Vera


Vera - 01.06.2002, Síða 66

Vera - 01.06.2002, Síða 66
vera 66 Þegar talið berst að réttarkerfinu hvessir Rúna augun og segir með mikilli áherslu að vitanlega þurfi að endurskoða alla refsilög- gjöfina hvað varðar kynferðisbrot. Nauðgun sé til dæmis skilgreind alltof þröngt og helst þyrfti að koma inn í lögin skilgreiningu á svokölluðu kyn- ferðislegu sjálfræði sem gildi við allar aðstæður, hvort sem þú ert barn, með fötlun, ofurölvuð eða dópuð. Það er alveg sama í hvaða ástandi mann- eskja er þá hefur enginn rétt á að hafa við hana kyn- ferðisleg samskipti ef sam- þykki liggur ekki fyrir. „En þar fyrir utan skiptir kannski minnstu máli hvernig þetta hljómar í lögunum vegna þess að lögin eru bara ekki notuð.“ Rúna segir að dómskerfið virki illa í þessum málaflokki. Það sama gildi um kynferðislegt of- beldi gagnvart börnum. „Sönnunarbyrðin er svo þung að það er erfitt að fá menn dæmda. Þetta eru auðvitað erfiðustu mál í heimi, það eru ekki vitni og það væri hægt að skálda upp svona mál. Hræðslan við upplognar sakir er hins vegar þvílík að fáum er trúað. Að vissu leyti er hægt að segja að kynferðisbrotamenn skammti sér dóma sína sjálfir vegna þess að það kemur mjög sjaldan fyrir að þeir séu dæmdir án þess að játa. Við höfum líka dæmi þess að þeir játi en eru samt ekki dæmd- ir af því að þeir játa þá eitthvað annað en það sem ákæran hljóðar upp á.“ Þó segir Rúna að undanfar- ið hafi loksins skipt um vindátt í þessum málum. Núna sé hægt að merkja árangur af þrýstingi á dóm- stóla og þar af leiðandi hafa verið að falla dómar sem bæði eru lengri og sönnunarbyrðin minni en hún hefur verið til þessa. Þar að auki virðast miska- bætur vera að hækka. Rúna segir að þetta séu gleði- leg og uppörvandi merki um að róttarkerfið sé að taka við sér. Þegar Rúna er spurð um meðferðarúrræði fyrir kynferðisafbrotamenn segist hún trúa því að eflaust sé hægt að bæta alla. Það er samt sem áður engin ákjósanleg leið til sem tryggir það að þessir menn fremji ekki þessi brot aftur. Það sem er mikilvægast að gera er að vera með forvarnir og fyrirbyggjandi fræðslu. „ Almennt í lífinu trúi ég ekki á refsingar. Eg held að það sé ekki leið til að gera fólk betra. Margir ætlast til þess af okkur Stígamótakonum að við viljum að þessir karlar séu lokaðir inni fyrir lífs- tíð. Það er ekki aðalatriðið í vinnu okkar hér, að hefna okkar. Eg held að aðalatriðið sé að fá viður- kenningu á að ofbeldið hafi átt sér stað, lengri refs- ingar komi þar á eftir. Afbrotafræðingar hafa sagt mér að krafa um lengri refsingar geti auðveldlega leitt til þess að færri dómar séu felldir. En Rúna vildi samt ekki gera lítið úr því hvað dómar eru fá- ránlega lágir í kynferðisbrotamálum miðað við aðra brotaflokka. Liz Kelly, sem heimsótti Island síðastliðið sum- ar í boði Stígamóta og hefur gert evrópska úttekt um nauðgunarkærur, hefur talað um að lögin og réttar- kerfið geri ráð fyrir því að nauðganir séu framdar af ókunnugum mönnum sem stökkva út úr runnum. Samkvæmt Rúnu er raunveruleikinn sá að í flestum tilfellum er um vini og kunningja að ræða, jafnvel maka. Ef ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2001 er skoðuð má sjá að í 55% tilvika er nauðgarinn vinur eða kunningi, í 13% tilvika er hann maki og í 23% tilvika er hann ókunnugur. „Það er líka gert ráð fyr- ir því að það sé um blóðsúthellingar og áverka að ræða. Þegar því er ekki til að dreifa þá verður mál- ið ótrúverðugra í augum þeirra sem eiga að skoða þessi mál. Þetta byggir á van- kunnáttu. Nauðgun kemur oft- ast eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir þá konu sem verður fyrir henni og hún verður fyrir þvílíku áfalli að henni getur fundist að hún sé í lífshættu. Konan upplifir oft atburðinn þannig að nauðgarinn hafi tek- ið af henni öll völd og að hann sé fær um að drepa. Það eina sem kemst að í huga hennar er gjarnan hvernig hún lifi þetta af og hvernig hún eigi að haga sér svo að hún komist lifandi út úr þessu. Oftast er rökrétt svar konunnar við þessum vangaveltum að frjósa, hreyfa sig ekki, segja ekki orð og leyfa hon- um að ljúka því af sem hann ætlar að gera. Oftar en ekki metur konan aðstæður svo að henni sé ekki óhætt að beita afli eða öðrum mótþróa." Rúna leggur nrikla áherslu á að Stígamót líti á kynferðisofbeldi sem samfélagsvandamál sem varði okkur öll. „Þetta er ekki persónulegt vandamál þess sem beitir eða verður fyrir oíbeldinu. Við lít- um á þetta sem misbeitingu valds þar sem ólík staða kynjanna endurspeglast í þessari ýktu kven- fyrirlitningu. Og okkur finnst það vera samfélags- ins að bregðast við því,“ segir Rúna. Með þessum orðum kveðjum við Rúnu og Stíga- mót. Þegar blaðamaður gengur út í góða veðrið er hún ekki fjarri því að það búi einhver ný von i brjósti sínu. Sú von að þrátt fyrir alla þessa illsku í heiminum þá muni allt verða í lagi. Svipuð von og þau sem leita til Stígamóta finna eflaust fyrir eftir veru í þessu þægilega húsi sem er sveipað anda allra þeirra sigurvegara sem hafa kjarkinn til að láta sér líða betur. Ef stúlku er nauðgað þá þýðir það að ein- hver hafi gert henni eitthvað sem hún vildi ekki sjálf, annars væri það ekki nauðgun.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.