Vera - 01.04.2005, Síða 7

Vera - 01.04.2005, Síða 7
Sigríður Árnadóttir lýsir tónleikunum og nýju hljómsveitirnar fimm kynna » Þann 2. apríl síðastliðinn fóru fram tónleikarnir Tryllingur og spilling í tónleikasalnum Berlín í Klink og Bank. Meðlimir Brúðarbandsins stóðu að þessum tónleikum en þeim var farið að þykja hlutverk sitt sem eina kvennahljómsveit landsins einmanalegt og fóru því á stúfana að finna fleiri konur sem rokka. Þetta kvöld komu fram sex hljómsveitir sem í eru konur að miklum meirihluta. Þess má til gamans geta að helgina áður var haldin tónlistarhátíð á ísafirði undir yfirskriftinni Aldrei fór ég suður. Þar spiluðu rúmlega þrjátíu hljómsveitir og var einungis einn meðlimur þeirra kvenkyns, hún Birgitta Haukdal í írafári. Tónleikarnir byrjuðu á rólegu nótun- um með Lazy Housewifes sem eru þær Dísa (trumbuleikari Rokkslæðunnar) og söngkonan Nana. Þær fluttu nokkur angurvær og falleg lög, bæði frumsam- in og ábreióur, og skiptust á að spila á gítar, hljómborð, bassa og pott. Tvær Brúðarbandsmeyjar lögðu fram aðstoð í nokkrum lögum, Katrín harmónikkuleik- ari tók nú bassa sér í hönd og Sigga söng raddir. Þetta var lognið á undan storminum þvi næst sté Viðurstyggð á stokk. Þetta ársgamla tríó hefur alltaf verið magnað vcra / 2. tbl. / 2005 / 7

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.