Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 53

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 53
Ásdís Arngeirsdóttir löggiltur fótaaðgerðafræðing- ur hefur stofu að Vesturgötu 7 í Reykjavík þar sem hún vinnur allar algengar aðgerðir á fótum. Hún lærði fótaaðgerðir í Noregi og hefur rekið stofuna á Vesturgötunni í tvö ár. „Fótaaðgerðafræðingar meðhöndla mein á yfirborði húðarinnar fyrir neðan ökkla svo sem harða húð, lík- þorn, harðar eða inngrónar neglur og vörtur. Við veitum einnig ráðgjöf um almenna umhirðu fótanna og um skóbúnað en um 90% þeirra sem til okkar leita eru með vandamál sem eiga rætur í skóbúnað- inum. Best er að ganga í skóm þar sem hægt er að hreyfa tærnar en nú eru þröngir, támjóir skór aftur í tísku og hætt við að það muni skapa vandamál hjá ungurn konum eins og það hefur gert hjá eldri kyn- slóðinni. Þegar við vinnum með fótamein notum við ýms- ar hlífðarmeðferðir, t.d. skóinnlegg sem geta leiðrétt álag á fætur og tábergspúða til að vinna gegn tábergs- sigi. Silíkon og filt er notað í stoðhlífar til að vinna gegn ýmsum fótakvillum, s.s. líkþornum, og til að leiðrétta stöðu fótarins og færa til álagspunkta." Ásdís segir að gott sé fyrir fólk að koma til fóta- aðgerðafræðings einu sinni til tvisvar á ári ef ekkert sérstakt er að en á sex til átta vikna fresti ef um vandamál er að ræða. Þegar kornið er í fyrsta skipti er farið yfir heilsufar og líkamlegt ástand og athugað hvort inntaka lyfja hafi áhrif á ástand fótanna. Byrj- að er á volgu fótabaði og endað á léttu fótanuddi. Ás- dís segir mikilvægt að fólk klippi táneglurnar reglu- lega og geri það rétt svo þær stingist ekki inn í hold- ið. Hún segir að fótaaðgerð sé fyrir fólk á öllum aldri, af báðum kynjum en oft séu karlar feimnir við að koma þótt þeir þurfi ekki síður á því að halda heldur en konur. kynning VELLÍÐAN í fótunum Fyrir brúðhjónin Glæsilegt tírval af sængurfatnaði Austurrísk gæðavara Merkjum sængurfatnað av°rðustíg21a 101 Reykjavík ■ Sími 551 4050 Fax 551 4095
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.