Vera


Vera - 01.06.2002, Qupperneq 58

Vera - 01.06.2002, Qupperneq 58
vera Eiginlega allir þeir peningar, eða merki um peninga sem maður sér hér tilheyra körlum, aldrei konum. Kuzma við vinnu sína á barnaheimilinu góður grunnur út í lífið. Eg hlakka mikið til að stofna fjölskyldu og eignast börn en það verður að vera með konu sem er sjálfstæð og ekki föst í einhverju þrælshlut- verki. Nú hef ég tekið eftir innrættu ósjálfstæði rússneskra kvenna... Einmitt! Það er líka hluti af vandamálinu, þ.e.a.s. það er ekki bara þannig að karlarnir séu vondir og leyfi konum ekki að ráða neinu þegar þær verða ung- lingar og fullorðnar, þjóðfélagið innrætir stelpum frá unga aldri að þær eigi bara að vera dúkkur og sætar og láta gera allt fyrir sig. Að þær geti svosem verið klárar en það sé ekki aðalmálið, mikilvæg- ast só að finna sér kærasta (helst ríkan) og láta hann sjá um allt. Auðvitað er það að vissu leyti þægileg staða að þurfa ekki að hugsa um neitt en þá fær konan heldur aldrei að ráða neinu eða segja neitt og hversu skemmtilegt er það? Veistu líka hversu margar rússneskar konur halda að kynlíf sé bara fyrir karla, það sé bara hlutverk kvennanna að þjóna þeim í rúminu svo að þeir séu ánægðir og fari ekki frá þeim, af því að ef karlinn fer frá konunni er hún í vondum málum? Þess vegna eru milljónir kvenna fastar í ömurlegu hjónabandi eða sam- bandi þar sem þær þjóna mannin- um sínum algerlega og hann hag- ar sér bara eins og alger skíthæll, heldur framhjá og fer með konuna eins og tusku. En þær þora ekki að slíta sambandinu af því að þeim hefur ekki verið kennt að hugsa sjálfstætt. Þær kunna ekki að sjá um sig sjálfar eða njóta lífs- ins fyrir sjálfar sig. Vandamálið er gríðarlegt og það er mjög erfitt að taka á því vegna þess að vandamál af þessu 58 tagi verður ekki leyst einungis með vinnu kvenna, karlar þurfa að vakna til meðvitundar og taka þátt í því að leysa það. Rússnesk- um körlum er bara því miður yfir- leitt alveg sama um stöðu kvenna eða líðan þeirra. Þeir vita ekkert um þessi mál og er einfaldlega sama af því að staðan er ágæt fyr- ir þá eins og hún er. Svo er eitt að orðið „femínisti" er algjört bannorð. Þú hefur sjálf séð hvernig fólk bregst við þegar þú segist vera femínisti. Fólk heldur að ung stelpa sem segist vera femínisti hljóti að eiga í ein- hverjum vandræðum með sjálfa sig, hún geti ekki fundið sér kærasta eða eitthvað svoleiðis. Þess vegna er mjög erfitt fyrir femínista í Rússlandi að segja: „Hér erum við, það sem við erum að segja er gott og sniðugt og mik- ilvægt fyrir alla,“ vegna þess að um leið og að minnst er á „F-orð- ið“, eða bara kvenréttindabaráttu, vill enginn hlusta, fólk fussar bara og sveiar eða hlær í besta falli. Eg veit ekki hvernig ætti að fara að þessu. Það þarf einhverja meiriháttar hugarfarsbreytingu til en ég sé það ekki gerast í náinni framtíð. Eg held að þetta sé verk- efni til margra, margra ára. En mór finnst alltaf áhugavert að hitta femínískt innstillt fólk, hvort sem það eru konur eða karl- ar, og mikilvægt að ræða málin svo að skilaboðin haldi áfram að berast, þó að það sé bara í hvers- dagslegum samræðum. Með um- ræðunni helst málefnið lifandi og vonandi verður það til þess að fólk vakni aðeins. Heldurðu að staðan eigi eftir að batna? Ef óg á að segja alveg eins og er, þá er svarið nei. Ekki meðan fjár- hagsleg staða landsins er eins og hún er. Rússland er svo rosalega stórt land, það deilist upp í marga menningarheima og óg get í raun- inni bara talað íyrir St.Pétursborg. Þó staða kvenna hér í borginni hafi batnað aðeins undanfarin ár held ég að það sé hægt að ganga að því sem gefnu að staða kvenna só verri allsstaðar annars staðar í Rússlandi. Peningar eru af skorn- um skammti og öll kvenréttinda- barátta á erfitt uppdráttar vegna þess að karlarnir óttast að konurn- ar eignist of mikið af peningum - þar sem peningar merkja völd. Eiginlega allir þeir peningar, eða merki um peninga, sem maður sár hér tilheyra körlum, aldrei kon- um. Eg held að þegar fjárhagsstað- an batnar, meiri peningar koma inn í landið og fólk fer að hafa að- eins meira handa á milli, þá verði kannski meiri grunnur fyrir jafn- róttisbaráttunni. Peningarnir eru það sem fólk lifir á. Á meðan karl- arnir eiga nærri alla peningana er erfitt að verða sjálfstæð kona og lepja dauðann úr skel. í dag er ástandið samt miklu betra en það var t.d. í byrjun tíunda áratugar- ins þegar líkamleg vinna var miklu meira metin heldur en bók- námið - hvað hafði maður við það að gera að kunna ensku eða frönsku eða læra bókmenntir þeg- ar enginn gat farið út úr landinu og það eina sem skipti máli var að hafa í sig og á? Konur höfðu minni möguleika en karlar þegar það kom að erfiðri líkamlegri vinnu og þær töpuðu einfaldlega öllu, sama hversu klárar og vel menntaðar þær voru. Það skiptir ennþá svo miklu máli fyrir konur að finna sér ríkan maka, staðan er öðruvísi fyrir konur frá Vestur- löndum sem geta unnið fyrir sér sjálfar og þurfa ekki að hengja sig á einhvern fávita bara af því að hann á pening. Að lokum... Áfram femínismi!! Eg er með 1 liðinu...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.