Vera


Vera - 01.06.2002, Síða 43

Vera - 01.06.2002, Síða 43
kastinu en að lokum var ekkert bil orðið á milli. Hún bara drakk. Ég gat ekkert sagt og ekkert gert. Ég reyndi það ekki einusinni. Hún vissi þetta alveg sjálf.“ Arnfríður klökknar þegar hún talar um þessa vinkonu sína sem áfengið hremmdi. „Hún gat svo miklu, miklu meira hún Ásta mín. Það bjó svo ofsaleg skáldgáfa í henni. Það sem eftir hana liggur er ekki nema brot af því sem í henni bjó. En við vorum vinkonur þar til yfir lauk og ég sakna hennar sárt.“ Ég gekk burt. Þá mætti ég pípuhatti. Hann kom á móti mér í hlykkjum og rykkjum. Góðan dag sagði ég. ..Hver ert þú?“ anzaði hann. Ég er kona sem þú þekkir ekki. Hvar er fólkið og börnin? Þá orgaði hann: „Fífl, ég er allt??? - það er ekkert til nema ég, fíflið þitt.“ Hann hófst á loft, skyggði á sólina. Þá sá ég að hann var padda með stóra bitkróka, mettan kvið. Þröskuldur hússins er þjöl vakti athygli en svo kemur ekkert meira út eftir þig. Er það vegna þess að þú hættir að skrifa eða vegna þess að þú vildir ekki gefa meira út? „Hvort tveggja. Það endaði með því að ég hætti að skrifa." Hver var ástæðan? „Æ, lífið er svo þungt í vöfum stundum og það var það á þessum árum. Ég var afskaplega kraftlítil og ég gat ekki bæði unnið og skrif- að þó að ég væri alltaf að reyna það. Það kom að sjálfu sér og það er alltaf sama sagan: Skáldið lætur í minni pokann.“ Er það lögmálið? „Já“, segir Arnfríður ákveðin. Og þú valdir vinnuna? „Það var ekki val, það var ekki um annað að ræða.“ Fannst þér ekki sárt að hætta að skrifa? „Ég veit ekki hvað maður á að kalla sárt og hvað maður á að kalla einhverju öðru nafni. Það er svo margt sem er sárt. Lífið er sárt. Ég var heilsulítil frá byrjun, það var berklafjandinn, sem hljóp mig uppi hvert sem ég fór og lagði mig með reglulegu millibili þar til mér tókst um síðir að hlaupa hann af mér. Ef þú hefðir verið karl, held- urðu að þér hefði reynst auðveld- ara að helga þig skáldskapnum? „Tvímælalaust. Launamunur kynjanna var náttúrlega eins óhagstæður og hann gat verið, þó að margir karlmenn væru líka mjög illa launaðir og ættu erfitt á þessurn árum. Það er bara þetta með konur að þær láta frekar kúga sig. Karlmaðurinn berst frekar fram í rauðan dauðann. Konur eru líka miklu fremur í einhvers konar fjötrum; ýmist fjötraðar af fjölskyldu eða einstæðingsskap. Kona er undantekningalítið mjög illa sett sem einstaklingur. Ef hún á annað borð leitar á vinnumark- aðinn þá þarf hún helst að vinna daginn út og daginn inn, hverja einustu stund sem hún er á fótum. Það segir almenningsálitið. Konur þurfa líka að gera að minnsta kosti tvöfalt meira en karlar til þess að bera það sama úr býtum. Ég fann þetta. Þetta er svo magnað og inngróið í kynslóðirnar og lífið.“ Hugmyndaríkar konur... — athugið! brautargengi ímpra Impra - þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja heldur námskeiðið Brautargengi fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur: • skrifi viðskiptaáætlun • kynnist grundvallaratriðum stofnunar fyrirtækis • öðlist hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem koma að fyrirtækjarekstri, s.s. stefnumótun, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, verkefnatímum og persónulegri handleiðslu. Tímabil: 4. september til 11. desember 2002. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Impru, Iðntæknistofnun, í símum 570 7267, 570 7100 eða innritun@iti.is. Skráningu lýkur 12. ágúst n.k. Takmarkaður fjöldi. Þátttakendur á Brautargengi eru styrktir af eftirfarandi sveitarfélögum: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Bessastaðahreppi og Seltjarnarnesi.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.