Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 57

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 57
AFRAM FEMINISMI! Anna Guðlaugsdóttir ræðir við rússneska „karlveru" Kuzma Vassiliev er 22 ára háskólanemi frá St.Pétursborg. Með náminu vinnur hann á leik- skóla nokkra tíma í viku, sem verður að teljast afar óvenjulegt fyrir rússneskan karlmann þar sem það er almennt talið hlutverk kvenna að sjá um börn og hafa áhuga á þeim yfirleitt. Ut frá vinnu sinni með börnum er Kuzma svo að vinna að lokarit- gerð sem fjallar um hreyfingu og íþróttir og áhrif þeirra á líðan lík- ama og sálar. Sjálfur er hann mik- ill íþróttamaður og eyðir sem mestum tíma á fjöllum við snjó- brettabrun, klifur eða göngur. Við kynntumst fyrir röð ótrúlegra til- viljana og urðum góðir vinir. Eg átti við hann smá spjall um femínisma, sóð með augum Rúss- ans. Hvað er femínismi fyrir þér? Eg verð að viðurkenna að ég vissi eiginlega ekkert um femínisma fyrr en fyrir nokkrum mánuðum og hafði heldur aldrei hugsað um hann að neinu ráði. Eins og flest fólk hér tengdi ég ímynd femínist- ans við kraftakonu, konur sem vilja vinna erfiðisvinnu utandyra, ganga í herinn og verða kúlu- varparar. Eða þá hugmynd að konur vildu fá sömu laun fyrir vinnuna sína og út frá því leggja grunn að heimsyfirráðum og ná meiri völdum en karlar, enda er þetta sú ímynd sem flestir Rússar hafa af femínistum. Því miður eru hugmyndir um eðli karla og kvenna mjög rótgrónar í huga fólks hér og að flestu leyti talið óeðlilegt og óæskilegt að vilja breyta þeim. Hinsvegar hef ég lært mikið um femínisma eftir að ég kynntist þér og í dag er hugmynd mín um femínisma sú að femínisti sé kona sem er stolt af því að vera kona, lítur ekki á það sem fötlun eða ástæðu til að láta gera/ákveða allt fyrir sig. Femínisti er kona sem er meðvituð um ástandið í þjóðfé- laginu og skilur hvað það er mik- ilvægt að láta ekki bara berast með straumnum heldur að taka sínar eigin ákvarðanir og er fyrst og fremst sjálfstæð. Hvemig upplifirðu umræðu um stöðu kvenna í kringum þig? Umræðan er svosem afar lítil. Fólki finnst almennt að jafnrétti sé komið á og það þurfi ekki að hugsa frekar um þetta. Sjálfur vaknaði ég til umhugsunar um þessi mál þegar óg fór að vinna á leikskóla og vann (og vinn enn) þar eini karlmaðurinn með kon- um og stelpum og kynntist þeirra hlið á málinu. Hvað varð til þess að þú fórst að vinna á leikskóla? Upphaflega var það vegna þess að mig langaði í línuskauta og vant- aði pening fyrir þeim! Eg hef alltaf verið mikið fyrir börn og sá því enga fyrirstöðu í því að sækja um starf á leikskóla. Rússneskum körlum þykir þetta annars lítt freistandi starf þar sem það er frekar illa borgað og telst til kvennastarfa. Það er ekki beinlín- is til þess fallið að auka á „karl- mennskuna“. En mér finnst allir óvenjulegir og öðruvísi hlutir skemmtilegir og það er frábært að vinna með börnum. Eg held líka að það hafi verið mjög mikilvægt og hollt fyrir mig að lenda inni á kvennavinnustað og sjá hvernig konur bregðast við og meðhöndla ýmsar uppákomur sem ég get ímyndað mér að myndu hrella flesta karla lengst út í hafsauga. A fjöllum hef ég oft upplifað konur hafa meira þrek og ró en karla, svo ég fæ ekki betur séð en þessi margumtalaði líkamsstyrkur, sem er því miður gjarnan notaður sem einhver fáránleg rök fyrir því að karlar eigi að ráða öllu, sé einstak- lingsbundinn. Það er ekkert alltaf þannig að karlinn sé sterkari, til dæmis hafa konur miklu hærri sársaukaþröskuld, ef fólk vill vera að festa sig í svona hlutum. Hvernig var hlutunum háttað heima hjá þér? Vissulega var fremur hefðbundin verkefnaskipan við lýði en ég upplifði samt aldrei það sem flest rússnesk börn horfa upp á - að pabbi væri fjarlægur og endalaust uppi í sófa með dagblaðið og mamma í þjónustuhlutverkinu. Foreldrar mínir hafa yfirleitt tekið ákvarðanir saman og gert hlutina saman, og það hefur reynst mór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.