Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 48
Ólafur Gunnarsson:
Leikhúsmal
★ Brosið dularfulla.
Sjónleikur í ]>rem þáttum ejtir Aldous Hux-
ley. ÞýSnndi og leikstjóri: Ævar Kvaran.
Leiktjöld: Lothar Grund.
Englendingurinn Aldous Huxley er
einn kunnasti og snjallasti rithöfund-
ur, sem uppi hefur verið á þessari öld.
Honum liggur alltaf eitthvað á hjarta
og allt, sem hann skrifar, er viturlegt og
oft bráðsnjallt. Brosið dularfulla er mjög
gott leikrit og vafalaust það bezta, sem
Þjóðleikhúsið hefur sýnt á þessu leikári.
Efnið er ekki nýtt enda munu öll beztu
verk heimsbókmentanna samin um hið
eilíft mannlega: Tilfinningar, vit og
verknað, sem lýtur tilfinningum og
mannviti.
Aðalpersóna leiksins, Henry Hutton
(Róbert Amfinnsson) er að eðlisfari
fremur hneigður til munúðar en mikilla
átaka en hann er góður maður, sem vex
við örðugleikana. Glæsileiki hans og
prúðmannleg framkoma gera hann gimi-
legan í augum kvenþjóðarinnar, og það
getur aldrei talizt vandalaust að sigla
þann sjó, sem fullur er af skerjum. Að
vísu geta skerin verið meinleysisleg, jafn-
vel aðlaðandi á blíðviðrisdegi og slétt-
um sjó, en þegar ofsaveður brestur á er
voðinn vís-
Voðinn birtist í gerfi Janet Spence
(Inga Þórðardóttir), sem elskar Hutton
eins heitt og 35 ára háttprúð stúlka með
alla kynorkuna innibyrgða, getur elskað
karlmann- Þegar henni verður ljóst, að
hugur hans hneigist að allt annarri eftir
íib
dauða húsfreyjunnar, kemst ekkert að
í huga hennar annað en hatur og hefnd.
Inga Þórðardóttir leikur þetta hlutverk
með miklum ágætum og má telja með-
ferð hennar með því allra bezta, sem
sézt hefur hér á leiksviði á þessu leikári.
Leikur Róberts er einnig ágætur svo að
samleikur þeirra er hinn prýðilegasti.
Guðbjörg Þorbjarnardóttir bregður upp
skínandi mynd af piparmey, sem á yfir-
borðinu hatar og fordæmir karlmennina,
en undir niðri þráir atlot þeirra og ást-
arorð öllu öðru fremur. Algert einlífi
þessarar duglegu hjúkrunarkonu, gerir
hana að eigingjarnri og ofstækisfullri
konu, sem svífst einskis, þegar því er
að skipta, svo af henni leiðir raunar allt
hið illa. Guðbjörg hefur um langa hríð
túlkað tignar konur og oft göfugar og
gert það vel. Með túlkun sinni á ungfrú
Braddock sýnir hún, að hún hefur fleira
en tignarleikann á valdi sinu.
Seinni konu Huttons, Doris Mead,
leikur Bryndís Pétursdóttir og tekst
prýðilega að sýna hina snöggu þróun
ungrar stúlku, sem breyttist úr áhyggju-
lausu fiðrildi og ástmey i verðandi móð-
ur og trúfasta eiginkonu á stuttum ör-
lagatíma.
Læknirinn, Libbard, leikur Haraldur
Bjömsson, og bætir hann þar einni á-
gætri og sannri persónu við allar þær,
sem hann hefur áður skapað. Allur leik-
ur hans er fágaður og hnitmiðaður svo
að Iivergi skeikar.
önnur hlutverk eru lítil, einna minnst
er hlutverk fangavarðarins, sem Baldvin
A K R A N E S