Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 49

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 49
femínísktuppeldi Guðrún M. Guðmundsdóttir Jafngildi í reynd Þegar ég gerðist femínisti fyrir rúmum fjórum árum var eins og löngun- in að eignast aftur eiginmann hyrfi eins og dögg fyrir sólu. Eg ákvað að það væri ósamrýmanlegt að sjá tilveruna með femínískum gleraugum og að deila lífinu með karlmanni og var búin að sætta mig fyllilega við hin nýju örlög mín. Ég sá fram á að tileinka líf mitt fræðimennsku, dætrunum tveimur og vinum rnínum og byggja þannig líf mitt á eigin for- sendum. Ákvörðunin hefur vafa- lítið byggst á hræðslu við að detta aftur í hefðbundið eiginkonuhlut- verk, sem ég var nýlosnuð undan, og um leið á vantrú á að fólk af karlkyni gæti mögulega haft áþekkar lífsskoðanir og mínar eig- in og því fannst mér öruggast að sleppa því. Aðeins örfáum vikurn eftir vel rökstuddar yfirlýsingar um karl- mannslausa framtíð mína við vin- konur og nána ættingja hitti ég núverandi elskhuga, sambýling, stjúpföður dætranna og föður stjúpbarna minna og varð því að éta yfirlýsingarnar margfalt ofan í mig. Mér til undrunar reyndust lífsviðhorf okkar mjög sambæri- leg, eiginlega hvar sem umræðun- um drap niður. Kom í ljós að kærastinn hafði alltaf verið femínísti inn við beinið; kosið Kvennalistann og oft þjáðst af aulatilfinningu yfir karlrembu- og liómófóbíutali vina sinna og kunningja, þó svo að hann hefði ekki skilgreinl sjálfan sig sem femínista fyrr en eftir að hann hitti mig. Uppfrá þessu áttaði ég mig á því að ástarsambönd geta byggst á femínískum forsendum sem að mínu mati eru meðvitað jafngild- issjónarmið í reynd. Meðvitað jafngildissjónarmið í reynd er af- rakstur þriggja ára sambands- þroska okkar og fjölmargra mis- taka. Ég, sér í lagi, hef oft og alger- lega ómeðvitað farið útaf sporinu og dottið í hefðbundin eiginkonu- hlutverk. Ég hef til dæmis tekið Uppfrá þessu átt- aði ég mig á því að ástarsambönd geta byggst á femínískum for- sendum sem að mínu mati eru meðvitað jafn- gildissjónarmið í reynd. að mér heimilisstörf kærastans óumbeðin og til þess eins að hlífa honum og fundist ég bera ábyrgð á því að bjóða fjölskyldu hans í matarboð og fylgjast grannt með afmælum þeirra og skipuleggja gjafakaup. Sem betur fer hef ég rankað við mér og komið mér á réttan kjöl. Þess vegna er ég sann- færð um að jafngildi í reynd í samböndum komi ekki sjálfkrafa heldur þurfi að ræða og skipu- leggja t.a.m. verkaskiptingu og hlutverk innan sem utan heimila til að það náist. Guðrúnardóttir eða - sonur?? Við erum jú samdauna samfélagi okkar sem laumar að okkur ósýni- legum kröfum og ólíkum hlut- verkum skipt eftir kyni og því oft erfitt að koma auga á þau. Jafn- gildi felur í sér höfnun á jafnrétt- ishugtakinu þar sem mér finnst kjánalegt að samfélagsnorm karla só viðmiðið sem konur eiga að reyna að fýlgja. Norm kvenna og karla eru ólík, hvernig sem það æxlaðist, og jafnframt stéttskipt þar sem hið kvenlæga er ávallt sett skör lægra og það er einmitt það sem við eigum að reyna að breyta í stað þess að konur rembist við að tileinka sór karla- menningu. Þrátt við margra ára streð og loks ágætt, að ég taldi, jafnvægi í okkar femíníska ástarsambandi kom nýlega upp babb í bátinn. Umræður urn barnseignir komust á alvarlegra stig en áður og kom þá ýmislegt sjokkerandi í ljós. Kærastanum fannst, mér til mik- illar furðu, eitthvað vafasamt og allsekki sjálfsagt að stelpan eða strákurinn okkar yrði Guðrúnar- dóttir eða -sonur, ásamt fjöl- skyldunafni hans. Honum þótti eitthvað óþægilegt að við tækjum afgerandi afstöðu gagnstætt sam- félagsnormum. Mér fannst mót- rök hans frekar léttvæg og ég sá á svip hans að honum þótti það líka. Eftir skraf og rökræður frarn og aftur viðurkenndi lífsförunaut- urinn að vafinn væri sprottinn út- frá gamalgróinni karlrembu sem erfitt er að sigrast á. Semsagt enn er af nógu að taka og langt í land á femínísku þroskaferli. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.