Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 38
Hinn mikli styrkur sigrar meinin vönd
An innra afls er maðurinn engimn
maður, strá sem berst með straumi, reka-
bútur , sem engiim veit hvert fer eða
ílækist. Erfðir hafa hér auðvitað mikið
að isegja, umhverfi einnig og uppeldi. Af
öllu þessu mótast í aðaldráttum starfsval
mamnsins og lífshugsjón. Fleira kemur
hér og úrvalsmönnum til góða, þ. e.
óvenjulega náið og traust samband við
uppsprettu lífsins, við Guð. Það eru þeir,
sem Guð útvelur sem sína. menn, og
höndlaðir verða af Kristi. Þeim verður
allt auðvelt um eigin hag. Þeir eru bljúg-
ir menn, en samhliða styrkar hetjur fyr-
ir kraft Guðs, sem þá istyrka gerir, til
blessunar fyrir ótalda einstaklinga- Oft
leiddir með undursamlegum atvikum á
nýjar brautir eða nýja staði, til þess að
bera vitni almætti Guðs og óendanlegum
kærleika. Þessir menn verða oft reyndir
á margvíslegan hátt. Hvort þeim sé trú-
andi, treystandi til þess að standa ■ stöð-
ugir, og bregðast hvorki sjálfum sér né
mömnunum, sem Guð hefur útvalið þá til
að leiðbeina, stækka og gera sterka, til
þess að ganga beina braut lífsins, sjálf-
um sér til heilla, og sem flestum öðrum
til blessunar.
Einn Akumesingur hefir orðið þeirrar
náðar og giftu aðnjótandi, að verða trú-
verðugur Ijósberi Guðs í þessari sveit, svo
að fjöldi mannis í fjarlægri heimsálfu
efast ekki um einlægni hans, og náið
samband við uppsprettu kraftarins.
Þessi maður er Sveinbjöm Sigurður
Ólafsson frá Halakoti á Akranesi. Hann
er f. þar 24. nóv. 1897, og er því sex-
tugur á þessu hauisti- Foreldrar hans
106
voru: Anna Sveinbjörnsdóttir frá Bygg-
garði, Guðmimdssonar bónda á Hvítár-
völlum, Sveinbjömssonar, en Guðmund-
ur þessi Sveinbjörnsson var hálfbróðir
Þórðar háyfirdómara Sveinbjömssonar,
föður Sveinbjarnar tónskálds, er samdi
hið fagra lag þjóðsönginn okkar. Faðir
Sveinbjarnar Ólafssonar var hins vegar
Jónas Ikaboðsson, ættaður úr Dölum
vestur.
I 9.—10. tbl. „Akraness“ 1949 hefi ég
ritað nokkuð um síra Sveinbjöm og upp-
hafsmann Metodistakirkjunnar, John
Wesley, en það verður ekki endurtekið
hér. Það virðist eins og hann hafi verið
leiddur út í prestsskapinn styrkum, ör-
uggum skrefum, sem þó eiga djúpar,
varanlegar rætur í fyrstu bemsku hans
hér á Akranesi öllu öðru fremur. Bimdn-
ar órjúfanlegum böndum minninga við
ljósum prýdda kirkjuna hans, þar sem
hann var ungur færður Guði í skíminni.
1 Reykjavík var hann í kirkju hins
landskunna prédikara, síra Ölafs frí-
kirkjuprests, en þaðan man hann lítið.
Hann var í Jóns Bjarnasonarskóla vest-
anhafs, og veldur sumt af verkefnunum
þar honum glímuskjálfta til að byrja
með- Þar er hann undir ömggri hand-
leiðslu úrvalsmanns, dr. Runólfs Mar-
teinssonar, þar sem gagnkvæm vinátta
og traust myndast. Eftir þetta gekk hann
á háskóla Metodista í Ameríku, þar sem
honum fannst liann fá svar við mörgum
vafaspurningum, sem til þessa höfðu ó-
náðað hann og valdið honum nokkmm
áhyggjum.
Nokkru síðar gerðist Sveinbjöm prest-
AKRANES