Vera - 01.06.2002, Síða 56
vera
Það er erfitt að segja hvað hefur
verið mest sláandi að kynnast;
óhreinindunum, eymd mann-
skepnunnar, fólksfjöldanum eða
hroðalegu misrétti.
En auðvitað er framabundið misrétti til staðar,
t.d. eru staðlarnir í sumum inntökuprófum í háskól-
ana lægri fyrir stráka og eftir einni kennslukonunni
hef ég að mislíki konu í vinnu, þ.e.a.s. ef henni er
misboðið á einhvern hátt, þá sé hún ein á báti. Hún
getur ekki kært eða kvartað við neinn, það yrði bara
hlegið að henni sem „kjána“. Annað væri hins vegar
uppi á teningnum ef karlmaður kvartaði.
Misréttið hér felst líka í mjög gamaldags hug-
myndum um hvað sé við hæfi fyrir konur og hvað
fyrir karla og sóst það mjög berlega á daglegri hegð-
un fólks. Brúðuhlutverkið er enn mjög til staðar og
algengt er að konur og stelpur láti kærastana sjá al-
gerlega um sig. Karlmaður þarf ekki einu sinni að
vera kærasti til að það só viðeigandi og ætlast til þess
að hann borgi allt fyrir konuna, klæði hana úr og í
kápuna, styðji hana út úr strætó, opni fyrir hana
hurðir og í rauninni geri allt fyrir hana. Mér var þessi
hegðun mikið undrunarefni og er lítt hrifin af henni
þar sem í mínum augum merkir þetta að ég sé minni-
máttar og geti ekki séð um mig sjálf.
Ertu femínisti? Til hvers?
Reyndar eru það þessi samskipti kynjanna sem fólk
vill ótt og uppvægt ræða við mig þegar það kemst að
því að það sé að tala við „rauðsokku". Fólk vill vita
hvort ég sé þá á móti því að strákur gefi mér blóm
eða eitthvað álíka. Til að teljast femínisti hér þarf
mest lítið að gera. Bara að vilja og geta opnað flösku
með kveikjara eða taka sjálf upp eitthvað sem maður
missir í gólfið (ef karlmaður er viðstaddur) telst rót-
tækt. I samskiptum mínum við rússneska karlmenn
tók ég t.d. oft eftir því að ef ég lét eitthvað „óviðeig-
andi“ út úr mér, þ.e.a.s. lét í ljós þekkingu/skoðun á
einhverju sem þótti nú kannski ekki sérstaklega við-
eigandi fyrir stelpu, þá annaðhvort þögnuðu þeir og
litu undan og skiptu svo um umræðuefni, eða störðu
á mig furðu lostnir. Mér var meira að segja einu sinni
sagt að þegja, konur ættu ekki að tala þegar karlar töl-
uðu!
Það eru heldur ekki bara Rússarnir sem oft koma
mér á óvart með gamaldags viðhorfum.Til dæmis
sagði austurrísk stelpa sem ég deildi um tíma her-
bergi með frá því hvað hún væri oft rosalega þreytt
þegar hún kæmi heim úr skólanum eða vinnunni
heima í Vín og þá ætti hún eftir að taka til og elda
fyrir sig og kærastann sinn. Ég spurði hissa af hverju
kærastinn hennar eldaði ekki þegar hún væri svona
þreytt og svarið sem ég fékk var: „Af því að ég er
kona og hann er karlmaður, þannig er það bara.“
I samskiptum við evrópska og skandinavíska vini
mína upplifði ég oft að þau skildu ekki alveg þetta
femínistastúss á mér. Þau töldu enga ástæðu til að
vera að æsa sig yfir smáatriðum. Mikill tími og orka
hefur því farið í það hjá mér að reyna að útskýra og
kynna femínisma fyrir fólki (ég held að erfiðasta til-
fellið hafi verið þegar óg sat frammi fyrir fimrn
ossetínskum strákum í sumarbústað í Kákasusfjöll-
unum og reyndi að verja málstaðinn). Eftir nokkra
mánuði var ég orðin svo þreytt á sömu viðbrögðun-
um í hvert einasta skipti (Ha? Ertu femínisti? Af-
hverju / Til hvers? Hatarðu karlmenn?) að ég gafst
tímabundið upp á að tala um það sem á mér brann.
Það er nefnilega miklu erfiðara en ég hólt að reyna að
segja fólki frá einhverju sem manni finnst skipta
máli þegar fyrstu viðbrögð þess eru að fussa og sveia.
En svo minntist óg þess að kona berst ekki áfrarn með
uppgjöfinni og hef því haldið áfram að reyna að
fræða samferðamenn mína urn femínismann.
Þegar ég lít yfir farinn veg og farið að styttast í
heimförina get ég ekki annað sagt en að ég sé reynsl-
unni ríkari. Mig grunar nefnilega að ég hafi haldið
áður en óg kom hingað að ísland væri staðallinn og
normið, í rauninni hefðu allir það jafn gott og við
heima þó að ég hefði oft séð myndir af svöngu börn-
unum í útlöndum. Það er erfitt að segja hvað hefur
verið mest sláandi að kynnast; óhreinindunum,
eyrnd mannskepnunnar, fólksfjöldanum (og þeirri
tilfinningu að mannslífið só einskis virði) eða hroða-
legu misrétti. En ég hef líka upplifað helling af
skemmtilegum hlutum, kynnst ótrúlegasta fólki,
ferðast, djammað og umfram allt lært að spjara mig-
Hvað varðar framtíð femínisma og jafnróttis í
Rússlandi get ég því miður ekki sagt að ég sé neitt óg-
urlega bjartsýn en eins og ein kennslukonan mín
sagði: „Tímarnir eru að breytast.“