geri grín að þeim eða þær fái á sig lesbíustimpil. líkamsímyndir aðal áhyggjuefni stelpna, nauðganir eru í öðru sæti og svo rétturinn til fóstureyðinga. Eitt af stóru jákvæðu málunum í Bandaríkj- unum núna tengist hinsvegar konum og íþróttum. Miklar umræður hafa átt sér stað um níunda lið stjórnarskrár- innar en þar eru lög sem eiga að tryggja konum og kvennaíþróttum jafna fjármögnun, aðstöðu og tæki- færi. Loksins er komið atvinnulið í kvennafótbolta og aukin velgengni og tækifæri kvenna í íþóttum er eitthvað sem allir geta sameinast um, óháð þvi hvort fólk er femínistar eða ekki. Krökkunum bregður virkilega við að heyra að mæður þeirra máttu ekki spila körfubolta. Sjálf kenni ég áfanga í sögu um konur og íþróttir og hann dregur að fullt af stelpum og strákum. Við snérum okízur nú að málefnum samkynfmeigðra í Bandaríkjunum og þar fórum við svolítið út um víðan völl. Samfélag samkynhneigðra er mjög klofið um þessar mundir og þar eru misgóðir hlutir að gerast. En þetta eru góðir tímar til að vera ungur og „gay." Margir háskólar bjóða upp á stuðning fyrir ungt fólk sem er að „koma út" og það hafa fallið mikilvægir dómar sem hafa bætt lagalegu stöðuna. Hatur og ofbeidi gegn samkynhneigðum er hinsvegar ennþá mikið vandamál og í- haldssöm trúaröfl standa í veginum fyrir þvf að hægt sé að fjalla um sam- kynhneigða í skólakerfinu. Kvenna- fræði, kynjafræði og „hinseginfræði" standa þannig öll frammi fyrir sams- konar vanda. Enginn vill taka á þess- um málum nógu snemma af því þau eru skilgreind sem „fullorðinsmál". Sú staðreynd að 6 og 7 ára krakkar öskra hommi eða lessa á skólalóðinni sýnir hinsvegar að þau komast mjög ung í tæri við þetta tungmál en fá ekki tæki- færi til að ræða það og læra hvað að baki býr fyrr en þau eru komin upp í háskóla. Og það er langt bil. Margir skólar eru tregir til að kenna kvenna- sögu vegna þess að þar er fjallað um aðgang að getnaðarvörnum og kynlíf, eitthvað sem ekki má ræða um í 10 ára bekk. Ef þú hinsvegar lifir af í skóla- kerfinu þangað til þú ert orðin átján, máttu loksins fara að skoða þína eigin sögu. Sagan sem þú lærir fram að því er saga hvítra, gagnkynhneigðra karla. Hér er skortur á fyrirmyndum átakan- legur. Konur, litaðirog samkynhneigðir eru ósýnileg í sögunni og þau sem til- heyra minnihlutahópum geta því hvergi séð sjálf sig eða sína líka í sög- unni. Umburðarlyndi er eitt af því sem fyrirfinnst ekki í skólakerfinu. Sjálf hef ég það fyrir sið að „koma út sem lesbía" fyrir bekknum þegar önnin er um það bil hálfnuð og reyna þannig að vera jákvæð fyrirmynd. *Sojourner Trulh var svörl kona, fyrrverandi þræll og virk í barátlunni gegn þrælahaldi í Bandaríkjunum. Hwrt flulti fræga ræðu á fundi með hvtlum kvenréttindakonum árið 1851 sem hófsl á orðunum „Ain't I a wom- anT eða „Er ég ekki kona?" Þarsem hún minnli á tilvist svarlra kvenna sem höfðu ver- ið með öllu ósýnilegar innan bandarísku kvennahreyfingarinnar á 19. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.