Vera - 01.10.2004, Síða 25

Vera - 01.10.2004, Síða 25
/ KARLMENNSKA OG OFBELDI / » Á árunum 1998 til 2001 sá Rauði kross íslands ásamtfleirum um tilraunaverk- efnið Karlar til ábyrgðar þar sem körlum sem beittu heimilisofbeldi var boðið að vinna í sínum málum og reyna að breyta hegðun sinni. Því miður fékkst ekki fjármagn til að halda þessu verkefni áfram þótt full þörf sé á því. VERA settist niður með karlmanni sem tók þátt í þessu verkefni. Hann er fráskilinn, tveggja barna faðir á fertugsaldri og leitaði sér hjálpar vegna heimilisofbeldis sem hann beitti fyrrverandi eiginkonu sína. Hann treystir sér ekki til að koma fram undir nafni því hann er hræddur við viðbrögð síns nánasta umhverfis, hræddur um að vera stimplaður, en á sama tíma telur hann mikilvægt að ræða um þessa hluti og leiðir til að hjálpa ofbeldismönnum að komast úr því fari að beita ofbeldi. Hann byrjar á því að segja frá barnæsku sinni: Ég var svolítið erfiður sem barn, ef ég fékk ekki það sem ég vildi þá fengu all- ir að heyra að ég væri reiður. Ég labbaði um og skellti hurðum og stappaði niður fótunum. Þegar ég hafði skemmt eitthvað eða logið vísvitandi að foreldrum mínum man ég eftir nokkrum skiptum þar sem ég var flengdur. En þegar ég var orðinn stærri og sterkari lét ég ekki flengja mig lengur. Ég átti það jafnvel til að rífa í pabba og mömmu ef ég var orðinn rosalega reiður. Frá barnæsku til 12-13 ára aldurs var ég svona ofsafenginn en svo kom æðislega góður tími þar sem ég hafði mikið traust á sjálfum mér og leið ofsalega vel. Svo gerð- ist það einhvern veginn eftir að ég giftist að ég lét þetta detta aftur í sama farið. Við hjónin rifumst mikið og oftar en ekki þá varð ég undir í þessum rifrildum. Þegar mér fannst ég vera að missa tökin á at- burðunum greip ég inn í með ofbeldi. Ég missti ekkert stjórn á mér, ég hafði fulla stjórn á hvað ég var að gera en þetta gerðist náttúrlega í hita rifrildisins. Ég hefði sennilega ekki tekið þessa á- kvörðun hefði ég verið aðeins rólegri. Hvernig birtist þetta ofbeldi? Þetta kom fram í ýmsum myndum, ég lét þetta oft bitna á hlutum og skemmdi að minnsta kosti tvær hurðir í íbúðinni hjá okkur. En oft urðu úr þessu einhverj- ar hrindingar og kinnhestar. Ætli við höf- um ekki verið búin að vera gift í eitt og hálft ár þegar ég beitti fyrrverandi konu mína ofbeldi í fyrsta skipti. Hvernig leið þér eftir að hafa beitt eiginkonu þína ofbeldi? Þetta tók alveg gríðarlega á eftir á, ég var illa á mig kominn andlega og ég lét allt eftir henni. Hluti sem voru kannski ágreiningsmál og urðu til þess að við fórum að rífast, lét ég eftir henni. Mér fannst hún ganga á lag- ið með þetta og það gerði mig ennþá pirraðri. Ég var þar af leiðandi kominn í þennan Ijóta vitahring þar sem þurfti alltaf miklu minna til að æsa mig upp í hvert skipti. Mér var farið að finnast allt í lagi að beita ofbeldi. Þú upplifir sem sagt að þú hafir stjórnina þegar þú ert að gera þetta? Já, mér var bara alveg drullusama þó ég gerði þetta. Ég var aldrei undir áhrif- um áfengis en eftir á nagaði samviskan mig alltaf. Þetta er náttúrlega það lág- kúrulegasta sem maður gerir. Hvaða afleiðingar hafði þetta fyrir sambandið? Inn á milli voru mjög góðir tímar en þetta vofði alltaf yfir samþandinu. Hjá henni var alltaf ótti um að núna hlyti þetta að fara að skella á aftur, sérstak- lega þegar einhver tími var liðinn frá seinasta rifrildi eða kasti í mér. Ég var náttúrlega stundum eins og barn í ofsakasti. Hvað gerði það að verkum að þú leitaðir þér hjálpar? Margir halda að þeir þurfi ekkert að gera í þessu og það var ekki eingöngu að eigin frumkvæði að ég fór og talaði við heimilislækni um þetta, konan mín átti hlut í því líka. Við ræddum um það okkar á milli að þetta væri eitthvað sem við vildum ekki hafa. Við höfðum gift okkur vegna þess að við vorum ham- ingjusöm og elskuðum hvort annað og vildum upplifa það áfram. Af hverju leitaðir þú til heimilislæknis? Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að gera, vissi ekki hvert ég átti að leita til að fá hjálp. Ég var að spá í hvort ég væri ekki bara brjálaður og hvort ekki væri til eitthvert töfralyf sem gæti leyst þetta. Lyf sem gætu breytt hormónum og ser- atónum í heilanum svo að ég yrði ekki svona brjálæðislega ofsafenginn. En heimilislæknirinn hafði heyrt að Rauði kross íslands væri með verkefni í gangi fyrir karlmenn sem vildu breyta hegðun sinni. Hann hringdi í mig nokkrum dög- um seinna með nöfnin á tveimur sál- fræðingum sem sáu um þetta fyrir Rauða krossinn. í hverju fólst sú meðferð? Þetta byrjaði á einstaklingsmeðferð þar sem ég fór og hitti sálfræðing í nokkrar vikur og svo vildi hann að ég byrjaði að hitta þennan hóp af körlum sem allir höfðu beitt ofbeldi en gerðu sér grein fyrir að það væri rangt og vildu breyta hegðun sinni. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst því ég skammaðist mín veru- lega fyrir hvað ég gerði. Skammaðist mín Við hjónin rifumst mikið og oftar en ekki varð ég undir í þessum rifrildum. Þegar mér fannst ég vera að missa tökin á atburðunum greip ég inn í með ofbeldi vera / 5. tbl. / 2004 / 2

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.