Vera - 01.10.2004, Page 27

Vera - 01.10.2004, Page 27
ÞÓRHILDUR EINARSDÓTTIR / FJÁRMÁL / Viðburðaríkt ár að baki » Það er við hæfi þegar árinu er að Ijúka að líta yfir farinn veg og fara yfir helstu atburði á fjármálamarkaðinum. Þar ber hæst samkeppni bankanna við íbúðalánasjóð á húsnæðislánamarkaðinum og útrás bankanna. Hlutabréfamarkaðurinn skilaði framúrskarandi ávöxtun og sló hvert metið á fætur öðru. Það er því ekki hægt að segja annað en að fjárfestar á íslandi geti unað vel við sinn hlut nú þegar árið er að enda. Hins vegar er rétt að hafa í huga að ekki er hægt að búast við slíkri ávöxtun að jafnaði. Samkeppni um húsnæöislánin Síðla sumars reið KB banki á vaðið og kynnti nýjung í íbúðalánum þegar hann lækkaði vexti á slíkum lán- um umtalsvert og bauð betri kjör, hærra láns- og veðsetningarhlutfall en áður hafði tíðkast. í kjölfarið fylgdu hinir viðskiptabankarnir, íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir og má segja að þar hafi samkeppnin birst í öllu sínu veldi þegar þessir aðilar kepptust hver við annan um að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör en keppinautarnir og er ekki séð fyrir end- an á þeirri þróun. Þegar þetta er ritað hefur íbúða- lánasjóður og viðskiptabankarnir nýverið lækkað vexti í 4,15% en í upphafi árs voru vextir á húsnæð- islánum hjá íbúðalánasjóði 5,1%. Útrás íslensku bankanna Síðustu vikur og mánuði hafa íslenskir fjölmiðlar ver- ið uppfullir af fréttum um útrás íslenskra fyrirtækja og hefur þessi útrás vakið mikla athygli erlendis og stöðugt klifað á innrás víkinganna úr norðri. Þar hafa fjármálafyrirtækin ekki síst verið áberandi og hefur KB banki verið þar í fararþroddi og er nú einn af tíu stærstu þönkum á Norðurlöndum. í júní tilkynnti KB banki um kaup sin á danska bankanum FIH og er eft- ir kaupin kominn með stóran hluta tekna sinna er- lendis frá. Þá lét íslandsbanki hendur standa fram úr ermum og keypti tvo banka á árinu. Fyrri kaupin áttu sér stað í október þegar hann keypti Kredit- banken í Álasundi og í nóvember styrkti bankinn stöðu sína enn frekar í Noregi þegar hann keypti BN- þank. Landsbankinn hefur einnig lýst því yfir að hann hyggist kaupa banka erlendis en fyrir er bank- inn með starfsemi í London og Luxemborg. íslenski hlutabréfamarkaðurinn í broddi fylkingar Það er óhætt að segja að íslenski hlutabréfamarkað- urinn hafi komið skemmtilega á óvart á árinu sem er að líða og hefur hann t.d. hækkað mest af öllum hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndum. Þegar þetta er ritað er rúmur mánuður til ársloka og nemur hækk- un Úrvalsvísitölunnar, sem mælir hækkun á 15 stærstu og veltumestu félögunum sem eru skráð í Kauphöll íslands, 67%. í upphafi árs átti enginn von á þetta miklum hækkunum enda höfðu verið miklar hækkanir á hlutabréfamarkaðinum árið áður þegar Úrvalsvísitalan hækkaði um 56%. Mikil bjartsýni hef- ur verið ríkjandi gagnvart framvindu efnahagsmála og aðstæður á fjármálamarkaði að sama skapi verið góðar. Þá má lika segja að þær umþreytingar sem hafa verið í íslensku viðskiptalífi, einkavæðing og aukin útrás íslenskra fyrirtækja hafi valdið auknum áhuga fjárfesta og þessum hækkunum. Einnig hefur verið mikið af lausu fé í umferð sem hefur leitað inn á hlutabréfamarkaðinn. Ástæða til bjartsýni íslensk fyrirtæki róa nú á erlendum miðum sem er gott og ætti að vera til hagsbóta fyrir hluthafa, starfs- fólk og ekki síst þjóðarbúið i formi aukinna skatt- tekna. Væntanlega aukast umsvif þessara félaga að sama skapi hér heima og skapa fleiri störf. Ég held það megi með sanni segja að við höfum gengið göt- una til góðs í þeirri þróun sem hefur verið á fjármála- markaðinum síðustu ár og engin ástæða til annars en að vera bjartsýn á framhaldið. Frumsýning 7. janúar - Miðasala hafin Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3 • 103 Reykjavik Miðasala 568 8000 • www.borgarleikhus.is BORGARLEIKHUSIÐ Sími miðasölu: 568 8000 • Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.