Vera


Vera - 01.06.2002, Side 65

Vera - 01.06.2002, Side 65
Sprengikrafturinn í því að láta sér líða betur liggur í sjálfshjálparhópunum. kaffistofunni og ósköpumst yfir öllu því hræðilega sem kemur fyrir fólk, við höngum á því hvernig hægt er að láta sér líða betur og ná stjórn á lífi sínu. Það er það sem þetta snýst allt um.“ Nýlega hófst eins konar gæðamat á starfi Stíga- móta sem er framkvæmt með spurningalista sem er fýlltur út af þeim sem þangað leita. Fyrstu niður- stöður eru sláandi góðar. „Starfskonurnar hafa markvisst verið að leggja nýjar áherslur í hug- myndafræðinni. Okkur finnst svo órökrótt að í 1800 einkaviðtölum árið 2001 erum við að eyða stórum hluta þess tíma í að segja konum að þær þurfi ekki að skammast sín. Að þær hafi ekki gert neitt af sér og séu ekki annars flokks fólk. Og að þær séu ekki verðfelldar þó einhver hafi beitt þær ofbeldi." Rúna segir að ástæðan fyrir því að konum líði svona sé meðal annars sú að þær eru enn þá að fá þessi skilaboð alls staðar að; að þær sem fari ekki varlega séu sekar. Það er stöðugt verið að tala til stúlkna og kvenna um að passa sig. Þess vegna finna þær fyrir þessum tilfinningum. Ofbeldið hef- ur þrifist í skjóli þess að konur hafa sjálfar verið gerðar ábyrgar fyrir því, ábyrgar fyrir leyndarmáli og að segja ekki frá. „Það er sjaldan talað um hina raunverulegu vinnuveitendur Stígamóta, þeir koma aldrei hér upp tröppurnar. Vinnuveitendur okkar eru hér úti í samfélaginu að lifa sínu lífi eins og ekkert só. Þó að við höfum skráð 4800 kynferðisbrotamenn hjá okkur þá hafa væntanlega innan við hundrað þeirra verið dæmdir. Allir hinir ganga hér um mitt á með- al okkar og fáir vita um ofbeldisverk þeirra nema þau sem fyrir þeim verða og við hjá Stígamótum. Okkur finnst orðið mjög brýnt að draga fram í dags- ljósið þessa hlið ofbeldisins, hverjir bera ábyrgðina og hverjir það eru sem ákveða að meiða einhvern. Við erum stöðugt að tala í hálfsannleika þegar við tölum um ofbeldið, þau sem verða fyrir því og hverjar afleiðingarnar sóu án þess að tala um þá sem bera ábyrgðina." Rúna segir enn fremur að Stígamótakonur sóu alltaf beðnar um að tala við stelpur um að passa sig og drekka ekki of mikið. Þetta fá stelpur inn með móðurmjólkinni. En það eru aldrei uppi kröfur urn að tala við stráka um að vera ábyrga í kynlífi og sýna hinu kyninu virðingu °g ást. Því hvernig sem stelpur haga sér þá gefur það engum rétt til að nýta sór ástand þeirra. Ef stúlku er nauðgað þá þýðir það að einhver hafi gert henni eitthvað sem hún vildi ekki sjálf, annars væri það ekki nauðgun. Að mati Rúnu er kominn tími til að tala við karlmenn og stráka allt frá leikskóla- aldri og leggja áherslu á þessi heilbrigðu samskipti. En til að þetta gangi upp þurfa karlar að rísa upp og afneita þessum þætti karlmenningarinnar sem er ofbeldi. Blómaskreytinganámskeið / sveitasælunni, 23 km. frá miðbæ Reykjavíkur • Skreytingar • Brúðarskreytingar • Jarðarfaraskreytingar • Samsetning blómavanda Uffe Balslev, blómaskreytingameistari Unnið úr rætkuðu og náttúrulegu efni. Námskeið 22. - 26. júlí Sérnámskeið fyrir hópa, saumaklúbba og vinnustaði. Skráningar og upplýsingar í síma 555 3932 eða 897 1876 lestrar EÐ E PELZER Waris Dirie EYÐIMERKURBLÓMIÐ ANNA VAl OlMAK.SUOl 11K lcggöu rækt við sjálfan þig Anna Valdimarsdottir TARSAGA Viqdís Grímsdóttir Z ÁSTARSAGA FOWL - E o i n G o l r tn. Dave Pelzer HANN VAR KALLAÐUR „ÞETTA Þórunn Stefánsdóttir LEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN þlG ARTEMIS FOWL KONAN I KÖFLÓTTA STÓLNUM Metsölubœkur d broslegu verði 6 vandadar dPb . yinn í kilinhrn+i PV UTGÁFA I KIIJUDrOtl Bræðraborgarstígur 7 • Sími 575 5600 Z (Leiðbeinandi útsöluverí Brædraborgarstígur 7 • Sími 575 5600 1.490 . (Leiðbeinandi útsöluverd)

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.