Vera


Vera - 01.06.2002, Síða 53

Vera - 01.06.2002, Síða 53
Ásdís Arngeirsdóttir löggiltur fótaaðgerðafræðing- ur hefur stofu að Vesturgötu 7 í Reykjavík þar sem hún vinnur allar algengar aðgerðir á fótum. Hún lærði fótaaðgerðir í Noregi og hefur rekið stofuna á Vesturgötunni í tvö ár. „Fótaaðgerðafræðingar meðhöndla mein á yfirborði húðarinnar fyrir neðan ökkla svo sem harða húð, lík- þorn, harðar eða inngrónar neglur og vörtur. Við veitum einnig ráðgjöf um almenna umhirðu fótanna og um skóbúnað en um 90% þeirra sem til okkar leita eru með vandamál sem eiga rætur í skóbúnað- inum. Best er að ganga í skóm þar sem hægt er að hreyfa tærnar en nú eru þröngir, támjóir skór aftur í tísku og hætt við að það muni skapa vandamál hjá ungurn konum eins og það hefur gert hjá eldri kyn- slóðinni. Þegar við vinnum með fótamein notum við ýms- ar hlífðarmeðferðir, t.d. skóinnlegg sem geta leiðrétt álag á fætur og tábergspúða til að vinna gegn tábergs- sigi. Silíkon og filt er notað í stoðhlífar til að vinna gegn ýmsum fótakvillum, s.s. líkþornum, og til að leiðrétta stöðu fótarins og færa til álagspunkta." Ásdís segir að gott sé fyrir fólk að koma til fóta- aðgerðafræðings einu sinni til tvisvar á ári ef ekkert sérstakt er að en á sex til átta vikna fresti ef um vandamál er að ræða. Þegar kornið er í fyrsta skipti er farið yfir heilsufar og líkamlegt ástand og athugað hvort inntaka lyfja hafi áhrif á ástand fótanna. Byrj- að er á volgu fótabaði og endað á léttu fótanuddi. Ás- dís segir mikilvægt að fólk klippi táneglurnar reglu- lega og geri það rétt svo þær stingist ekki inn í hold- ið. Hún segir að fótaaðgerð sé fyrir fólk á öllum aldri, af báðum kynjum en oft séu karlar feimnir við að koma þótt þeir þurfi ekki síður á því að halda heldur en konur. kynning VELLÍÐAN í fótunum Fyrir brúðhjónin Glæsilegt tírval af sængurfatnaði Austurrísk gæðavara Merkjum sængurfatnað av°rðustíg21a 101 Reykjavík ■ Sími 551 4050 Fax 551 4095

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.