Vera


Vera - 01.06.2002, Qupperneq 44

Vera - 01.06.2002, Qupperneq 44
!! Konur eru líka miklu fremur í einhvers konar fjötrum; ýmist fjötraðar af fjölskyldu eða ein- stæðingsskap. Kona er undan- tekningalítið mjög illa sett sem einstaklingur. En eftir því sem árin hafa liðið og hægst um hjá þér í vinnu, hefur þig aldrei langað til að taka upp pennann? „Eg hef aldrei gert það. Ég hef ekki viljað vera að daðra við skáldskapinn, mér hefur þótt sem ég yrði helst að gefa mig alla að honum.“ Arnfríður hefur aldrei gifst og segist aðspurð um það efni „ekki hafa viljað standa í því“. Hún bjó með móður sinni þar til hún dó. Var hún aldrei skotin í neinum? „Það gat vel verið, að maður væri skotinn í ein- hverjum," segir Arnfríður og glottir. „En ég vissi alveg hvað ég þurfti sjálf og vildi ekki fara að vera upp á karlmann komin með það. Ég leit þannig á að hjónabandið væri hálfgerður þrældómur. Það kom aftur og aftur upp ef ég hugsaði um að gifta mig og eignast börn. Ég þyrfti þá að fara að semja við ein- hvem annan, einhvern karl um að fá tíma til að sinna mínu. Og tíminn er stærðargjöf." Hvað sagði Virginia? Að konur þyrftu peninga og sérherbergi til þess að geta skrifað? „Það er alveg rétt. Það er meira en rétt. Þar stend- ur hnífurinn í kúnni.“ Arnfríður hefur verið láglaunakona alla ævi. Seinni hluta ævinnar vann hún lengst af í afgreiðslu Sundlaugar Reykjavíkur og í Vesturbæjarlauginni, en fyrrum vann hún m.a. á saumastofu þar sem kunnugir segja að allt hafi leikið í höndunum á henni. „Ég var afskaplega lélegur vinnukraftur," segir Arnfríður. „Berklarnir eru þannig að stundum er talið bráðnauðsynlegt að maður fari á hæli og lifi þar letilífi til þess að verða hraustur á ný. Ég gerði það og varð hraustari en maður losnar ekki svo glatt við letina. Letin hefur íþyngt mér eftir því sem hún hefur getað. Mér fannst ég aldrei komast með tærnar þangað sem ég vildi hafa hælana." Þú hefur gert svona miklar kröfur til þín. „Annað hvort gerir maður kröfur eða maður gerir engar kröfur, það er enginn millivegur." Hafðirðu ekki bakvið eyrað að byrja aftur að skrifa ef þér ynnist tími til? „Jú, ég hélt lengi vel að ég gæti það. En skáld verður að geta gefið sig alveg að því að skrifa, a.m.k. einn þriðja part af ævi sinni sem rithöfundur. Og það verður að vera fyrsti partur ævinnar. Þá hefur það kannski búið til eitthvað stöðugt inní sér, eitthvað til þess að byggja ofan á. Það vinnur sig enginn upp sem rithöfundur ef hann vinnur um leið á móti sjálfum sér sem einstaklingur." Arnfríður tæplega tvítug stúlka og farin að yrkja. Þá fer að nóttin finnur hún það í hallri brekku, þekkir nóttin húsið, stökkvir hljóði á yrju suðandi orða, býst til að dvelja um stund. Arnfríður segist ekki vera einmana á Kumbaravogi þó að lítið sé um gestakomur. Hún er vön því að vera ein og fara eigin leiðir og það er hlutskiptið sem hún valdi sér. „Það er ágætt að þurfa ekki á öðrum að halda,“ segir hún og brosir. Þegar ég spyr hana að lokum hvort hún vildi hafa gert eitthvað öðruvísi, hvort einhver eftirsjá sé í henni, segir hún að það sé mesta furða hvað hún haldi ró sinni þegar hún horf- ir yfir farinn veg. „Yfirleitt held ég að ég hafi tekið hlutina eins og þeir komu fyrir og gert úr þeim það skásta sem hægt var án þess að lenda í neinum útistöðum, hvorki við tilveruna né aðra. Án þess að leggja mig sérstaklega eftir því þá held ég að ég hafi nokkurnveginn ratað hinn gullna meðalveg." Ljóöabrot milli kafla eru úr Ijóöahók Arnfríöar, Þröskuldur hússins er þjöl. dJ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.