Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 32

Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 32
frá bungunni og liggur þá leiðin næsi unx beint að norðurenda svokallaðra Ljósufjalla, sem eru hæðir nokkrar, nefndar svo sökum litar þess, er þær bera. Mun honum valda líparít og það vera aðalsteintegundin í móbergi þvi, er þau eru gerð af, en á þessum slóðum er allt fast berg mógrjót sé það ekki brunahraim. Er þá farið suðvestur með austanverðum Ljósufjöllum rnn stund, og enda þau í 815 metra háum hnjúk, og hefir leiðin þá legið spottakorn eftir dalmynd, þvi að sunnan rís Svartikaml'- ur, en hann er beint áframhald af Snjó- öldufjallgarði, er skilur Veiðivötn frá lægð þeirri, er Tungnaá fellur um. Svartikamhur breikkar mjög til vest- urs í suðurendum, og rekur hann þann viðauka í hraunbálk mikinn, svo að þar verður lokuð leið. Er þá enn vikið vestur og suðvestur og rýmkar þá útsýni og sléttist um, taka við vikursandar mjög sprottnir geldingahnappi og músareyra. Munu þeir eiga uppnma sinn i Vatna- öldum, sem er allt að því 20 km löng röð sprengjugíga norðan við Veiðivatna- svæðið allt og hafa gosið vikrum einum. Þar er svo um land að sjá sem yfir renningsþiljur eftir stórhríð, enda mun hér hríðað hafa þeirri tegund úrkomu, sem ekki bráðnar né rennur burt við smávegis kerlingarblota. Meira að segja vatnsrennsli breytir minnu og lætur eft- ir sig færri menjar en ætla mætti á slíku landi, sandurinn gleypir snjóvatnið og hleypir miklu af því fram neðanjarð- ar án þess korni haggi. Svo kemur geld- ingahnappurinn, harðduglegur öræfabúi með langar rætur, en litlar þarfir og glitsaumar flötinn með blómastrjáli þrátt fyrir örðug skilyrði svipað og skáldbænd- umir fomu allt frá Agli og Snorra til Bólu-Hjálmars og Þorgils gjallanda, er skreyttu allt íslenzkt þjóðlíf með list sinni án nýmetis löngum, án miðstöðv- arhita og raflýsingar, meira að segja hálft árið án hreins andrúmslofts. En víkjum frá því. Um vikrana austur frá Vatnaöldum sveigði Guðmundur leið sína fyrir vestan Hraunvötnin suður að Stóra-Fossvatni og eftir veggbrattri öldu- röð, gömlum gígbarmi niður að Litla- Fossvatni. Var gaman að líta þar kring- um sig, yfir vötnin bæði og ekki hvað sízt niður með afrennsli þeirra Fossa- vatnakvislinni, þar sem hvannstóð og góð- gresi margt vefur bakkana niður allt gildragið. En geldingahnappurinn, þótt góður sé, hafði orðið full aðgangsharður í hlíðinni upp frá gilinu, því hann var á góðri leið með að gera hana þýfða eins og bólugrafna kerlingarkinn- Þegar ég áður hafði kunnleika um þær stöðvar var þar hver lina mjúk eins og meyjarvangi og gróðurinn aðeins á borð við varalit eða fegrunardíla, að þvi þó tilskildu að þeir séu til þeirrar prýði, sem þeim er ætlað að vera. Fossvötnin munu bæði vera gamlir gígar, einkum sýnist það ótvírætt um Litla-Fossvatn og fellur Foss- vatnakvíslin niður í gil sitt um lægð litla í barminum, þar sem vegurinn liggur nú. Varð Guðmundur að aka vatnið, því foss tekur við, þar sem vatninu sleppir, og svo snögglega dýpkar inn í vatnið að bíllinn var i drjúgum hliðhalla á meðan hann skreið yfir. Frá Litla-Fossvatni er svo ekki nema stekkjarvegur að veiðiskála Landmanna, er Tjarnarkot lieitir við Tjaldvatn. Sú leið er ekki villugjörn, því eldgjá hálf- fyllt og hraunklepruð með gígum og öllu því er slíkt landslag má skýrast auðkenna liggur þar á aðra hönd frá vatni til vatns. Er með henni farið og voru þar að þessu sinni nýjar hílslóðir. Hittum við svo á að bændur úr Landssveit voru þar margir í veiðiför og höfðu aflað. Hefi ég sjálfur 100 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.