Vera - 01.06.2002, Síða 15
ÉG HELD AD ÞAD SÉ AÐ MÖRGU LEYTI SIUJÖLL MÁLGUIU HJÁ
KVEIUIUAHREYFIIUGUIUIUI AD BENDA Á AD FEÐRAVELDIÐ
SKAÐI KARLMENN LÍKA
Mynd: Þórdís
það byrjar. Mér finnst nauðsynlegur áfangi að konur
séu ráðherrar, þó þær sem nú eru í ríkisstjórn standi
sig ekki vel. En það er í lagi, því konur eiga að hafa
jafnan rétt á við karla til að vera lélegir stjórnmála-
menn.
Ójöfnuðurinn í atvinnulífinu er hins vegar svo
mikill að eingöngu það að berja í brestina verður
nægt verkefni á næstu árum.
HALTU KJAFTI OG VERTU SÆT
Á áttunda áratugnum börðust kvenréttindakonur
gegn fegurðarsamkeppnum með góðum árangri. Þær
bentu réttilega á að keppnir af þessu tagi snúist ekki
um annað en að ungar konur sýni fram á að þær séu
vænleg konuefni, kunni að halda kjafti og vera sætar.
Síðan fór umræðan um þessar keppnir út af
sporinu, markaðsmenn fengu fegurðardrottningar til
að kynna íslenskan fisk á alþjóðlegum vettvangi. Það
átti að auka sölumöguleika hans verulega ef sýnt
væri fram á að fiskneysla gerði konur fallegar, bros-
mildar og auðsveipar. Fegurðarsamkeppnir urðu
þannig að markaðstæki til að auka hagvöxt og fram-
leiðni, auk þess sem að þær fengu þjóðlegan tilgang:
Að kynna íslenskar afurðir erlendis.
Allt tengist þetta að sjálfsögðu uppgangi nýfrjáls-
hyggjunnar. Allt er söluvara og ef úreltar hugmyndir
um konur sem sýningargripi „selja“ erlendis þá hljó-
ta þær að vera af hinu góða. Hingað til hefur kven-
réttindahreyfingin ekki náð vopnum sínum gegn
þessum nauðhyggjurökum markaðssinna, enda er
það erfitt ef fallist er á þau að öðru leyti.
MÚRINN.IS
Múrinn er ekki femínískt vefrit, þó við höfurn jafn-
réttissinnaða afstöðu. Við boðum hana misoft.
Kannski vanrækjum við hana miðað við hvað við
gætum gert. Það er svo margt annað sem brennur á
okkur.
Þegar við fórum af stað kom fyrir að við vorum
gagnrýndir íýrir að vera ekki með stelpu í ritnefnd.
Sú gagnrýni á kannski að sumu leyli rétt á sér, en að
sumu leyti á hún það ekki. Femin.is er ekki meira
jafnróttisafl heldur en Múrinn eingöngu fyrir að hafa
fleiri konur í ritstjórn.
EIGA KYIMJAKVÓTAR RÉTT Á SÉR?
Ég hef starfað í flokki með kynjakvóta og í flokki þar
sem ekki var talið þörf fyrir slíkan kvóta. í
Alþýðubandalaginu var kynjakvóti, líkt og nú er í
Samfylkingunni. Þar þurfti sjaldan að beita kynja-
kvótanum ]jví að menn vissu af honum og studdu
því konur í kosningum. í Vinstrihreyfingunni-grænu
framboði er ekki talin þörf á slíkum kvóta. Þar vona
menn að nú sé staðan orðin þannig að þess þurfi
ekki.
Ástæðan fyrir slíkum kvótum er einfaldlega sú að
það er eitthvað að þegar ekki er jafnt hlutfall kynjan-
na í áhrifastöðum. Þá eru ekki hæfustu einstaklin-
garnir valdir til áhrifa, því að þeir eru ekki allir kari-
rnenn. Þegar kerfi er hannað þannig að konur gefa sig
ekki að því, þá þarf að athuga hvað er að, hvort sem
það er þátttaka í umræðuþáttum eða stjórn-
málaflokkum. Spurningin verður að vera sú, hvað er
það sem veldur því að það þyrfti að hafa kvóta. Ef
menn nálgast hlutina þannig eru þeir einhverju nær
í að bæta misréttið, hitt er afneitun.
Stelpur eru alltof fáar meðal ungliða stjórn-
málaflokkanna. Eitthvað er því ekki nógu hvetjandi
fyrir þær og þarf að vinna í því. Ungar konur sem
gefa sig í stjórnmál eiga líka á hættu að vera settar í
öll embætti, gleyptar með húð og hári. Það eru
kannski forréttindi að vera karl í stjórnmálahreyfin-
gu og geta verið þar án þess að vera píndur í fram-
boð. Það eru nógu margir karlar um hituna. Það er
verkefni fyrir pólitískt uppeldi næstu kynslóða að
breyta forsendunum þannig að stelpur vilji taka þátt
og geti gert það á sömu forsendum og strákarnir.
MISRÉTTI OG FORRÉTTINDI
Oll kúgunartæki bitna á þorra fólks. Ég held að það
só að mörgu leyti snjöll nálgun hjá kvennahreyfing-
unni að benda á að feðraveldið skaði karlmenn líka.
Þá virkja þær karlmennina. En þótt það sé sjálfsagt
að reyna að eignast bandamenn, þá held ég að karl-
menn muni aldrei bera uppi kvennabaráttuna.
Vinstrimenn eru ekki alltaf jafnréttissinnar á
öllum sviðum, þeir einblína stundum á stéttakúgun
heirna fýrir og gleynia til dæmis kúgun ríkra þjóða á
fátækum. Sú hreyfing er öflugust sem gerir sér grein
fyrir að misrétti hegðar sér ailtaf eins. Ég sé mikil
tengsl milli þess að berjast gegn misrétti
þjóðfélagshópa og gegn kynjamisrétti.
Mín forréttindi eru meiri en svo að ég liafi
eingöngu forréttindi fram yfir konur. Það eru vissu-
lega forréttindi að vera karlmaður en það eru líka
forróttindi að tilheyra ríkri þjóð, þar sem menntun
og félagsleg þjónusta eru á háu stigi. Við Islendingar
lilheyrum hinum lánsömu 10% jarðarbúa og íslen-
skir karlmenn hinum lánsömu 5%. Slíkt lán við
fæðingu leggur fólki skyldur á herðar. Uppgangur
sérliyggjunnar hefur hins vegar snúið þessu í að
menn hlakka yfir heppni sinni. Og jafnvel er litið á
þessa heppni sem sjálfsagðan rétt. Það er ábyrgðar-
leysi senr fyrr eða síðar mun korna mönnurn í koll.
Múrinn - vefril um þjóðmál, pólitík og menningu - er
gefinn út af Málfundafélagi úngra róttæklínga
(M.Ú.R.).
http://www.murinn.is
15