Vera


Vera - 01.06.2002, Page 11

Vera - 01.06.2002, Page 11
skoðanabræðra eða hvoru tveggja. Mér finnst líka mjög mikilvægt að eyða allri ómálefnanlegri gagnrýni um kon- ur í pólitík. Einhvern tíman í miðri kosningabaráttunni stóð ég sjálfa mig að því að verja Ingibjörgu Sólrúnu þeg- ar ég heyrði sagt um hana að hún væri bara „dæmigerð kona með ávísanahefti". Þetta ásamt svo mörgu öðru eru dæmi um það sem við konur getum breytt sjálfar. Réttindi karlmanna Annað málefni sem brennur mjög mikið á mér eru rétt- mdi feðra til að umgangast og ala upp börnin sín en það eru ekki nema rétt rúm 20 ár síðan að þeir töldust ekki eiga neinn rótt til umgengni við börnin sín nerna þeir væru giftir barnsmóðurinni. Mér finnst stundum eins og réttindi karlmanna gleymist í jafnréttisumræðunni en ég tel afar mikilvægt að við konur sem erum að berjast yfrir jafnrétti látum karlmennina skilja að þeir hafi líka mikilla hagsmuna að gæta. Það gerum við með því að tala líka um réttindi karla gagnvart börnum sínum og heimili og með því að breyta aðeins um áherslur í umræðunni um ofbeldi gagnvart konum. Þetta er ekki bara spurning um að kon- ur berjist gegn þeim körlum sem beita þær ofbeldi heldur þurfa konur og karlar að berjast í sameiningu gegn þess- um afstyrmum sem beita konur ofbeldi, hvort sem það er líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Það örlar stundum á því í umræðunni um þessi mál að allir karlmenn séu sett- lr 1 þennan flokk afstyrma en það tel ég vera afar rangt og ovænleg aðferð til að ná árangri. Kynferðisafbrot I sambandi við dóma í kynferðisafbrotamálum þá er það uiín skoðun að þarna þurfi löggjafinn að grípa inn í. Hæstiréttur er smám saman búinn að þyngja dómana en su þróun gengur hægt og dómar í kynferðisafbrotamálum eru langt frá því að vera í samræmi við aðra málaflokka, eins og fíkniefnaafbrot. Þó ég sé ekki mikill talsmaður þyngri dóma þá verður að ríkja samræmi þarna á milli og e8 velti fyrir mér hvaða skilaboð við erum að senda út í samfélagið með því að dæma mann í 12 ára fangelsi fyrir mnflutning á e-töflum á meðan maður sem nauðgar konu a svo hrottafenginn hátt að það er varla hægt að lesa dóm- mn án þess að kúgast, fær þrisvar til fjórum sinnum lægri dóm. Afhverju Sjálfstæðisflokkurinn? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á pólitík og þegar ég var í 5- bekk MR ákváðum ég og vinkona mín að taka viðtöl við formenn allra ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna fyrir skólablaðið og nota þannig tækifærið til að kynnast hug- ntyndafræði hvers og eins flokks. Guðlaugur Þór, formað- ur ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins, sá að þarna voru á ferðinni tvær ungar stúlkur með brennandi áhuga a Pólitík og lagði sig allan fram um að vinna okkur á sitt hand. Hann bauð okkur til dæmis að koma á landsfund hokksins til að kynnast betur stefnunni og hvernig þetta 8engur nú allt saman fyrir sig og ég hef verið í flokknum S1ðan. Þetta var erfitt val enda kem ég úr frekar vinstri S1nnaðri fjölskyldu. Þessi grunnhugmynd um að einstak- lingarnir eigi að fá að skapa sér sitt líf sjálfir, svo lengi Sem þeir hafa sömu lækifæri, róði úrslitum. Hún samrým- Þessi grunnhugmynd um að einstaklingarnir eigi að fá að skapa sér sitt líf sjálfir, svo lengi sem þeir hafa sömu tækifæri, réði úrslitum. ist minni lífsskoðun og þess vegna lít ég til dæmis á það sem algjört grundvallaratriði að allir á Islandi njóti sömu tækifæra til menntunar. Frelsið er einskis virði ef fólkið hefur ekki sömu tækifæri til að skapa sér líf sitt sjálft. í kosningabaráttunni var flokkurinn gagnrýndur harkalega fyrir kvennahátíðina svokölluðu og heimasíðuna xxxd.is. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? Þetta var að vissu leyti makleg gagnrýni enda held ég að mér sé óhætt að segja að um klúður hafi verið að ræða. Vegna samskiptaleysis í undirbúningi frótti ég til dæmis ekkert af þessu fyrr en deginum áður. Ég mætti ekki á kvennahátíðina enda var ég að taka þátt í kosningabar- áttu, ekki tískusýningu og mætti því frekar á kosninga- fund. Flestar ungu konurnar í flokknum höfðu takmark- aðan áhuga á þessu kvöldi en þess má hinsvegar geta að auglýsingin var ekki í samræmi við það hvernig kvöldið hafði verið hugsað, Inga Jóna Þórðadóttir átti til dæmis upphaflega að flytja pólitíska ræðu þarna. Hvað varðar heimasíðuna þá var hún sett upp án nokkurra tengsla við flokkinn eða Valhöll og óg veit ekki einu sinni ennþá hverjir stóðu þar að verki en þeir sem sáu um að stjórna kosningabaráttunni létu loka þessari síðu. Hvernig er að vera ung kona í Sjálfstæðisflokknum? Það er gaman enda tekur flokkurinn ákaflega vel á rnóti ungum konum. Þær segja mér það konurnar sem hafa ver- ið þarna lengur en ég og voru til dæmis í Sjálfstæðum konum, að flokkurinn hafi tekið stakkaskiptum á síðast- liðnum 10 árum enda fer konum sífjölgandi innan hans. Ég hef ekki orðið vör við mismunun af neinu tagi og ekki rekist á neitt glerþak, allavega enn sem komið er. Þangað til það gerist ætla ég heldur ekki að skemma fyrir sjálfri mér með því að vera að búast við einhverju glerþaki. Ég finn ekki alveg minn stað í Heimdalli þar sem mikil frjáls- hyggjusjónarmið eru ráðandi, sem mér finnst ekki sam- ræmast jafnréttishugsjóninni eða mínum pólitísku skoð- unum en ég finn alveg rninn stað innan flokksins. Það að hafa verið boðið 9. sæti á lista flokksins til borgarstjórnar- kosninga var alveg gríðarlega gott tækifæri sem ég greip og ætla að reyna að gera hið besta úr, bæði fyrir mig og borgarbúa. Pólitíkin á örugglega alltaf eftir að verða part- ur af lífi mínu en hins vegar reikna óg ekki með að ég muni gera hana að ævistarfi. Nú stefni óg bara á að klára eitt það mikilvægasta og skemmtilegasta í lífi mínu, það er að segja lögfræðina og svo ætla ég mér í framhaldsnám í þjóðarrétti innan fárra ára. Hitt verður tíminn svo bara að leiða í ljós. 11

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.