Vera - 01.06.2002, Síða 67
þýðing: Bára Magnúsdóttir
Ég vona að þér verði aldrei nauðgað
Nýlega varð enn einn hneykslanlega
vægur dómur í kynferðisbrotamáli
hér á landi til þess að viðamikil
undirskriftasöfnun var hafin. Von-
andi verður hún til þess að vekja
dómara í héraðs- og Hæstarétti til
umhugsunar um óréttlætið sem í því
felst að fella svo væga dóma yfir
mönnum sem eyðileggja líf annarra.
En það er einnig mögulegt að skrifa
bréf eða tölvupóst beint til dómar-
anna þar sem þeim er alvara
málsins gerð ljós. Eftirfarandi bréf,
sem er þýtt úr ensku, skrifaði kona
nokkur í Bandaríkjunum til karl-
kyns dómara í heimabæ hennar,
þegar henni ofbauð linkind hans við
kynferðisafhrotamenn. Þetta gerði
hún til að reyna að fá hann til að sjá
þessa atburði með augum þoland-
ans.
Kona þessi, sem kýs að kalla sig
,,Redpower“ hefur gefið leyfi sitt
fýrir því að birta bréfið í VERIJ og
jafnframt heimild til að senda það til
dómara hér á landi.
Eg hef aldrei óskað neinni mann-
eskju þess að vera nauðgað. Eg vona að
þér verði aldrei nauðgað. En ef svo fer,
er ýmislegt sem ég vona fyrir þína
hönd.
Ef þér verður nauðgað, vona ég að
árásarmaðurinn náist. Eg vona að
málið fari fyrir rétt og að þú berir
vitni fyrir fullum dómssal um hvað
nauðgarinn gerði þér. Eg vona að það
komi fram í fjölmiðlum. Eg vona að
nákvæm lýsing þín á atburðum verði
skeggrædd af ókunnugum á opin-
berum vettvangi. Ég vona að árásar-
maðurinn játi og verði dæmdur sekur.
Og ég vona að hann fái skilorðs-
bundinn dóm.
Ég vona að þú segir sjálfum þér að
þú komist yfir þetta. Og óg vona að þú
komist yfir þetta. Og þegar þú kemst
að þeirri niðurstöðu að þetta sé yfir-
staðið og þú hafir komist yfir þetta,
vonast ég til að þú vaknir upp um
miðja nótt með krepptan hnefann
fyrir munninum til að bæla niður
öskur. Ég vona að þú fáir kvíðaköst
sem þú getur ekki útskýrt fyrir ást-
vinum þínum, að hjarta þitt berjist
svo um að þú haldir að þú sért að
deyja. Ég vona að þegar þú sérð ein-
hverja rnenn á götu, minni þeir þig á
manninn sem nauðgaði þér og að þú
brotnir saman og grátir af hræðslu úti
á miðri götu.
Ég vona að þú leitir þér hjálpar. Ég
vona að meðferðaraðilinn eða ráð-
gjafinn eða læknirinn eða konan þín
segi þér að þú verðir nú „að jafna þig
á þessu“. Ég vona að þér finnist að þú
getir það ekki. Ég vona að þér finnist
að enginn skilji hvað þú hefur gengið
í gegnum, að þú eigir á einhvern hátt
sjálfur sök á því sem gerðist og að þú
hafir átt þetta skilið.
Ég vona að konan þín veiti þér
stuðning. Ég vona að hún elski þig og
vilji annast þig og að fljótlega fái hún
innst með sér ógeð á þér fyrir það sem
gerðist. Ég vona að hún velti fyrir sér
hvort þér hafi fundist það gott. Ég
vona að þú munir aldrei aftur njóta
kynlífs.
Ég vona að þér finnist að líf þitt sé
í rúst. Endanlega. Hafðu samt ekki
áhyggjur af því. Það getur verið að
það lagist. Það verður bara mikil
vinna fyrir þig að koma því í lag.
Þú ert sennilega löngu hættur að
lesa, og það er allt í lagi, því þú last
líklega byrjunina sem er: Ég vona að
þér verði aldrei nauðgað. -Redpower
)