Vera - 01.08.2003, Page 61
/ MATUR
Olífufiskisalat
fyrir 4
1 harðsoðið egg
1 dós túnfiskur eða köld soðin ýsa eða lúða
2 1/2 sm blaðlaukur
1 mskfranskt sinnep
1 tsk karrí
2 1/2 msk ferskt dill eða 1 tsk þurrkað
15 grænar eða svartar ólífur niðurskornar
2 msk kapers (heilt, setja í vatn ef mjög salt)
2 msk ólífuolía eða önnur bragðgóð olía
2 1/2 msk ferskt dill eða 1 tsk þurrkað
Ferskt grænmeti, svo sem græn salatblöð, paprika
og radísur.
Skerið blaðlauk smátt og ólífurnar í litla bita. Blandið
saman eggjum, blaðlauk, ólífum, túnfiski (eða öðrum
fiski), frönsku sinnepi, karríi og olíu. Klippið niður dill
og bætið útí. Smyrjið á brauð og raðið fersku
grænmeti yfir. Passar vel í samloku, á grófa mjúka
brauðsneið eða með góðu hrökkbrauði.
Brauð með hummus
fyrir 4
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir (240 g)
3 msk ólífuolía
1 msk tahini (semsammauk)
2 hvítlauksrif
1/2 tsk chilliduft
1 dl fersk steinselja
2 tsk þurrkað cummin
1/2 tsk salt
nýmalaður svartur pipar
Ferskt föngulegt grænmeti, t.d. tómatar, rifnar
gulrætur og kál.
Setjið baunirnar í matvinnsluvél ásamt öðru
hráefni og blandið saman. Hummusi er smurt
á brauðið og fersku grænmeti raðað yfir. Þetta
er einföld samloka og álegg sem flestum líkar.
Gráðostasalat
fyrir 8
2 dl sýrður rjómi
50 g gráðostur
2 msk saxaðar heslihnetur
500 g rækjur, kjúklingur, skinka eða roastbeef eða það sem til er
1 blaðlaukur
2 tómatar
1/2 jöklasalatshaus
Merjið gráðostinn með gaffli og blandið saman við sýrða rjómann. Raðið
rækjum (eða öðru því sem valið er að nota) ofan á brauðið ásamt blaðlauk og
grænmeti. Setjið sósuna ofan á og stráið söxuðum heslihnetunum yfir. Sósan
verður bragðmeiri ef hún fær aðeins að bíða. Gott salat í gróf pítubrauð eða
sem samloka og fín sneið í forrétt þá gjarna á gróft brauð án skorpu.
vera / 4. tbl. / 2003 / 61