Vera - 01.10.2004, Qupperneq 35
!
Ég er fyrsta konan í sögu samtakanna sem hefur verið kjörin í þetta
embætti. Það þykir mikill heiður því í þessum hópi eru lagðar línur um
verkefni samtakanna. Hópstjórarnir á undan mér voru virtir mannrétt-
indalögfræðingar á borð við David Weissbrodt og Paul Hoffmann
búningsnefndinni íylgir jafnframt það hlutverk að vera fundar-
stjóri vinnuhópa þingsins og hefur Jóhanna stjórnað fundum um
mannréttindastefnu samtakanna á íjórum heimsþingum.
„Ég er fyrsta konan í sögu samtakanna sem hefur verið kjörin í
þetta embætti. Það þykir mikill heiður því í þessum hópi eru lagð-
ar línur um verkefni samtakanna. Hópstjórarnir á undan mér voru
virtir mannréttindalögfræðingar á borð við David Weissbrodt og
Paul Hoffmann. Það var mikil áskorun að feta í fótspor þeirra. Um
400 fulltrúar sitja heimsþingin og í mínum vinnuhópi eru yfirleitt
um 100 manns. Ég hef líka tekið að mér fleiri verkefni fyrir al-
þjóðasamtökin, t.d. farið í eftirlitsferðir þar sem vandræði hafa
komið upp í deildum og haldið námskeið víða fyrir nýstofnaðar
deildir.”
En hvað með starf íslandsdeildarinnar?
„Starfið byggir á hópastarfi og af 4000 félögum má áætla að um
10% séu virkir, sem er svipað hlutfall og annars staðar. Félagar
greiða félagsgjöld og fá fréttabréf nokkrum sinnum á ári, einnig
tilkynningar á netinu ef þeir óska. Margir taka þátt með því að
skrifa bréf upp úr fréttabréfunum út af einstökum málum og
senda til stjórnvalda viðkomandi lands. Yfír 100 félagar eru í
skyndiaðgerðaneti og fá tilkynningar um aðgerðir sem þeir taka
þátt í. Á heimasíðum okkar, amnesty.is og amnesty.org, er hægt að
fá upplýsingar um aðgerðir sem hægt er að taka þátt í.
Að öðru leyti koma félagarnir að starfinu á margvíslegan hátt,
hver eftir sinni getu og aðstæðum. Gott dæmi um mikilsvert frani-
lag einstakra félaga er þegar Erlendur Lárusson tók að sér að þýða
bók um mannréttindakennslu sem kom út nýlega. Bókin heitir
Fyrstu skrefin - handbók um mannréttindafræðslu og er hugsuð
sem handbók fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum en í
henni eru hlutverkaleikir og alls kyns verkefni. Hún er nú í prufu-
kennslu í Vogaskóla og fleiri skólar ætla að taka hana til kennslu.
Einnig hafa prestar tekið hana til fermingarfræðslu enda er tekið á
ýmsu sem unglingar eru að velta fyrir sér, t.d. einelti, sjálfsmynd,
ábyrgð og samskiptum.
Starfsemi Amnesty International er ekki bara mikilvæg fyrir
það fólk sem samtökin vinna fyrir, heldur er Amnesty líka vett-
vangur fyrir fólk sem vill vinna að betri heimi. Það er mjög gefandi
að vera í samskiptum við fólk sem hefur sömu grundvallar lífsaf-
stöðu og þú þótt bakgrunnurinn geti verið mjög ólíkur og finna að
starfið getur skilað raunverulegum árangri í aðstæðum venjulegs
fólks. Sem foreldri og uppalandi hefur starf mitt að mannréttinda-
málum haft rnjög góð og jákvæð áhrif á dóttur mína, Margréti.
Hún hefur öðlast skilning á því að um allan heim er til fólk sem
lætur sig aðrar manneskjur varða. Ég held að starf mitt hjá Am-
nesty hafi hjálpað mér til að verða skárra foreldri.
Aðalherferð Amnesty núna er gegn ofbeldi á konum og kyn-
bundnu ofbeldi, hvort sem það á sér stað á friðar- eða stríðstím-
um. I sambandi við það átak hefur Islandsdeildin unnið náið með
öðrunr samtökum sem láta sig rnálið varða, sérstaklega Kvennaat-
hvarfinu. Liður í því var aðgerðin á Arnarhóli um hina nafnlausu
konu sem reitti mann sinn til reiði og 16 daga átak gegn kyn-
bundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember.
Það er nauðsynlegt að við leggjumst á eitt þegar um svo brýn
mannréttindamál er að ræða,” sagði Jóhanna að lokum.
vera / 5. tbl. / 2004 / 3