Vera


Vera - 01.06.2002, Qupperneq 24

Vera - 01.06.2002, Qupperneq 24
vera Svona eiga konur að vera stúlkum er lögð áhersla á útlit en strákum er hrós- að fyrir afrek. Þetta hefur mótandi áhrif á kynin og sjálfsmynd þeirra. Það er áhugavert að hlusta á ung- linga tala um hvað þeim finnst vera mikilvægur þáttur af persónuleika þeirra. Þegar ég hef beðið unglinga að nefna eitt atriði sem þeim finnst vera jákvætt við þau sjálf tala ungar stúlkur undantekn- ingalaust um eitthvað sem viðkemur útliti þeirra. Strákar, á hinn bóginn, nefna í flestum tilfellum eitthvað sem lýsir afrekum þeirra (í íþróttum, námi eða listum). Feministar hafa fært rök fyrir því að mikilvægi fegurðar í sjálfsmati gagnkynhneigðra kvenna sé vegna þess að konur eru hlutgerðar á meðan karlmenn eru gerendur í sínu lífi. Sjálfsmynd gagnkynhneigðra kvenna Flest fólk elst upp við það að finnast gagnkyn- hneigð vera hin „náttúrulega" kynhneigð sem við þurfum ekki að velta vöngum yfir. En á síðustu ára- tugum hefur verið mikið rætt um hlutskipti gagn- kynhneigðra kvenna og þá sérstaklega í ljósi þess hver staða þeirra sé í samskiptum við hitt kynið. I ritum ýmissa (róttækra) lesbískra kvenna er því haldið fram að gagnkynhneigðar konur muni aldrei njóta jafnréttis í sambandi sínu við karlmenn. Þeirri hugmyndafræði er haldið á lofti meðal margra að gagnkynhneigð kona sé ávallt skilgreind út frá stöðu sinni og samskiptum við karlmenn. Sem börn erum við dætur, sem unglingsstelpur verðum við kærustur, í hjónabandi erum við eiginkonur og síð- ar mæður. Hlutverk gagnkynhneigðra kvenna er því á veigamikinn hátt skilgreint út frá því að vera í hlutverki þiggjanda fremur en geranda. Því var löngum haldið fram að konur gætu aldrei losað sig undan kúgun karlaveldisins á meðan þær ættu í ástarsambandi við karlmenn. A síðustu áratugum hefur þessi hugmynda- fræði verið gagnrýnd harkalega og gagnkyn- hneigðir, kvenkyns feministar barist fyrir því að vera metnar þrátt fyrir að eiga í ást- arsamböndum við karl- menn. Umræður hafa átt sér stað um það hvern- ig beri að skilgreina stöðu gagnkynhneigðra kvenna í kynlífssam- böndum við karlmenn. Margir hafa haldið því fram að konur verði ávallt í þeirri stöðu að vera „undirlægar" á sviði kynlífs, því þær hafi ekki „frjálsan“ vilja til að velja í sam- skiptum sínum við karlmenn. Þeir sömu Sem börn erum við dætur, sem unglings- stelpur verðum við kærustur, í hjóna- bandi erum við eig- inkonur og síðar mæður. Hlutverk gagnkynhneigðra kvenna er því á veigamikinn hátt skilgreint út frá því að vera í hlutverki þiggjanda fremur en geranda. halda því fram að konur eltist við að uppfylla mik- ilvægi þess að vera fallegar og kynþokkafullar fyrir karlmanninn. Hefur kvenréttindabaráttan ekki komið okkur út úr þeim vítahring að láta okkar aðal markmið í lífinu vera að mæta og fullnægja þörfum karlmanna? Ef við greinum þá þróun sem átt hefur sér stað í mörgum samfélögum þar sem konur sækj- ast eftir því að fá sér silíkon á alla líkamsparta til að vera „kynþokkafullar", þá hafa feministar í aukn- um mæli mótmælt þessari kvöð sem konum er gert að búa við. Eða hefur kvenréttindabaráttan tryggt okkur það frelsi að velja hvernig við viljum vera? Því vaknar sú spurning í huga mér hvort að fem- inisti megi vera með silíkon í brjóstum eða á öðrum líkamshluta. Er okkur leyfilegt að útiloka vissan hluta kvenna frá feminískum vangaveltum vegna þess að þær passa ekki inn í þá formúlu sem við höfum búið til um það hvað teljist vera feministi? Frelsi til að vera falleg Þessi umræða er eflaust umdeilanleg og erfitt að finna einhvern einn snertiflöt. Eg tel hins vegar nauðsynlegt að við endurskoðum og gagnrýnum þann hugsunarhátt sem á sér stað í dag. Eins og ég hef greint frá þá var löngum talið að gagnkyn- hneigðar konur væru ekki sannir feministar vegna þess að þær ættu í ástarsambandi við karlmenn og að gagnkynhneigð væri hornsteinn karlaveldisins. Hins vegar hefur sagan sýnt fram á að konur jafnt og karlmenn geta barist fyrir jafnrétti þrátt fyrir að vera þátttakendur í því kerfi sem byggist á karla- veldi. En á þessi röksemdafærsla við í þeirri um- ræðu sem á sér stað í dag um fegurð, kynþokka og silíkon? Eins og Þorgerður Þorvaldsdóttir greindi frá í grein sinni í síðasta tölublaði Veru þá hafa margar konur gagnrýnt innlegg feminista í umræð- una um fegurð og berjast fýrir fresli til að vera fallegar. Að sjálfsögðu er mjög mik- ilvægt að horfa gagnrýnum augum á það sem á sér stað í kringum okkur og greina þá þunnu línu sem aðskilur frelsi frá kvöð. A sama tíma er jafn mikilvægt að við búum til svigrúm fyrir margbreyti- leika og stefnum að því að konum (óháð kynhneigð og útliti) sé gert kleift að fá að velja. Þetta val er að sjálfsögðu ekki frjálst né óháð og hvort sem við höfnum eða samþykkjum gildandi reglur um feg- urð og kynþokka erum við óhjákvæm- lega alltaf þátttakendur í þessu leikriti á einn eða annan hátt. Grein þessi er byggö á námsritgerö höfund- ar er nefnist „Telling it straigt from a grrls perspective“ viö University van Amsterdam haustiö 2001.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.