Vera - 01.06.2002, Qupperneq 63
margtelja suma þessara manna því þeir eru með
slóð á eftir sér,“ segir Rúna sem er svartklædd í dag
sem er á einhvern hátt táknrænt í þessu húsi endur-
upprisu. Andstætt því sem lengi hefur verið álitið
eru það ekki bara kvenmenn sem eru fórnarlömb
kynferðisafbrotamanna. „Við virðumst ekki hafa
nýst körlum jafn vel og konum hingað til. Fyrir því
eru sennilega ýmsar ástæður. Fyrst og fremst sú að
það er erfiðara fýrir karla að leita sér hjálpar vegna
þessara mála, þó er talið að einn fjórði liluti þeirra
barna sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi séu strák-
ar. Það er því alveg ljóst að það koma ekki allir
hingað sem þurfa á okkur að halda. Hluti af skýr-
ingunni getur verið sá útbreiddi misskilningur að
við séum hér konur fyrir konur. En karlar eru hjart-
anlega velkomnir og þeim gengur vel þegar þeir
koma sér hérna yfir þröskuldinn, þennan háa
þröskuld." Stígamót ákváðu nýverið að bæta þjón-
ustuna við karla og fyrsti sjálfshjálparhópurinn fyr-
ir karla hefur nýlokið störfum.
Samkvæmt Rúnu voru karlarn-
ir sem tóku þátt í hópnum him-
insælir með árangurinn.
Forsaga Stígamóta er sú
að Kvennaráðgjöfin og
Kvennaathvarfið urðu
til snemma á níunda áratug síð-
ustu aldar. Þar varð til vett-
vangur fyrir konur sem ræddu
saman í umhverfi þar sem þær
treystu hver annarri og gerðu
hið persónulega pólitískt. í
þessum umræðum fóru að slæðast með sögur og
óhugnaður sem enga hafði órað fyrir og til að byrja
með lokuðu konur eyrunum fyrir þessu en að því
kom að það varð að taka þetta alvarlega. Starfskon-
ur Kvennaathvarfsins skrifuðu því fyrstu fjölmiðla-
greinina á íslandi, í tímaritið Veru, þar sem bent var
á að kynferðislegt ofbeldi gæti hugsanlega verið út-
breitt vandamál hér á landi. Upp frá því tóku fé-
lagsráðgjafar, félagsráðgjafanemar og Kvennaráð-
g]öfin sig til og auglýstu opnar símalínur tvö kvöld.
Símarnir stoppuðu ekki þessi kvöld og eftir það
varð ekki aftur snúið. Það var augljóst að kynferð-
íslegt ofbeldi var vandamál hér rétt eins og annars
staðar og því varð fljótlega til Vinnuhópur gegn
sifjaspellum. Þann 8. mars 1989 voru Samtök
kvenna gegn kynferðisofbeldi stofnuð og nákvæm-
iega ári seinna hóf Stígamót, staðurinn þar sem stíg-
ar mætast, starfsemi sína.
Rúna tekur þó fram að Stígamót ætluðu aldrei
að leysa allan þann vanda sem skapaðist vegna kyn-
ferðisbrota og að því hefði verið fagnað mjög þegar
hJeyðarmóttaka vegna nauðgunar var opnuð árið
1993 og sömuleiðis þegar Barnahús var opnað 1998
V(:gna kynferðisofbeldis gagnvart börnum. „Við
héldum þá kannski að við gætuin einhvern tímann
lokað Stígamótum en það höfum við ekki getað.
Astæðan er sú að fæst fólk leitar sér hjálpar strax
ehir að það hefur verið beitt ofbeldi. Flest reyna að
grafa og gleyma og koma svo hingað árum eða ára-
tngum eftir að ofbeldið átti sér stað.“
Pegar viðtöl í Stígamótum eru tekin saman
kemur í ljós að það er fernt sem yfir 80%
viðmælenda hafa upplifað. Þessir fjórir
þættir eru skömrn, sektarkennd, léleg sjálfsmynd og
þunglyndi. Einnig tala tveir þriðju hlutar viðmæl-
enda um svokallaðar svipmyndir eða flash-back
sem er eitt einkenni áfallastreitu sem geðlæknar
skilgreina sem afleiðingar alvarlegra áfalla. Svip-
myndir eru myndir af óþægilegum minningum úr
fortíðinni sem koma upp í hugann í tíma og ótíma.
Um það bil 60% þeirra sem leita til Stígamóta tala
um erfitt kynlíf og „það er eitthvað sem ég get aldrei
vanist,“ segir Rúna. „Ég verð alltaf reið yfir því að
fólkið sem hingað kemur hefur verið rænt því sem
á að vera fallegast og best hér í lífinu."
Stígamót eru hins vegar ekki meðferðarstöð í
hefðbundnum skilningi þess orðs. Þetta eru óform-
leg grasrótarsamtök þar sem enginn er æðri öðrum
og það er unnið eftir sjálfs-
hjálparviðmiðinu. Fólkkemur
því til Stígamóta til að hjálpa
sér sjálft og starfskonurnar
reyna að vera þeirn til aðstoðar
við það, með þeirri þekkingu
og reynslu sem þær hafa. Hjá
Stígamótum er litið svo á að
þau sem leita þangað séu „sér-
fræðingarnir", enginn þekkir
betur afleiðingar kynferðisof-
beldis en þau sem hafa verið
beitt því. Við ráðningu starfs-
kvenna er meðal annars tekið
mið af því hvort þær hafi sjálfar verið beittar kyn-
ferðisofbeldi enda tryggir menntun ein og sér ekki
góðan skilning á kynferðisofbeldi. Þegar fólk leitar
til Stígamóta kemur það fyrst í einkaviðtöl og síðan
stendur því til boða að taka þátt í sjálfshjálparhópi
með öðrum sem annað hvort hafa verið beitt sifja-
spelli eða hefur verið nauðgað. Einstaklingsbund-
inn stuðningur við að ræða ofbeldið, rifja það upp
og setja í orð eru fyrstu skrefin í þá átt að ná tökum
á áhrifum ofbeldisins á sjálfsmynd og sjálfsvirðingu
þeirra sem fyrir því verða. Þau sem leita til Stíga-
móta ráða sjálf ferðinni, hve mikinn stuðning þau
vilja og í hve langan tíma. Einnig geta aðstandend-
ur fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum, óski
þeir þess. Grundvallarreglan í öllu starfi Stígamóta
er að taka ekki ráðin af þeim sem þangað leita.
Talið berst að vændi á Islandi og Rúna segir
að það sé tvímælalaust stundað hór og hafi
lengi verið gert. Stígamót leggur sitt að
mörkum til að aðstoða þær stúlkur sem leiðst hafa
út í vændi og þann 8. mars síðastliðinn „réðumst
við í ansi víðtækt verkefni, annars vegar til að bæta
þjónustu okkar við fólk í kynlífsiðnaði og hins veg-
ar með vitundarvakningu til almennings um vænd-
isiðnaðinn á íslandi. Við opnuðum til dæmis síma-
línu fyrir fólk í kynlífsiðnaði, fyrst og ífemst til að
undirstrika að Stígamót séu líka til fyrir þann hóp.“
Einnig fóru Stígamót af stað með auglýsingaherferð
sem sýnir konur innpakkaðar rétt eins og kjúklinga-
Fernt hafa yfir 80%
viðmælenda upplifað.
Þessir fjórir þættir eru
skömm, sektarkennd,
léleg sjálfsmynd og
þunglyndi.