Vera


Vera - 01.06.2002, Page 27

Vera - 01.06.2002, Page 27
stýra unglingatímaritsins J-17 tók við starfi hennar. Nú er ljóst að aðgerðir Jones nutu mikils stuðn- ings meðal lesenda hennar. Blað- ið sem hafði Sophie Dahl á forsíð- unni seldist tvisvar sinnum betur en Pamelu Anderson útgáfan og lesendabréf hrúguðust inn á skrif- stofu Marie Claire þar sem lesend- ur lýstu yfir ánægju yfir framtaki blaðsins. En þetta reyndist þó ekki duga til. Tískuiðnaðurinn hagnast Markaður kvennablaða er íhalds- samur (eða væri afturhaldssamur kannski rétta orðið). Rannsóknir hafa sýnt að sjálfsálit kvenna hrynur eftir að hafa flett í gegnum kvennablöð. Kvennablöðin selja sig nefnilega með því að benda á hvað er að líkömum og útliti og hegðun lesenda og benda síðan á leiðir til þess að bæta úr því. Aug- lýsendur þrífast á þessum nei- kvæða markaði. Greinar blaðanna tala um mikilvægi þess að vera alltaf sæt og á næstu blaðsíðu birt- ist heilsíðuauglýsing um varalit- mn eða ilmvatnið sem akkúrat á að hjálpa lesanda til að ná þessu takmarki. Auglýsendur (framleið- endur tískuvaraj vilja ekki að les- endur lesi blöðin til þess að þeim líði betur með sjálf sig. Lesendur myndu auðvitað ekki þjóta út í búð til að kaupa nýjasta varalitinn frá Lancome ef greinarnar í blöð- unum bentu á að þær séu sætar eins og þær eru. Tilraun Jones til þess að breyta markaðnum var því dæmd til að mistakast. Þótt lesendur vilji breytingar, þá kaupa þeir ennþá blöðin eins og þau eru sett upp í dag. Reyndar hefur það sýnt sig að kvennablöð sem gera breytingar á forsíðum (þ.e.a.s. nota öðruvísi fyrirsætur á forsíðunni, svo sem eldri konur eða karla) seljast ekki jafnvel og blöðin sem hafa gullfal- lega og anorexíska stúlka í for- grunni. Og tískuiðnaðurinn hagn- ast allur á núverandi ástandi í kvennablöðunum. Er hægt að breyta kvennablöð- unum og kærum við okkur yfir- leitt um það? Var tilraun Jones til breytinga lofsverð eða tilgangs- laus? Þessar spurningar og fleiri þurfa að brenna á vörum okkar þegar við hugsum um kvenna- blöðin. Eins og staðan er í dag þá er markaður kvennablaða sá eini sem hannaður er af konum fyrir konur. Þetta er staðurinn þar sem rödd kvenna ætti að heyrast sem hæst en virðist þó vera staðurinn þar sem rödd kvenna er kaffærð undir rödd markaðarins um hvað konur þurfa lífsnauðsynlega á að halda til að vera til. Miklar breyt- ingar þurfa að verða á kvenna- blöðum þar til þau geta talist vera kvenvæn. En þangað til getum við yljað okkur við tilhugsunina um ritstýruna sem reyndi að breyta lieiminum en tókst ekki. Grein Liz Jones þar sem hún gerir upp þessa baráttu sína er að fínna á bresku heimasíðunni www.temail.co.uk. Kvennablöðin selja sig nefnilega með því að benda á hvað er að líkömum og útliti og hegðun lesenda og benda síðan á leiðir til þess að bæta úr því. Bríet mælir með: 19. júní. Hinn eini, sanni, íslenski kvennadagur. Áfram konur! Tíkin.is. Núna er loksins búið að opna umræðuvef á netinu um kvenréttindamál. Þetta er allt skref í rétta átt! Bríet mælir á móti: Falun Gong klúðrinu. Þótt langt sé um liðið síðan öll hringavit- leysan liófst með komu kínverska forset- ans til landsins, þá verðum við ennþá reiðar þegar við hugsum um þau mann- réttindabrot sem voru framin á Islandi af Islendingum þessa daga. Ung, einhleyp og barnlaus - lokaorð Bríet vill biðjast afsökunar á því að enda vantaði á greinina „Ung, einhleyp og harnlaus" sem birtist á þess- ari síðu í síðasta tölublaði Veru. Okkur langar hér með að birta endann sem upp á vantaði! Staðreyndin er sú að sífellt fleiri konur kjósa að eignast aldrei börn. Tölur frá Bandaríkjunum og Bretlandi frá árinu 1996 gefa til kynna að 20 prósent kvenna í þeim löndum munu aldrei eignast börn. Sérfræðingar telja að árið 2015 mun sú tala vera komin upp í 33 prósent. Og er barnleysi jafn tabú umræðuefni. Með því að lýsa yfir ósk sinni um barnleysi á kona á hættu að teljast ókvenleg, ómóðurleg, ósamfélagsleg, óþjóðleg, óyndisleg. En hvað með það að ég kjósi ekki að eignast börn. Ég er aðeins ein af hundr- uðum Jjúsunda sem hafa tekið Jíessa ákvörðun. Nú er að vaxa úr grasi kynslóð kvenna sem í fyrsta skipti getur gert hvað sem hún vill og komist eins langt og hún vill. Af hverju - nú vegna þess að þær eiga ekki börn. Sama hvað feministar níunda og tí- unda áratugarins reyndu að halda Jrví fram að konur gætu ver- ið ofurkonur, unnið fullan vinnudag, stefnt að frama í starfi, lialdið góðu sambandi við vini og ættingja og séð um allt heim- ilið og öll börnin þegar hún kæmi heim, þá er þessi kona ekki til. Mikill meirihluti kvenna á ísiandi sem eiga börn og mann vinna hlutastarf tii að geta sinnt heimilinu. Og því miður er ekki enn algengt að karlinn taki að sér heimilis- og uppeldis- störfin svo að konan geti sinnt framanum. Hlutverk uppalanda er tímafrekt og krefst allrar athygli þeirra sem taka það að sér, hvort sem það er móðirin eða faðir- inn. Og á hverju ári fjölgar þeirn sem kjósa það að eyða tíma sínum í annað, hvort sem það er frami, ferðalög eða vinir. Ég er ung, einhleyp og barnlaus. Og mér finnst það gaman. 27

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.