Vera - 01.06.2002, Side 61
stjörnustríðsmyndanna og hefur
löngum þótt bara nokkuð hressileg
kvenhetja, og allsekki svona
dæmigert ‘damsel in distress’. Jú,
það þarf nokkrum sinnum að bjarga
henni úr margvíslegum vandræðum,
í annari myndinni er hún orðin að
ambátt hjá gríðarstórum snigli og
þrátt fyrir að hún hafi birst þar í
afskaplega fínu gullbíkíníi sem lét
lítið fyrir sér fara, þá gat hún enn
sparkað frá sér (hver samskipti
hennar voru við snigilinn eru svo
annað, annað málið sem Lucas
hliðrar sér hjá að fjalla um). Við
vitum nú af reynslu að kvenkyns
hetjur eru miklu trúverðugri ef þær
eru léttklæddar - eða eru allir sést-
vallabúningarnir kannski til þess
fallnir að dreifa athygli skeptískra frá
þeirri staðreynd að kona er að haga
sér á karlmannlegan hátt? hmm.
Nýja kvenhetjan Padmé
Ný kvenhetja er svo kynnt til
sögunnar í nýju myndunum tveimur.
I The Phantom Menance er reynt
eftir mætti að endurskapa hinn
mýtíska ævintýraljóma sem fylgdi
hinum myndunum. Afram er það
hetjumynstrið sem liggur myndinni
til grundvallar, en nú er fyrirmyndin
sótt til kristni. Ævi Jesú fellur sór-
lega vel að hetjumynstrinu, en í
goðsöguútgáfunni er algengt að lietj-
an deyi fórnardauða. Þeir sem séð
hafa fyrri myndirnar vita að
drengurinn Anakin er verðandi ill-
mennið Svartlröfði sem einmitt á
endanum fórnar sér fyrir son sinn
Loga eftir að hafa mistekist að snúa
honum til verri vegar. Núnú en
þarna birtist sumsé hin tilvonandi
móðir Loga og Leiu, Padmé
Amidala. Alveg eins og dóttir henn-
ar Leia er Padmá heilmikil skutia,
keisaraynja yfir afskaplega róman-
tískri og fallegri plánetu sem er í
hremmingum - já enn þarf aðalkven-
hetjan hjálp í baráttu sinni við hið
illa. Þrátt fyrir ungan aldur er hún,
líkt og Leia prinsessa reyndar, sýnd
sem klár og flínk í þeirri pólitísku
baráttu sem hún neyðist til að taka
þátt í og er þetta enn undirstrikað í
næstu mynd á eftir, Attack of the
Clones, en þar er hún líka orðin
heilmikil bardagapía - alveg eins og
Leia í gömlu myndunum... En þrátt
fyrir alla pólitíska kænsku þá fellur
Padmé fyrir hinum unga Anakin og
er því, líkt og Eva, einskonar rót
fallsins, því Anakin (líkt og Logi
síðar) er Jedi-riddari og á því að lifa
skírlífi. Með því er ljóst að kvenhetj-
an er komin í hið hefðbundna
hlutverk tálkonunnar, sem ég bar-
asta get ekki gert upp við mig hvort
sé verra eða betra en hin ofurgóða
Lea- sem var eiginlega alltaf dálítið
of heilög.
Það er þó best að fara varlega í
allar yfirlýsingar urn stöðu Padmé,
því það á enn eftir að koma í ljós
hver er rót þess að Anakin gengst
undir hið illa.
Að vera eða vera ekki
hagsýn?
Kauptu ódýrasta bensínið