Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 73
Fyrsta styttan af konu
Brjóstmynd af Björgu C. Þorlóksson ofhjúpuð
17. júní sl. var afhjúpuð brjóst-
mynd af Björgu C. Þorláksson við
Odda, hugvfsindahús Háskóla ís-
lands og mun það vera fyrsta stytt-
an af nafngreindri konu utan dyra í
Reykjavík. Björg varð doktor frá
Sorbonne fyrir 75 árum, 17. júní
1926, fyrst íslenskra kvenna. Dokt-
orsritgerð hennar fjallar um lífeðl-
isfræðilegan grundvöll eðlis-
hvatanna og birtist útdráttur úr
henni í Skírni árið 1928 undir heit-
inu „Samþróun líkama og sálar".
Björg var gift Sigfúsi Blöndal
en skildi við hann árið 1925. Hún
varði tuttugu árum ævi sinnar í
vinnu við hina miklu íslensk-
dönsku orðabók ásamt manni sín-
um en hann var einn titlaður rit-
stjóri orðabókarinnar og vinnu
Bjargar aðeins getið með orðunum
„min hustru og hovedmedar-
bejder."
Björg bar réttindi kynsystra
sinna fyrir brjósti og skrifaði grein-
ar um kvenréttindamál, t.d. birtist
greinin Barnsmœður eftir hana í
Skírni 1907. Þar fjallar hún um
réttindaleysi einstæðra mæðra og
deilir hart á það að feður skuli ekki
þurfa að bera ábyrgð á börnum
sínum sem fæðast utan hjóna-
bands. Konur sem fæddu börn sín
við þær aðstæður voru dæmdar af
samfélaginu en feðurnirvoru sýkn-
aðir af almenningsálitinu. Björg
hvetur til þess f greininni að feður
verði gerðir ábyrgir fyrir börnum
sínum og deilir á löggjöfina sem f
gildi var.
Þýðing Bjargar á ritinu Hjóna-
ástir (1928) eftir Marie Stopie er
einnig mikilvægur skerfur til kven-
réttindamála á íslandi en þar er
fjallað um takmarkanir barneigna
og getnaðarvarnir og er líklega í
fyrsta sinn sem slíkt er gert opin-
berlega á íslandi. Auk þessa skrif-
aði Björg greinar um samúðina,
um kenningar Sigmunds Freud,
um dauðann, um samþróun Ifk-
ama og sálar o.fl. Bækur hennar og
þýðingar fjalla m.a. um mataræði
og þjóðþrif, um svefn og drauma
og um menntamál kvenna. Einnig
skrifað hún leikrit og Ijóð og þýddi
erlend skáldverk. Björg lést af
völdum brjóstakrabbameins árið
1934, sextug að aldri.
Styttan af Björgu var reist að
tilstuðlan áhugahóps um að halda
á loft minningu hennar. í hópnum
sitja fulltrúar frá Félagi íslenskra
háskólakvenna, Kvenréttindafélagi
íslands, Vísindafélagi íslendinga
og fulltrúar ættingja Bjargar.
tLnr.'.nrlHMH MERKIMIÐIIUN
Á TÖLVUMMI
GETUR SKIPT MALI ^
en það sem er í kassanum [m<l(fOK
_ , er qrunnurinn. V
iCanonl ----------------------- V,
V_____/ Góður skjár kórónar sköpunarverkið
Sgnius
lutlin
Artmedia skjáir fá
lof fagtímarita.
fcágnius
Genius er einn stærsti
framleiðandi aukahluta.
Genius framleiðir inntaksbúnað
fyrir tölvur, meðal annars mýs,
netkort, teikniborð, myndlesarar
o.fl.
Windows Win 100 Award
ABIT móðurborðin eru að mati
sérfræðinga ein þau bestu I dag.
HUGVER
Betri vara - betra verð
Vitastígur 12 • Sími 562 0707 • www.hugver.is