Vera


Vera - 01.06.2002, Síða 30

Vera - 01.06.2002, Síða 30
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Mynd: Þórdís rc w <U > 30 Fyrir þrettán árum klukk- an tvö um nótt gekk Susie Hewson, tveggja barna heimavinnandi móðir í Bretlandi, um gólf með grátandi son sinn sem enn einu sinni hafði fengið bleyjuútbrot vegna bréfbleyjanna sem hún notaði á hann. Susie fylltist gremju. Hún var viðloð- andi umhverfissamtök og vissi hvaða usla bréfbleyjurnar ollu úti í náttúrunni. Allar heimsins bl- eyjur og öll heimsins dömubindi voru við það að kaffæra jörðina, en eins og margir fann Susie til vanmáttar gegn ástandinu. Allt í einu þyrmdi það yfir hana að það væri rangt að horfa alltaf á hvað vandamálið væri yfirþyrmandi stórt og óleysanlegt í stað þess að leggja sitt af mörkum. Það eru ein- staklingar sem skapa hópa og ein- staklingar hafa áhrif. í dag er vörumerki hennar, Natracare, selt í 25 löndum. „Eg ákvað að búa til mínar eig- in vörur,“ segir Susie. „Eg hafði verið ákaflega umhverfissinnuð um margra ára skeið og það var sennilega reiðin sem rak mig á- fram. Eg vissi af fjölda kvenna og barna sem þjáðist af ofnæmisvið- mám> áfram rætt við Susie Hewson stofnanda Natracare brögðum vegna bleyja og dömu- binda sem innihalda alls konar eiturefni, fyrir utan hvað þetta ó- hemju magn sem notað er, gerir náttúrunni. Díoxínmengun er eitt af helstu umhverfisvandamálum heims og stór hluti díoxíns verður til við bleikingu ýmissa afurða með klór, t.d. trjákvoðu sem er svo notuð við framleiðslu tíða- tappa og dömubinda. Eg ákvað þarna um nóttina að búa til vöru úr lífrænni bómull sem mengaði ekki, og ég stóð við það.“ Það tók Susie minna en ár að koma fyrirtækinu á laggirnar. Hún skrifaði öllum stórmörkuð- um til að kynna dömubindi sem höfðu fengið hið sjálfsagða nafn Natracare. Hún vissi að margar konur hafa áhuga á því að nota vörur sem menga ekki og spyrja því um og leita að vinalega andlit- inu sem tryggir að þær séu um- hverfisvænar. I kjölfarið fylgdu margnota umhverfisvænar bleyj- ur og barnakrem. Hún beitti sér líka fyrir því að láta kanna á óháð- an hátt hvaða efni væri að finna í vinsælustu dömubindunum á markaðnum og boðaði forstjóra fyrirtækjanna á ráðstefnu þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Enginn þeirra mætti, en hver um sig sendi lögfræðinga sína til þess að segja Susie til syndanna. „Þeim líkaði ekki það sem ég var að gera,“ segir Susie og brosir dauflega. „Eg fékk ótal hótunar- bréf sem áttu að fá mig ofan af þessu og varð svolítið hrædd á tímabili, þar sem mér fannst ég hafa lítið í þessa risa, en þeir láta mig alveg í friði núna.“ Þurfum ekki svona mikið plast Fjöldi kvenna finnur til óþæginda af notkun tíðatappa eða dömu- binda, s.s. sveppasýkingar, erting- ar, kláða og sviða. I Natracare eru hvorki erfðabreytt né klórbleikt efni og ólíkt mörgu öðru eru Natracare vörurnar lausar við gerviefni, tilbúin límefni, plast-, húðunar- eða ilmefni. Þau eru framleidd með límrönd sem „andar" og hleypir lofti í gegn auk þess sem í Natracare eru hvorki rakadræg akrýlefni né plasthúð sem liggur næst húðinni en slík efni geta valdið ertingu. „Við þurfum ekki svona mikið plast í þessar vörur,“ segir Susie og brýnir raustina. „Ef þú ert kona á blæðingum og þú þarft raun- verulega svona mikið plast til þess að taka við blóðinu, þá ætt- irðu að vera hjá lækni.“ Aður- nefnd gervi- og plastefni brotna annað hvort alls ekki eða mjög seint niður í náttúrunni og geta jafnvel haldist í upprunalegu formi í hundruð ára. Þróun Natracare markar stórt skref og bindin eru að langmestu leyti (um 95%) unnin úr efnum sem á skömmum tíma brotna niður í líf- rænu umhverfi. „Konur þurfa að vita hvað þær eru að nota,“ segir Susie. „Fólk á að vera meðvitaðra um það sem verður um ruslið þegar það er hirt. Það hverfur ekki úr tunnun- um sisona, heldur mengar það umhverfi okkar.“ Konur gleyma ekki að þær séu á blæðingum Susie segir að það sé augljóst að það eru karlar sem hanna dömu- bindi almennt. Viðhorfið sem birtist í því sem auglýsingarnar segja er: „Settu á þig dömubindið og það er svo þunnt að þú finnur ekki fyrir því að þú sért á blæð- ingum. Settu það á þig og gleymdu því.“ Susie segir að þannig sé ekki reynsla kvenna, sama hvernig dömubindi þær nota. „Við vitum þegar við erum á blæðingum og við eigum að vera meðvitaðar um það án þess að þurfa að verða fyrir of miklum ó- þægindum. Við eigum líka rétt á því að vita hvað við erum að nota.“ Susie segir augljóst að þörfin hafi verið brýn vegna þess að nú er Natracare blómlegt fyrirtæki sem selur vörur sínar í 25 lönd- um.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.