Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 8

Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 8
þvi að standa sem fastast saman um menningarlega velferð borgaranna, sem samhliða er lífakkeri heilbrigðs þjóðar- metnaðar og þroska. Bendir margt til þessa, þótt aðeins fátt af því verði hér talið. Frá 1916 hefur þar starfað prentsmiðja, Skógræktarfélag og Sögufélag Siglufjarð- ar. Hið síðastnefnda hefur á stefnuskrá sinni að vekja menn og hvetja til ár- vekni um geymd og varðveizlu sameigin- legra sögulegra minja í þróunarsögu bæj- arins- Félagið hefur þegar gefið út fyrsta ritverk sitt á þessum vettvanga, um Siglufjarðarpresta. Það hefur og hafist handa um söfnun öinefna, ritgerða o. fl. Þá er þar liflegt kvenfélag eins og víðar í þessu landi. Konurnar hafa lengi verið virkar og vakandi í öllum menn- ingar- og mannúðarmálum, og hafa Sigl- firzkar konur ekki þar legið á liði sínu. Þar eru og starfandi Verklýðsfélög auk pólitískra félaga. f Siglufirði er og starfandi ágætt bóka- safn, sem hin síðari ár mun hafa verið mikill sómi sýndur. ★ Stúkan Framsókn og Sjó- mannaheimili Sigluf jarðar. Stúkustarf hefur lengi staðið traustum fótum í Siglufirði. Hefur þar margt nytjafólk komið við sögu, og er árangur- inn í samræmi við það. Því miður brest- ur mig kunnugleika til þess að geta minnst verðuglega þessa ágæta fólks. En meðal þessa ágæta fólks má nefna: Áma Jónasson klæðskera, Helga Ásgrímsson verzlunarmann, Þórarinn Iljálmarsson vatnsveitustjóra, Andrés Hafliðason, Hannes Jónasson kaupmann. og konu hans Kristínu Þorsteinsdóttur, Pétur Bjömsson kaupmann og konu hans Þóm Jónsdóttur, Jóhann Þorvaldsson kennara, séra Óskar J. Þorláksson og séra Kristján Róbertsson, Jón Jóhannsson fiskimats- mann, Kristján Dýrfjörð (nú í Hafnar- firði), Tryggva Kristinsson kennara, Frið- rik Hjartar skólastjóra, Þóru konu hans og fjölskyldu yfirleitt, og Jón Kjartans- son bæjarstjóra. Þannig hefur Reglan haft mikilvæga þýðingu fyrir uppeldi æskulýðsins, fram- farir og menningarleg afrek bæjarins. — Fyrsti gæzlumaður unglingastúkunnar mun hafa verið fyrrnefnd Kristín Þor- steinsdóttir, kona Hannesar Jónassonar, en enginn einn mim hafa lagt því meira lið og ofrað því fleiri stundum en frú Þóra Jónsdóttir, kona Péturs Björnssonar. Þar starfar hún enn af miklum eldmóði. Um nokkur ár lagði Þóra það einnig á sig að vera leiðtogi unglingastarfs Regl- unnar fyrir allt landið, er hún rækti með mikilli prýði. Á vegum stúkunnar Framsókn og fyrir ötula framgöngu félaga hennar hefur leikstarfsemi verið með miklum blóma í Siglufirði. Hefur leikfélagið ekki haft nein vetlingatök við þá menningarvið- leitni- Það hefur fengið að ágæta leik- stjóra og leikkrafta, og ekki lagt sig niður við smá verkefni, sem marka má m. a. af því að þar hafa þeir leikið Nýjársnótt- ina, Galdra-Loft og Fjalla-Eyvind, svo fátt eitt sé nefnt af verkefnum þess. Mun óhætt að fullyrða að Stúkan Framsókn hafi lengi verið aðaldriffjöðrin í leikstarf- seminni. Auk mikils starfs á sviði bindindismál- anna hefur svo stúkan Framsókn bein- línis unnið afrek með byggingu og starf- rækslu Sjómannaheimilis Siglufjarðar, en það er orðið viðfrægt og vel metið af sjómönnum um land allt fyrir gott skipu- lag, góða þjónustu, árveloii og myndar- skap í öllum efnum. Auk þess sem heim- ilið hefur veitt þarna sjómönnum griða- 76 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.