Vera


Vera - 01.06.2002, Qupperneq 52

Vera - 01.06.2002, Qupperneq 52
tónlist Heiða Eiríksdóttir Lauryn Hill MTV Unplugged 2.0 Lauryn Hill, fyrrum söngkona hljómsveitarinnar Fugees, er hér á ferð með ótrúlega sérstæða plötu. Þetta er „önplögged", þ.e.a.s. óraf- mögnuð tónleikaplata en þrátt fyr- ir það er hreint rafmögnuð stemn- ing í salnum. Hún syngur og spil- ar á kassagítar og lögin eru í brot- hættum útgáfum. Hver nóta heyr- ist í gítarspili og rödd hennar, hún hefur ekkert að fela sig á bak við. Því er greinilegt þegar hún reynir á rödd sína og hún brestur öðru hverju en eins og Lauryn segir sjálf er röddin sí- breytileg. Suma daga hljómar hún svona og er ekkert verri til að flytja boðskapinn þegar hún er ekki flauelismjúk, heldur dálítið hás. Lögin sem flest eru splunkuný eru fín en enn skemmtilegra er að heyra hana tala milli laga. Hún hefur boðskap handa fólkinu: Að vera það sjálft, að hætta öllu falsi, að vera ekki hrætt við sitt innra eðli því maður er hvort eð er bara bestur maður sjálfur. Hún talar um raunveruleikann og alvöru hluti og virðist vera pínu beisk út í tónlistarbransann sem hún tók þátt í lengi áður en hún snéri við blaðinu og fór að vera hún sjálf. Þetta spjall hennar hefur rosa- lega góð áhrif á mann því hún er afslöppuð og bæði fyndin og orðheppin en líka mjög tilfinninganæm. Þetta er einhvern veginn eins og að fara í sálfræði- tíma þar sem sálfræðingurinn er líka besti vinur þinn. Það væri svo auðvelt að eyðileggja svona spjall og gera það væmið og tilgerðarlegt en það gengur fullkomlega upp hjá henni. Hún er í svipuðum fíling og Páll Óskar er í Dr. Love-þáttunum sínum, nema hún grefur dýpra í sálarlíf fólks og er heimspekilegri. Hún viðurkennir að hún er í rusli og á við alls kyns vandamál að stríða sem eru eins hversdagsleg og hjá öllum hinum í heiminum. Þetta er umræða um heiminn og fólkið í honum og þroskaferli mannsins og í bland syngur hún svo lögin sín. Umræðan er aðal, lögin eru svo aukabónus. Váááá, rosalega flott stelpa, mig langar að eiga Lauryn Hill sem vinkonu! Point Cornelius Cornelius, eða Keigo Oyamada, er japanskur tón- og fjöllistamaður sem hefur fengið töluverða athygli víðs vegar í heiminum á síðustu árum. Hann er fæddur 1969 í Tókíó og hefur verið að gefa út plötur síðan 1993 en fyrsta útgáfa hans á alþjóðagrundvelli var árið 1998. Hann stofnaði í upphafi ferils síns útgáfu- fyrirtækið Trattoria en hóf síðan samstarf við fyrir- tækið Matador Records. Það voru þeir sem gáfu árið 1998 út plötuna Fantasma, sem vakti verulega at- hygli á honum. Þar var að finna heimasmíðaða sam- suðutónlist úr ólíkum áttum. Cornelius er upphaflega rokkgítarleikari og því eru eitthvað af rokkuðum gítarfrösum sem gætu sómt sér vef hjá hávaðasömum sveitum eins og My Bioody Valentine, en svo notast hann líka við sampler og tölvu og tengir þetta svo allt saman við ljúfa og melódíska stemningu eins og finna má hjé Bítlunum og Beach Boys. A nýju plötunni hans, Point, fer hann um enn víðari völl en áður því þar gætir áhrifa frá heimstónlist í ofanálag við allt hitt. Við fyrstu hlust- un finnst manni ef til vill eins og Point sé ómarkviss- ari en fyrri plötur hans en í raun og veru er hún bara ekki eins poppuð en alveg jafn áhugaverð. Hann nær með tilraunagleði sinni að tengja saman tónlistar- stefnur sem maður hélt að ekki væri hægt að tengja saman og svo er bónus hve skemmtilegt er að heyra hann syngja með á japönsku. Þetta er diskur fyrir fólk sem vill láta koma sér á óvart, fólk sem vill prófa eitthvað nýtt, fólk sem neitar því alfarið að allt hafi verið reynt í rokkmúsik en það er ein- mitt útgangspunkturinn hjá Corneliusi. Það er allt hægt ennþá! POINI byCORNEUUS fiom Natomeguro to Evofywhoro 4529- comeHus-sound.com Vertu áskrifandi að tímariti sem fjallar um málin á líflegan og opinskáan hátt! Glæsilegt áskríftartilboð! Nýir áskrifendur fá: Frábæra bókagjöf frá Sölku bókaforlagi 2 fyrir 1 í heilsulind Bláa Lónsins Geísladiskinn StelpUi"0 eða Þrjú eldri tölublöð VerU kk Kynntu þér málið á www.vera.is Tímaritið Vera - skiptir málí' S: 553 1850 • askrift@vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.