Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 49
í
Grunnlaunin þurfa
að hækka
kvæm og vanda vinnubrögðin. Einnig er mikil-
vægt að fylgjast vel með og bregðast hratt og
rétt við þegar eitthvað kemur upp á. Skyldur
hjúkrunarfræðinga eru fyrst og fremst við skjól-
stæðinga sína.
Nafn: Anna Lilja Sigfúsdóttir Aldur: 27 ára
Menntun: B.Sc. í hjúkrunarfræði Starf: Hjúkrunarfræðingur
Vinnustaður: Gjörgæsludeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss
við Hringbraut
Starfsaldur: Eitt ár frá útskrift Laun: Grunnlaun mín eru
137.953 kr., heildarlaun eru ca. 212.000 kr. og útborgað fæ ég
ca. 143.000 kr.
Fjölskylduhagir: í sambúð
Vinnutími: í fullu starfi sem er fimm vaktir í viku, samtals 40
klukkustundir. Raunverulegur stundafjöldi er þó meiri því t.d.
eru næturvaktir lengri en átta klukkustundir. Ég tek allar vaktir,
þ.e. morgun-, kvöld- og næturvaktir og vinn þriðju hverja helgi
og einnig á hátíðisdögum.
Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið?
Starfið er fjölbreytt og krefjandi og ég er alltaf
að læra. í þessu starfi hitti ég mikið af ólíku
fólki og læri að þekkja sjálfa mig og mín eigin
viðbrögð í ýmsum aðstæðum.
Hvað finnst þér Ieiðinlegast? Það er helst eitt-
hvað sem ekki tengist starfinu beint, frekar ein-
hverjar ytri aðstæður sem hafa áhrif á starfið,
svo sem mannekla og álagið sem fylgir henni,
óvissan sem ríkir núna meðan verið er að
skipuleggja Landspítala - Háskólasjúkrahús og
eitthvað þess háttar.
Ertu ánægð með launin? Nei
Hvað myndir þú telja að þú ættir að fá í laun? Svona 180-
200.000 krónur í grunnlaun á mánuði.
Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu? Ég vil
ekki vera neikvæð en mér dettur ekkert í hug
sem flokkast getur sem starfstengd fríðindi.
Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnumarkaði? Ég
hef áhuga á að mennta mig meira í klínískri hjúkrun og starfa
áfram á deild. Ég hef ekki áhuga á stjórnun eða slíku þannig
að ég sé mig fyrir mér á svipuðum stað en vonandi með meiri
menntun, meiri sérhæfingu og hærri laun.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Flugmaður
eða skordýrafræðingur.
Starfsábyrgð og skyldur: Starfið felst í því að stuðla að bættri
líkamlegri, andlegri og félagslegri líðan skjólstæðinga okkar í
samvinnu við aðrar stéttir heilbrigðiskerfisins og skjólstæðing-
inn sjálfan. í þessu felst m.a. að gefa lyf, veita aðstoð við at-
hafnir daglegs lífs, fræða og kenna, taka sýni, meta og með-
höndla einkenni, veita stuðning, fylgjast með og þregðast við
breytingum á ástandi skjólstæðinga okkar. Starfinu fylgir mikil
ábyrgð því að líf fólks getur verið í húfi. Við erum til dæmis oft
að gefa mjög áhrifamikil lyf og þvf er mikilvægt að vera ná-
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS SÉR UM:
■ Útfararstjóri tekur aó sér umsjón útfarar í
samráði við prest og aðstandendur.
■ Flytja hinn látna af dánarstaó í líkhús.
■ Koma á sambandi við þann prest sem
aðstandendur óska eftir.
• Aðstoða við val á kistu og líkklæóum.
■ Búa um lík hins iátna í kistu og snyrta
ef meö þarf.
■ Fara með tilkynningu í fjölmiðla.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTVEGAR:
■ Stað og stund fyrir kistulagningu og útför.
• Legstaö i kirkjugarði.
■ Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara, og/eða
annað listafólk.
■ Kistuskreyingu og fána.
■ Blóm og kransa.
■ Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum.
■ Dánarvottorð og líkbrennsluheimild.
■ Duftker ef líkbrennsla á sér stað.
■ Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskað er.
■ Kross og skilti á leiði.
• Legstein.
• Flutning á kistu út á land eða utan af landi.
■ Flutning á kistu til landsins og frá landinu.
Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 - Fossvogi
Sími 581 3300 - Allan sólarhringinn
www.utfararstofa.ehf.is