Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 7

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 7
Stelpurnar segja að í námskeiðinu hafi verkefnin verið af margvís- legum toga, svo sem um fátækt, steranotkun og stríð, en hjá þeim kom aldrei annað til greina en að fjalla með einhverjum hætti um kynjamisrétti. „Þetta byrjaði með því að aðra okkar dreymdi furðulegan draum. Að hún sæi forsíðumynd af Vig- dísi Finnbogadóttur, en yfir myndinni hvíldi skuggi af karli nieð pípuhatt. Þá fannst okkur að við yrðum að fjalla um eitthvað tengt kynjunum og kynjamisrétti. Grafísk hönnun snýst um skila- boð og okkur finnst miklu skemmtilegra að fjalla um það sem máli skiptir, svosem að stöðva ofbeldi á heimilum fremur en að vekja athygli á einhverjum tilboðum í stórmarkaði." Spjöldin sem eru verkefni Sól- veigar og Sigrúnar eru eftirlíking þeirra stofnanalegu spjalda sem má fá á hótelum og víðar og bera skilaboðin „Ónáðið ekki“. í fjar- lægð sér rnaður ekkert óvenjulegt, en þegar nær er komið blasa óhuggulegar myndir við: Kona nreð hönd í fatla, drengur með glóðarauga, lítil stúlka sem blæðir ur. Textinn undir: „Þetta var mér nð kenna“, „Við vorum óþæg“ og „Þetta er leyndarmálið okkar...“ það á engin skilið að vera lamin „I skjóli friðhelgi einkalífsins og heimilanna á sér nefnilega margt neikvætt stað líka. Heimilisof- beldi kemur öllum við, en það er tabú. Hingað til hefur ofbeldis- hneigðum körlum leyfst að leggja heimili sín í rúst án þess að nokk- Ur skipti sér af því vegna svona osýnilegs skiltis á hurðinni. En við hvetjum til þess að skiltin séu virt að vettugi. Okkur á ekki að vera sama um náungann," segja stelpurnar og bæta við: „Textarnir neðst eiga að virka þveröfugt á iesendur. „Þetta var mér að kenna“ er það sem konur sem verða fyrir ofbeldi hugsa gjarnan, en allir aðrir sjá að það er fráleitt. Það á engin skilið að vera larnin." Aðspurðar um hvernig hægt verði að nýta hugmyndina segja Sólveig og Sigrún að markmiðið se auðvitað að vekja umræðu, en ðreifing spjaldanna verði mögu- Hingað til hefur ofbeldishneigðum körlum leyfst að leggja heimili sín í rúst án þess að nokkur skipti sér af því vegna svona ósýnilegs skiltis á hurðinni leg með því að gera þau að ein- hvers konar flugritum. Hugmynd sína hafa þær Sólveig og Sigrún þegar kynnt fyrir Kvennaathvarf- inu og boðið þeim hana gegn vægu gjaldi til þess að vekja at- hygli á baráttumálum þeirra. Ahrifaríkast sé auðvitað að hengja þau á hurðahúna, en það sé hins vegar nokkrum vandkvæðum bundið. „Við lentum í standandi vandræðum með að fá að mynda spjöldin á hurðahúnum fyrir verkefnamöppuna okkar. Jafnvel þó að við værum augljóslega að vinna þetta verkefni og það væru ættingjar okkar sem við vildum mynda hurðahúnana hjá, þá vildi fólk ekkert með þetta hafa. Það óttaðist að fá á sig þennan ógeð- fellda stimpil: „Ónáðið ekki! Hér inni er maður að berja konuna sína.“ Það sýnir að skilaboðin komast til skila."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.