Vera


Vera - 01.06.2002, Page 14

Vera - 01.06.2002, Page 14
vera kariveran SVERRIR JAKOBSSOIM ER MA I SAGNFRÆÐI OG HEFUR LAGT SÉRSTAKA ÁHERSLU Á ÍSLENSKA MIÐALDASÖGU í RANNSÓKNUM SÍNUM. HANN SINNIR STUNDAKENNSLU í HÍ ÁSAMT ÞVÍ AÐ VINNA AÐ DOKTORSRITGERÐ. SVERRIR HELDUR ÚTI PÓLITÍSKU VEFRITI SEM KALLAST MÚRINN, ÁSAMT NOKKRUM SKOÐANABRÆÐRUM OG -SYSTRUM SÍNUM. VERA HEFUR TEKIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ SJÓNARMIÐ FEMINISTA EIGA UPP Á PALL- BORÐIÐ HJA MURNUM OG TOK ÞVÍ SVERRI TALI ENID BLYTON ÁHRIFAVALDUR Ég lít ekki á mig sem femínista. Ég er jafnróttissinni og þá er ekki hægt annað en að styðja femínisma líka. Fyrir mér er femínismi hluti af annarri jafnrétt- isbaráttu. Það er órökrétt að vera femínisti, en styðja kúgun af öðru tagi. A sama hátt gengur það ekki upp að berjast fyrir félagslegu jafnrétti án þess að styðja líka jafnrétti kynjanna. Ég sé ekki að jafnrétti verði milli stétta eða milli kynþátta nema femínismi nái líka fram að ganga. Ég varð jafnréttissinni þegar óg var barn og las bækur Enid Blyton. Þar voru stelpurnar skildar eftir þegar strákarnir fóru að gera eitthvað og mér fannst það óréttlátt. Það var auðvitað auðvelt að taka eftir asnalegu karlrembunni og asnalega rasismanum í þessum gömlu bókum. Ég var jafnréttissinni af gamla skólanum og vildi jafnrétti allstaðar. Mamma hefur líklega einnig stuðlað að jafnréttisuppeldi með því að spila „Áfram stelpur" fyrir okkur strákana. Þannig síast ýmislegt inn. Viðhorf mín hafa líka breyst með aldrinum, maður sér meira af lífinu. Ég hélt lengi vel að breytingar í jafnréttisátt gerðust af sjálfu sér og að ástandið væri nokkuð gott. Þá var óg ósammála sumu af því sem kvennalistakonur sögðu um „kvenleg gildi“ sem mér fannst ekki endilega kvenleg. Núna tel ég hins vegar að femínisminn hafa ekki gengið nógu langt. SKEGGJAÐIR KARLAR FYRRI ALDA Ég kenni sögu fyrri alda og það hefur ennfremur mótað viðhorf mín. Ég tek eftir að stelpurnar hafa rnikinn áliuga á þeim örfáu verkefnum sem snúast um konur. Hluti af ástæðunni er líklega sá að þser langar til að sinna kvennahlutanum sórstaklega, en svo getur einnig verið að þær finni sig ekki í hefðbundinni sögu fyrri alda, geti ekki tengt sig við þær valdastéttir karlmanna sem mest ber á í sögubókum. Mér finnst jákvætt þegar ég sé konur ryðja sór til rúms á karlasviðum. Það er árangur sem hægt er að mæla. Þess vegna styð ég kvennafótbolta og kvenna- glímu, líka að konur taki meirapróf. Að breyta gildunum er lúmskara og erfitt að segja fyrir um hvar

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.