Vera - 01.10.2004, Page 44
hvað milljónir. Eftir þetta kom grein í DV
undir yfirskriítinni: Sjálfsmeðaumkun á
uppboði. Innihaldið var að þeir botnuðu
ekki í því að konur væru ennþá að kvarta
þótt búið væri að kjósa konu sem forseta.
Og seinna voruð þið með uppákomu í
borgarstjórn.
Já, það var líklega sumarið 1984, á
miðju kjörtímabili Kvennaframboðsins og
búið að ganga á ýmsu. Fulltrúar Kvenna-
framboðsins höfðu orðið fyrir kynferðis-
legri áreitni af hálfu annarra borgarfulltrúa
og öll afgreiðsla mála eins og hún var þá og
hefur því miður lítið breyst. Á þessum
fundi var borgarstjórnin að ganga frá þátt-
töku í einhverskonar hlutafélagi um Hólm-
fríði Karlsdóttur fegurðardrottingu. Kven-
leg fegurð átti sem sagt að selja íslenskt
kjöt, fiskflök og skreið til Nígeríu en okkur
fannst að það væri kannski eitthvað annað
sem skipti meira máli. Við útbjuggum á
okkur kórónur og borða og fórum upp í
borgarstjórn. Við höfðum hist áður og tal-
að um að vera klæddar eins og fegurðar-
drottningar í kjólum eða sundbolum. Ég er
alltaf svo öfgafull þannig að ég fór auðvit-
að í sundbol enda hef ég örugglega ekki átt
mikið af síðum og fallegum kjólum.
Magdalena Schram og Guðrún Jónsdóttir,
sem voru borgarfulltrúar Kvennafram-
boðsins, mættu í borgarstjórnarsalinn
uppstrílaðrar og við hinar vorum á áhorf-
endapöllum. Það varð töluvert uppþot og
mér er minnis-
stætt og fannst
skemmtilegt að
þegar við vorum
á leiðinni upp
var þar ungur
blaðamaður
sem sá okkur og
rauk í næsta til-
tækan síma,
hringdi í sinn
fjölmiðil og
sagði: „Það er
allt að verða vit-
laust hérna, allt
fullt af konum klæddar eins og fegurðar-
drottningar. Ein er á sundbol og hún er
meira segja svolítið feit.” Það var náttúru-
lega alveg óheyrt að feit kona væri á sund-
bol, það var bara fyrir konur sem uppfylltu
einhver stöðluð mál.
Við vorum hugmyndaríkar á þessum
tíma og stóðum fyrir alls kyns aðgerðum
þó að það kæmist ekki alltaf í fjölmiðla. Ég
man eftir okkur í stinningskalda um miðja
nótt, prílandi utan á styttum bæjarins að
hengja á þær kjóla. Einhverntíma sátum
við og skárum út líkamsparta kvenna, það
var farið í búðir og neitað að borga nema
hluta af því sem karlar borguðu í samræmi
við launamuninn og svo margt, margt
fleira sem við aðhöfðumst, svo ekki sé
minnst á allar áætlanirnar sem aldrei
komust í framkvæmd.
Varð ekki Kvennaframboðið til á þínu
heimili?
Nei, það var ekki stofnað þar en hug-
myndin varð þar til. Hugmyndina að
Kvennaframboðinu á Guðlaug Teitsdóttir
kennari. Þannig var að það voru einhverjar
breytingar á miðstöð Rauðsokkahreyfing-
arinnar, einhverjar voru að hætta, og ég
bauð í mat heim til mín. Það var náttúrlega
rætt um stöðu kvenna og þá sagði Gulla
eitthvað í þessum dúr: „Þetta breytist aldrei
nema að við komust til valda. Við verðum
bara að bjóða fram.” Að þessum orðum
urðu nokkur vitni og síðan var verið að
hafa þetta í flimtingum. Það var ekkert
ofsalega löngu seinna að við settumst nið-
ur, ég, Ingibjörg Hafstað, Kristín Ástgeirs-
dóttir og fleiri og gerðum lista yfir mögu-
legar konur til þess að taka þátt í og undir-
búa svona framboð.
Þú tókst sæti á lista?
Já, já, ég held að ég hafi verið í 7. sæti,
man það ekki alveg. Ég var nú aðeins of
róttæk af því að Kvennaframboðið átti að
vera breiðfylking og þá þótti ekki heppilegt
að flagga mér mjög ofarlega, og alls ekld
okkur Guðrúnu Jónsdóttur saman.
Varstu einu sinni á lista eða oftar?
Kvennaframboðið bauð bara fram einu
sinni og uppfrá því Kvennalistinn. Ég
studdi ekki tilurð Kvennalistans vegna þess
að mér fannst vanta svo mikið upp á al-
menna vitund. Kvenfrelsismálin verða ekki
leyst í stofnunum, það verður að leysa þau
allsstaðar - á heimilum, á vinnustöðum,
bara allsstaðar þar sem er fólk. Mér hefur
alltaf fundist mikilvægt að kvenfrelsisbar-
áttan eigi sem flestar birtingarmyndir, hún
á ekki að festast í kerfum eða einhverju
apparati sem sér um hana. En það varð
heilmikil gróska i framhaldi af Kvenna-
framboðinu, það urðu til Samtök kvenna á
vinnumarkaði, Kvennaráðgjöfin, Kvenna-
athvarfið, Stígamót, Kvennalistinn og ör-
ugglega margt fleira sem ég er að gleyma.
Það var ofsalega gaman að vera þátttakandi
og sjá að inn í Kvennaframboðið komu
konur sem aldrei höfðu komið nálægt póli-
tísku starfi, konur sem unnu í fiski, í heim-
ilisshjálp eða öðrum láglaunakvennastörf-
um. I upphafi voru þær með en síðan
hrundi utan af þessu og þeim fækkaði
alltaf sem tóku þátt í starfinu og það end-
aði sem fámennt bæjarmálaráð. Svo sann-
arlega byrjaði þetta sem fjölda kvenfrelsis-
hreyfing en var ekki lcngur fjöldahreyfing
þegar Kvennaframboðið var búið að sitja
þrjú ár í borgarstjórn.
Varstu þá sátt þegar Kvennalistinn
hætti?
Mér fannst að hann hefði átt að hætta
miklu fyrr. I þessari afstöðu var ég reyndar
svolítið tvístígandi því ég var hlynntari
Kvennalistanum úti á landi, mér fannst
hann hafa þar jákvæð áhrif. Kvenfrelsis-
málunum verður aldrei bjargað með því að
einhver sjái um þau, a.m.k. 80% kvenna
verða að vera meðvitaðar um stöðu sína og
hvort og hvernig hallar á þær. Það má aldei
slaka á því það er langt í land.
Hefurðu fylgst með eða tekið þátt í
Femínistafélagi íslands?
Nei, ég hef ekki gert það en ég var ægi-
lega kát þegar ég heyrði um Bríeturnar sem
Mínar jafnréttishugmyndir ganga ekki bara út
á að konur verði þingmenn eða borgarstjórar
eða fái „karlalaun” íyrir „karlastörf ”, heldur að
hefðbundin kvennastörf séu metin og virt.
Það hefur ekki gerst og ég leyfi mér að fullyrða
að munurinn hafi aukist
44 / 5. tbl. / 2004 / vera