Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 32

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 32
vera fe- 1 Elísabet Þorgeirsdóttir 32 Fyrir rúmu ári setti Erla Halldórsdóttir á fót kertagerð fyrir munaðarlausar stúlkur í borg- inni Kampala í Uganda. Erla kynntist vanda götubarna í borginni er hún gerði ítarlega rannsókn á högum munaðarlausra barna vegna alnæmis á árunum 1999 og 2000 þegar hún var að Ijúka námi í félagsmannfræði við bandarískan háskóla þar í borg. Flest börnin hafa orðið munaðarlaus vegna þess að for- eldrar þeirra hafa látist úr alnæmi en sá sjúk- dómur náði hámarki um 1990 og nú eru marg- ir að deyja af völdum hans. Talið er að um 1.7 milljón barna séu munaðarlaus í Uganda í dag og að munaðarlausum börnum muni fjölga mjög á næsta áratug. Uganda er eina landið í Afríku þar sem tekist hefur að fækka nýsmiti alnæmis. Af kynnum sínum af lífi götubamanna sá Erla að þau þyrftu aðstoð til að komast út úr þessum aðstæðum og ákvað að gera eitthvað í málinu sjálf. Hún hefur dval- ið að minnsta kosti þrjá mánuði á ári í Kampala eftir að hún fór af stað með rannsóknina 1999 og náði Vera tali af henni áður en hún hélt þangað í júní en í þeirri ferð ætlar hún að segja frá verkefni sínu á ráðstefnunni Womens World* sem er styrkt af norsku og sænsku þróunarsamvinnustofnununum Norad og Sida. Erla hefur búið í Afríku í mörg ár en maður henn- ar, Gestur Gíslason jarðfræðingur, vann við jarðhita- rannsóknir á vegum þróunarstofnunar Sameinuðu Jjjóðanna, UNDP. Hann er nú starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Þau bjuggu í Honduras í Suður-Amer- íku 1979 til 1981 en voru alls tíu ár í Afríku, voru í Kenya frá 1983 til 1990 og síðan í Uganda en fluttu heim 1994. Erla fór að vinna hjá Sjóvá-Almennum þegar hún flutti heim en ákvað að hætta um síðustu áramót til að geta sinnt hugsjónaverkefni sínu betur. Hún naut sérstakrar velvildar hjá fyrirtækinu vegna ferðalaga sinna á meðan hún vann þar. Heilu fjölskyldurnar dánar úr alnæmi Erla segir að við þær hörmungar sem riðið hafa yfir Austur-Afríku undanfarið vegna alnæmis hafi eigna- réttur riðlast og gamla tryggingakerfi fjölskyldunnar standi ekki undir sér lengur en samkvæmt afrískum siðvenjum tekur fjölskyldan að sér framfærslu barna sem missa foreldra sína. Nú er talið að munaðarlaust barn sé á þriðja hverju heimili í landinu en börnin sem lenda á götunni hafa mörg líka misst móður- og föðursystkini enda er algengt að heilu fjölskyidurnar hafa dáið úr alnæmi. Þá getur verið að ömmurnar standi einar eftir með stóran hóp barnabarna og að * www.makarere.ac.ug/womenstudies/congress2/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.